Vikan


Vikan - 15.11.1962, Page 8

Vikan - 15.11.1962, Page 8
Hvalurinn dreginn að. i'. skaparári, því að þá þótti of stórt af stað farið og jafnvel húsbruni betri. Það var í rauninni ekki held- ur neitt smáræðishapp, ef formaður fann vænan hval á sjó eða búandi á fjöru, enda varð það mörgum upp- haf auðs og gengis; sannar það enn trú almennings á náið samband hvalsins og æðri máttarvalda, að því aðeins var talið öruggt að slikt happ yrði viðkomanda til blessun- ar, að hann viðurkenndi hvalinn sem gjöf frá forsjóninni og léti þurf- andi njóta góðs af. Loks var það til, að forsjónin sendi hvalinn sem eins konar sárabætur. Ráðhildur „ríka“ að Kalmanstjörn, systir Jóns móðurafa míns, sem áður er getið, missti þrjá eiginmenn sína, og er sagt að þá ræki í hvert skipti væn- an hval á fjörur hennar. Og hvað sem því kann að hafa valdið, þá er eins og þessi átrúnað- ur beindist að reyðinni, öðrum hvöl- urn fremur. Það var ekki eingöngu að hún snerist í lið með manninum gegn illhvelinu af sinni góðvild og gæzku, heldur svam hún hvala helzt á vegum forsjónarinnar yfirleitt. Kunn er sagan um reyðina, sem færði fjarðarbúum vestra kálf sinn á ári hverju, og var reiknað það til gæzku en ekki heimsku, þó að alltaf væri kálfurinn drepinn. Það var og reyður, sem Jón Sigurðsson forseti komst í kast við, er hann rerir ung- ur sem formaður á báti föður síns, og allt voru það reyðarhva’ir, sem rak á fjörur Ráðhildar ríku. Og ekki er víst .«ð það hafi eingöngu verið vegna höfuðstafanna, er skáld- ið tók það sérstaklega fram við for- sjónina að hafa það reyði, þegar hann bað hana að senda hval á land; kannski hefur honum ekki þótt taka því að biðja um minna en það mesta, úr því að hann var að kvabba á forsjóninni á annað borð, en ekki er þó ólíklegt að þar hafi gægzt fram trúin á hið nána samband með mátttarvöldunum og þessari stærstu skepnu jarðarinnar. HVALVEIÐISAGAN. En sitt er hvað að guðleg for- sjón sendi manni hval og að hann veiði hvalinn sjálfur. Og ekki voru það allir, sem létu sér nægja þá gjafmildi eingöngu, heldur báru sig sjálfir eftir björginni. Einkum munu Vestfirðingar hafa margan hvalinn járnað, og er getið margra frægra skutlara, bæði úr Arnarfirðinum og við ísafjarðardjúp, sem höfðu oft stærra fyrir en selskcpnuna. Það er því ekki að kynja þótt hin eigin- lega hva’veiðisaga hefjist þar, þeg- ar þess er líka gætt, að hvalagengd var þar einna mest við landið. Hér er hvorki tími né rúm til að rekja þá sögu, enda brestur mig til þcss heimildir. Það mun nú vel öld síðan að Amerikanar veiddu lival frá Vest- fjörðum, en ekki varð það til lang- frama, enda víst um tilraun að ræða. Um 1880 komu Norðmenn þangað og reistu þar hvaistöðvar, en hurfu á brott þaðan upp úr aldamótun- um er þar var þorrin veiðin, og fluttu sig með stöðvar sinar og lival- fangara austur á firði. Upp úr 1910 endurtók sig þar sama sagan og fyrir vestan, ncma hvað Norðmenn fluttu sig nú lengra, alla leið til Suður-Georgíu og hófu hvalveiðar í Suðurhöfum í samkeppni við Bandaríkjamenn, Japani og fleiri þjóðir, og fóru nokkrir íslenzkir með þeim þangað. Alls munu Norð- menn hafa haft hér átta veiðistöðv- ar og um þrjátiu skotbáta, þegar sem mest var veiðin, og því ekki að undra þótt gengi á stofninn. Fyrsta íslenzka hvalveiðistöðin var starfrækt á árunum 1930—40, í Tá’knafirði, en veiðarnar lögðust niður í síðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni hefst íslenzk hval- veiðiútgerð frá Hvalfirði, frá Sönd- unum undir Þyrli, þar sem allar að- stæður til vinnslu voru tiltölulega góðar. Þá liafði nýtt útgerðarfyrir- tæki, „Hvalur h.f.“, tekið við rekstr- inum og hefur það annazt hann siðan af dugnaði og fyrirhyggju, en formaður þess frá upphafi er Loftur Bjarnason, útgerðarmaður í Hafnar- firði. Fyrst í stað voru skipstjór- arnir á skotbátunum norskir en brátt tóku íslenzkir skipstjórar og íslenzkar áhafnir við þeim, og hafa þeir íslenzku ekki reynzt síður feng- sælir. Mikla atvinnu höfðu menn í sam- bandi við hvalveiðar Norðmanna hér við land. Þeir, sem að þeim unnu, eru nú sem óðast að týna tölu og minni, og er hætt við að þar fari forgörðum nokkur fróðleik- ur, sem islenzk atvinnusaga verður fátæklegri án. Það er til marks um að þeir norsliu höfðu mikil umsvif og bárust sumir hverjir talsvert á, að „ráðherrabústaðurinn“ í Reykja- vík var áður einkabústaður Hans El'efsen, sem reisti hvalstöð sína á Sólbakka við Önundarfjörð 1889, en fluttist þaðan með allt sitt að Asknesi við Mjóafjörð 1901 — nema bústaðinn, sem skömmu síðar var Framhald á bls. 28. Spegilsléttur sjór í morgunsárið *—■ og tígulegur er Snæfellsjökull í sólskininu af hafi að sjá. Það verður sjónasviptir, ef hlýnandi veðurfar sviptir hann hjálminum hvíía. Hvalveiðistöðin í Hvalfirði. Það skal tekið fram, að hvalurinn, sem verið er að draga upp brautina að skurðarpallinum, er reyður en ekki búrhveli. g VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.