Vikan - 18.10.1962, Side 39
hræring mín hundraðföld við það,
sem endranær, t.d. augliti til auglits
við vini eða góða menn. Þú veist að
stóiska ró vantar ævinlega í orð-
bragð mitt, veist ennfremur hvað ég
er sangvinskur — vona að þú nem-
ir mér ekki „stóryrðin“ ubel er þú
gætir þessa. . . . “
Halldór Kiljan Laxness var grann-
ur piltur, bjartur í andliti, langleit-
ur, hökustór, ljóshærður, liðlegur
maður og fjörmikill. Hann var til-
gerðarmaður í klæðaburði og það
hefur farið í vöxt með auknum efn-
um. Hann virðist hégómlegur, en er
það ekki, hann er aðeins listamað-
ur af guðs náð. Hann er því skraut-
gjarn, enda í samræmi við hinn hár-
fína fegurðarsmekk hans. Hann
gengur á rauðum og grænum skóm,
marglitum skyrtum og á víst mikið
safn hálsknýta. Hann hafði geysistór
hornspangargleraugu á nefi, en lagði
þau svo niður með öllu og kvað
nóg að láta augun dansa til að halda
góðri sjón, leikfimi augnanna, kall-
aði hann það. Han tók mikið í nef-
ið á yngri árum, en hætti því, neyt-
ir ekki tóbaks. Hann er ekki eins
ímyndunarveikur og Þórbergur
Þórðarson, sem segja má að hangi
ekki saman af öðru en kompleks-
um, en samt sem áður þorir HKL
ekki að fljúga, hann fer alltaf á
milli landa með skipum. Þegar hann
fór til Indlands, tók hann sér far
með stórskipi frá Ameríku. Hann
varð þess var, að fugl fylgdi skip-
inu frá ströndum vesturheims —
alla leiðina, og furðaði sig mjög á
þessu ferðalagi. „Hvaða ferðalag
var þetta á fuglinum, ha?“ — Bros
í augum, furða — og geifla á vör ...
Þessi fugl á eftir að koma í bók.
Hann er hreinn í huga og hreinn í
allri gerð. Margir rithöfundar halda
því fram, að þeir skrifi bækur sín-
ar margsinnis. HKL er engin undan-
tekning hvað þetta snertir. Hann
hefur alltaf farið vel með fé, er einn-
ig reglumaður hvað það áhrærir, að
vísu hefur hann eytt miklu, en að-
eins til þess að afla sér reynslu.
Honum þótti gaman að því að stað-
setja bækur sínar: Kolviðarhóll og
París, Sikiley og Flatey. . . .
Hann reisti sér hús við lækinn í
gljúfrinu. Það er hvítt, ekki íburð-
armikið en stilhreint. Hann hefur
látið hlaða þar mikinn og rammger-
an grjótgarð og plantað trjám.
Móskarðshnúkar gnæfa við himin
í landnorðri. Þeir eru bjartir, eilíf
gullin birta hnúkanna mætir aug-
um skáldsins hvert sinn, sem hann
lítur þá, sama draumþýða birtan og
mætti augum hins spyrjandi sveins
í æsku. HKL hefur víða farið og
leitað langt yfir skammt eins og
Steinar í Hlíðum undir Steinahlíð-
um. Sannleikurinn og hreinleikinn
eru heima, í jörð næturinnar og
dögg morgunsins, á vitum fjalla-
hringsins heima í sveitinni, sem gaf
allt.
Og þar er hægt að hvílast — og
finna uppruna sinn.
Þetta nemur maður í síðustu
tveimur bókum Halldórs frá Lax-
nesi....
Samt hefur hann nú keypt sér
pjáturhlemma með rafmagnsperum,
„gróðursett“ þá í brekkuná fyrir
framan húsið.
Hann kveikir á flóðljósunum og
uppljómar hús sitt á kvöldum! ★
Þvoið hár yðar úr Sunsilk og sjáið mismuninn.
Hár yðar fær nýjan glans og fegurð, sem
endist í marga daga. Hár yðar verður svo við-
ráðanlegt eftir Sunsilk hárþvott, svo heilbrigt,
svo silkimjúkt. Það er staðreynd, að þér getiO
haft svona fallegt hár, og það eftir aðeins einn
hárþvott með Sunsilk.
