Vikan - 15.11.1962, Síða 7
FETSÞYKK SNEIÐ ÞVERT YFIR AF VÆNUM HVAL
VEGUR EINA SMÁLEST ... OG MIKIL ER ÞVÍ
SKEPNAN ÖLL!
LOFTUR GUÐMUNDSSON SKRAPP NORÐUR UND-
IR ÍSRÖND MEÐ HVALVEIÐIBÁT I SUMAR SÉR
TIL HRESSINGAR, OG HEFUR NU ORÐIÐ VIÐ
ÞEIRRI BEIÐNI OKKAR AÐ SEGJA LESENDUM
VIKUNNAR SITTHVAÐ ÚR ÞEIRRI FERÐ, OG AF
HVALVEIÐUM HÉR VIÐ LAND Á LIÐNUM ÖLD-
UM OG ÁRATUGUM.
ÞJÓÐ OG HVALUR.
Kannski verður. einhvern tíma
skrifuð sú bók sem nefnist „Hval-
veiði við ísland“, eða eitthvað því
svipað, verður mér hugsað, þar sem
ég stend úli við borðstokk á „Hval
7“, á siglingu út með ströndinni
móts við Ferstiklu, að kvöldi þess
7. júlí. Það var hlæjalogn og bjart
aftanskin, og við erum á leið á lival-
veiðimiðin.
Og það ætti að geta orðið bæði
fróðleg bók og skemmtileg aflestr-
ar, svo mjög sem hvalurinn Iiefur
komið við sögu þjóðarinnar og sög-
ur þær, sem með henni gerðust,
ýmist bókstaflega sannar eða í tákn-
rænum ski’ningi, og svo rík ítök
hefur sú mikla skepna átt i þjóð-
trúnni og jafnvel trú þjóðarinnar á
iiðnum öldum.
í sjálfu sér er þetta ekki neitt
furðulegt. Landið liggur um það
bil miðbiks á nyrðri hvalaslóðum,
og hafið umhverfis það var krökt
af hvölum, alft fram yfir aldamótin
siðustu. I augum útlendra var þessi
hvalagengd svo nátengd landinu, að
spurning er, livort þeim kom fyrr í
hug, Hekla eða hvalurinn, þegar á
það var minnzt. Ein hvaltegundin
dró meira að segja nafn af þvi, ís-
lands sléttbakur - nú talinn aldauða,
eins og geirfuglinn. Og varla sér
maður svo gamlan uppdrátt af land-
inu, hve vitlaus, sem hann kann
að vera, að ekki geti að líta þar
úti fyrir ströndum ferlíki nokkurt,
sem hval skal tákna. Er hann þar
oft á stærð við Reykjanes — hafi
teiknaranum þótt ómaksins vert
að taka Reykjanesið ineð á landa-
bréfið — en þetta skipli ekki svo
miklu máli, þar eð stærðarhlutföll
Friðbert Elí Gíslason, skipstjóri og
skytta á „Hval 7“, svipast um á
búrhvalamiðum. Friðbert er vest-
firðingur, alinn upp við sjó, fisk —
og hval.
Skrokkmikill er búrinn, og ganga
boðaföllin út frá honum þótt dauð-
ur sé, þegar hann er dreginn upp
að súð hvalveiðibátsins.
voru ekki svo þýðingarmikið atriði
í kortagerð í þann tíð, og hvalur-
inn var þarna fyrst og fremst tákn
þess hve mjög hann setti svip sinn
á hafið, úti fyrir ströndum lands-
ins.
Þá óð hvalurinn inn alla firði,
ednkum á Vestfjörðum og norðan-
lands. Löngum mun og Hvalfjörð-
urinn hafa borið nafn með rentu
hvað það snerti. Þegar Jón móður-
afi minn fluttist frá Snorrastöðum
í Laugardal og setti bú að Brekku
á Hvalfjarðarströnd, var á stundum
slík hvalavaða í firðinum, að menn
þorðu ekki að róa til fiskjar svo
dögum, og jafnvel vikum skipti.
