Vikan - 15.11.1962, Page 3
VIKAN
„Corvetta Sting Ray“ — yfirbyggingin úr
trefjagleri. Glæsilegur sportbíll, þar sem „nýja
línan“ kemur hvað greinilegast í Ijós.
Bandoríshír tiílir draerð 196)
Nýrra árgerða af bílum er hvarvetna beðið
með mikilli eftirvæntingu, en þó hvergi eins
og í Bandaríkjunum — þar er bílatízkan mönn-
um eitthvað svipað og Parísartízkan konum í
Evrópu. Þar eru nýjar línur í yfirbyggingu
ræddar af sömu ákefð og fagmennsku og nýjar
línur í kjólum og kápum hér, og bílablöðin
lesin og skoðuð af ekki minni gaumgæfni en
tízkublöðin í evrópskum löndum. Mörgu hefur
að sjálfsögðu verið spáð um það, hvaða stefn-
ur myndu helzt segja til sín í árgerðunum 1963,
en nú þurfa menn ekki að spá lengur, því að
sjón er sögu ríkari.
Það fullyrða þeir fróðu bíltízkusérfræðingar
að meginstefnan, sem fram kemur í þessari nýju
árgerð, sé fólgin í hreinni og skarpari línum,
og séu hinir margumræddu og mjög umdeildu
krómlistar, sem mjög hafa einkennt bandaríska
bíla og ekki alltaf á sem smekklegastan hátt
frá evrópsku sjónarmiði, nú eingöngu notaðir
til að undirstrika þetta, þannig að bílarnir
Framhald á bls. 40.
„Dodge Dart“ og „Valiant“, árgerð 1963, eru
með sama hreyfli, en á útlitinu er meiri mun-
ur en var 1962. Og þó báðir rennilegri.
„Comet“ — velja má um 85 og 101 hestafla
hreyfla, sex strokka. Öxullengdin er nú 114
þumlungar. .
„Chevrolet" — stílhrein yfirbygging með skörp-
um línum. Bíllinn virðist rennilegri en nokkru
sinni fyrr.
„Olds F-85“. — Grindin söm og í árgerð 1962,
en dyrum, ljósaumbúnaði og höggslám breytt.
„Oldsmobile Super 88“ — ef til vill lcemur
nýja línan hvergi betur í ljós en í þessari ein-
földu og stílhreinu yfirbyggingu.
„Plymouth" — nýtt þak breytir mjög svipnum.
Yfirbyggingin fyrirferðarmeiri, enda lengist
hún um þrjá þumlunga.
„Ramblers“ hefur og tekið talsverðum breyt-
ingum. Gluggarnir eru bognir, línurnar hreinni.
Útgefamli: Hilmir h.f.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðssoji (ábm.).
I’ranikviemdastjóri:
Hilmár A. Kristjánsson.
Ritstjórn og auglýsíngar: Skipholt
33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthóif M9. Afgreiðsla og dreifíng:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími
36720. Dreífingarstjóri Óskar Karls-
son. Verð í lausasölu kr. 20. Áskxift-
arverð er 250 kr. ársþriðjungslega,
greíðist fyrirfram. Prentun: Hiimir
h.f.' Myndamót: Rafgraf h.t:
Stúlkan á forsíðumyndinni heitir Guðrún Björns-
dóttir og bíllinn heitir NSU Prinz, eins og þið vitið
náttúrlega, þar sem þið hafið fylgzt með keppninni
um hann. Við tókum myndina við dálítið óvenjulegt tækifæri — það er
veriS að láta benzín á hann — en það þarf ekki að gera nema mjög sjaldan,
eftir því sem hamingjusamir Prinz-eigendur segja okkur. 1 þessu blaði er
síðasti hluti keppninnar. Fylgizt með — þér getið verið heppinn ekki síður
en aðrir.
í næsta blaði verður m.a.:
0 Hvernig búa piparsveinar? — VIKAN bregður sér í heim-
sókn til ókvæntra karlmanna. — Grein og myndir.
0 Síðasta flug fuglmannsins. — Spennandi smásaga um mann,
sem kastaði sér út úr ílugvél með vængi spennta á bakið.
0 Maður fær vont bragð í munninn af því að nefna þá. — Rætt
við Sigurð frá Brún um ýmislegt í þjóðlífinu.
0 Frá saumavélum til bifreiða. — Opel-verksmiðjurnar eiga
aldar afmæli á þessu ári og VIKAN rekur söguna frá upphafi.
0 79 af stöðinni. — Rabbað um kvikmyndina og þá gagnrýni,
sem hún hefur fengið.
0 Lokaþáttur getraunarinnar um NSU Prinz. — Dregið verður
á Þorláksmessu.
0 Framhaldssagan: Á eyðihjarni.
0 Kvennaopna, allt fyrir unga fólkið, plötur og dansmúsík o. fl.
VIKAN 3