Sunsilk er
framleitt
fyrir yðuri
Er hár yðar
náttúrulegt?
Sunsilk fegurðar-
hárþvottur gefur
hári yðar varanleg-
an þokka — gerir
það heilbrigt,
glansandi, fallegt.
Eða er hár yðar
líflaust?
Sunsilk eggja- og
sítrónuhárþvottur
mýkir hárið og gef-
ur þvi varanlega
fegurð.
X-RfiH AtNc-ðlM
Eða er það f jör-
laust?
Látið Sunsilk Tonic
hleypa lífi i hár
yðar, gera Það
mjúkt og glans-
andi. Sjáið hve
viðráðanlegt hár
yðar verður íijót-
lega.
Hafið þér flösu?
Þér þurfið engin
önnur flösumeðul.
Sunsilk hárþvottur
hreinsar hár yðar
algjörlega og fjar-
lægir flösuna.
TIL AÐ FÁ MJÚKT, GLANSANDI, VIÐRÁÐANLEGT HÁR — NOTIÐ SUNSILK.
Auga í heitu myrkri.
Framhald af bls. 15.
annað inn í hana, hitt inn í mig.
Þá sneri hún sér að mér greip hina
hönd mína, kreisti báðar og sagði:
— Nú eru augun komin inn í okkur.
Nú hættum við að sjá hvort annað.
— Ég vaknaði, eins og af martröð,
þaut fram úr rúminu og opnaði út
á svalarnir. Þvoði mér vandlega úr
köldu vatni. Það er gott, að fólk
sér ekki á manni, hvað mann hefur
dreymt, hugsaði ég á meðan ég var
að þurrka mér fyrir framan speg-
ilinn. Síðan settist ég út á svalirnar
til þess að láta morgunloftið og
skógarilminn hafa úr mér ónotin.
Þetta var yndislegur morgunn. Sól-
in skein á víkur og voga, blá glamp-
andi sundin og eyjarnar. Ég ákvað
að róa út í einhverja eyjuna síðar
um daginn.
Þá heyrði ég allt í einu kvenrödd
á svölunum við hliðina á mér:
— Ó, unðaslegt! Komdu, ástin, og
bjóddu mér góðan daginn úti í sól-
inni!
Á sama andartaki veit ég, að það
er hún. Ég hef heyrt þessa rödd
áður. Það var í draumnum í nótt.
Það eru hliðartjöld á svölunum og
ógerningur að sjá á milli, en samt
veit ég, að þetta er hún. Hann kem-
ur og býður henni góðan dag. Þau
tala þýzku. Ekkert tjald getur leynt
því fyrir mér að þessi morgun-
kveðja er veitt og þegin í ástríðu-
þrungnum kossi. Svo hlær hún
mjúkum, kurrandi hlátri í lágrödd:
— Ó, ég hélt aldrei að lífið gæti
verið svona yndislegt. Hélztu það?
— Nei, ástin.
— Ég elska, — undursamlegt! Ég
er sú hin sæla, sem elskar...
Meira heyrði ég ekki.
Ég spratt á fætur með óþarflega
miklu harki. Þetta var óþolandi. Ég
gat ekki setið hér og hlustað eins
og þjófur á innilegustu einkamál
ókunnugs fólks. Ég var sama sem
rekinn hér út af mínum eigin svöl-
um! Skárri var það nú bölvuð fyrir-
mununin! Mér fannst koldimmt inni
í herberginu eftir sólskinið á svöl-
unum, dimmt og óhugnanlegt. Ég
lauk í snatri við að klæða mig.
Ég verð hér ekki lengi, hugsaði ég
á leiðinni niður stigana, geri senni-
lega réttast í að fara strax á morg-
un! Fann um leið, hvað þetta var
hlægilega afglapalegt og snaraði
lyklinum í Elias Saarinen með tals-
verðum snúð.
— Vona að þér hafið sofið vel,
herra minn, sagði hann með ljúf-
mannlegri hægð.
— Óviðjafnanlega! Þetta er dá-
samlegur staður! Perlan meðal ynd-
VIKAN 89