Ekki heyrði ég gamalt fólk þó geta
þess í mínu ungdæmi, að hvalir
yrðu þar valdir að sjóslysum —
og ekki heldur að þeir hefðu verið
veiddir. En ekki var laust við að
enn eimdi þá eftir af þeirri trú, að
sumir hvalir væru svo illa innrættir
að þeir veitttust vísvitandi að bát-
um og vildu granda þeim. Voru þeir
nefndir einu nafni illhveli, en teg-
und ekki nánar tilgreind; aftur á
móti mun því hafa verið trúað, að
langreyðurin væri svo hjartagóð og
vinveitt manninum, að hún verði
báta fyrir ásókn illhvelisins, ef
hún var nærstödd og mátti því við
koma. Annars þótti það helzta vörn-
in, sem mönnum var tiltæk, að hafa
öskukvartél í bátnum og varpa því
að illhvelinu. Réðist það þá að
kvartélinu og var ekki lengi að
brjóta það í stafi — en lagði á flótta
jafnskjótt og askan brákaði sjóinn,
og var talið að það liræddist að
askan settist í blástursholurnar og
kæfði það. Þótt þetta kunni að þykja
brosleg lijátrú nú, kemur það ein-
kennilega heim við þá trú hinna
fornu, fífldjörfu, grænlenzku veiði-
manna, að þeir yrðu að lauga sig
vandlega áður en þeir skriðu i sjó-
belgi sina og svömluðu til atlögu
við stórhvelin, þar eð þau flýðu
öll óhreinindi.
Það er ein sönnun þess hve hval-
urinn var þjóðinni mikil kunnleika-
skepna, að hún skipaði honum orð-
fræðilega — eins og raunar fleiri
lijóðir, sem lönd byggðu i Norður-
höfum — í flokk með húsdýri, sem
lienni var þarfast til lifsviðurværis.
Ilelzt það enn í málinu, þótt ekki
sé það eins a’gengt og fyrr, að talað
sé urn hvalkýr, hvaltarfa, hvalkvíg-
ur og hvalkálfa. Hins vegar hefur
nauthvelið, sem ærði kýr með bauli
sínu, svo að þær gengu í sjóinn,
orðið að víkja fyrir aukinni þekk-
ingu. Það var og ekki að undra þótt
hvalurinn væri þjóðinni að vissu
leyti kær. Þess eru mörg dæmi úr
sögu hennar á liðnum öldum •— og
sum ekki ýkja gömul — að hvalreki
bjargaði fólki, jafnvel í heiium
byggðar'ögum, frá hungurkvöl og
dauða; Var þar að vísu um skiljan-
leg orsakatengsl að ræða, því að
bölvaldur sá er hungrinu olli, haf-
ísinn, gerðist þá um leið sá bjarg-
vættur, sem rak hvalinn upp í fjör-
una eða króaði hann í vök. En senni-
lega liafa menn ekki kært sig um
að þakka þeim „forna fjanda“ eitt
eða neitt, og fengu þvi hvalurinn
og guðleg forsjón að skipta með sér
þakklætinu. Kannski var það þess
vegna, að á hann lagðist eins konar
átrúnaður; að liann léti öðrum
skepnum fremur stjórnast af guð-
'egri forsjón, að minnsta kosti hétu
„kraftaskáldin" á hana að senda
hval á fjörur þegar björg þvarr, og
þóttu fá áheyrn. Það þótti og öruggt
gæfumerki, ef formaður fann dauð-
an hval í róðri, sér i lagi ef hann
var nýtekinn við formennsku. Kem-
ur þetta ljóst fram í sögu Snæbjarn-
ar i Hergilsey, þar sein hann segir
frá ]iví, að bæði langafi hans, Eggert
Ólafsson, og sjálfur hann urðu fyrir
þeirri lieppni, og reyndust báðir
gæfumenn. Sama var og að segja
um búanda, ef hval rak á fjörur
hans — væri það eklci á fyrsta bú-
Framhald á næstu síðu.
Sigursveinn Þórðarson, stýrimaður
á „Hval 7“ og' gamall hvalveiði-
skipstjóri, sker blöðkuna af sporði
búrans.
Sigursveinn gengur frá skutlin-
um í lilaupi fallbyssunnar.
VIKAN 7