Vikan


Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 22

Vikan - 18.10.1962, Qupperneq 22
Verðlaunagetraun VIKUNNAR Getraunin er hálfnuð, aðeins fimm hlutar eftir, og þá má senda getraunaseðlana til Vikunnar. Getrauninni lýkur í blaðinu 22. nóvember, en dregið verður mánuði síðar, 23. desember, það er á Þorláksmessu. Það verður sem sagt bærileg jólagjöf, sem einn ies- andi Vikunnar fær að þessu sinni. Splunkunýr bíli, 1963 módel af NSU Prinz 4, einum bezta fimm manna bíl, sem fáanlegur er. Það er Fálkinn h.f., Laugavegi 24, sem hefur umboð fyrir NSU Prinz. Bíllinn er smíðaður í Neckarsulm í Vestur-Þýzkalandi og verksmiðjurnar eru meðal hinna elztu í smíði vélknúinna farartækja. Smábílarnir ná stöðugt auknum vinsældum og þegar við berum eyðslu þeirra saman við eyðsiu stóru bílanna, undrast maður, að nokkur skuli eiga stóran bíl, nema sá sem ekki veit aura sinna tal. Smábílarnir hafa marga aðra kosti. Vinnsla er mjög góð, því þeir eru léttir og auð- velt er að aka þeim í þrengslum og mikilli umferð. NSU Prinz sameinar alla kost'i smábíla, er lipur, kröftugur og ótrúlega rúmgóður. NSU PRINZ 4 ÞaS fer hvergi hnefastór blettur til ónýtis í Prinzinum. Vél- in er mjög fyrirferðarlítil aftur í bílnum og þess vegna er ekkert drifskaft. Öxlarnir ganga beint út frá vélinni. Á mynd- inni hér að ofan sést bezt, hversu frábærlega vel allt rými nýtist. Maður getur teygt úr fótunum, bæði í fram- og aftur- sætum og bökin á framsætunum eru með stillanlegum halla. Aftan við aftursætið er pláss fyrir töskur og annan farangur og myndin sýnir hvað farangursplássið að framan rúmar. 22 VIKAN ÓSKADRAUMUR Á HJÓLUM

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.