Vikan


Vikan - 15.11.1962, Page 18

Vikan - 15.11.1962, Page 18
EG SKAL GEFA ÞER 1 Reykjavík eru 35 skósmíðavinnustofur. Hver þeirra situr uppi með 40—50 pör af skóm á ári. Sem sagt: Á hverju ári láta Reykvíkingar skósmiðina sína gera við ca 1600—1700 pör af skóm, sem þeir ætla aldrei að sækja og aldrei að borga. Þessu komumst við að um daginn, þegar við fórum að heimsækja skósmiðina, sem sumir kalla deyiandi stétt. Og við komumst líka að þeirri niðurstöðu, að það er ekkert dauðahljóð í þeim, sem að skósmíðinni vinna. Fyrst litum við inn í skósmíðavinnustofu Einars Leós Guðmundssonar á Víðimel. (Vinnustofan stendur að vísu við Furumel, en húseignin er skráð við Víðimel). — Það er fullt að gera, sagði Einar. — En ef þú vilt vita eitthvað um skósmiði, skaltu fara og tala við Pál Jör- undsson á Amtmannsstígnum, hann er formaður landssam- bandsi'ns okkar. — Ég skal gera það. En segðu mér eitt: Hve mikið af skóm er ekki sótt til þín á hverju ári? — Það er talsvert. Ég hugsa, að það séu svona 40—50 pör. — Hvað gerirðu við þá skó? — Ég sel það sem ég get og hendi hinu. Sel þá bara fyrir viðgerðarkostnaði. -— Fækkar ekki verkefnunum ár frá ári? — Það hefur verið með minnsta móti í sumar. Það gera útsölurnar. Það hefur verið svo mikið um útsölur, síðan innflutningurinn var gefinn frjáls, og fólkið leggur ekki eins mikið í að láta gera við gamla skó, þegar það getur fengið nýja skó ódýrt á útsölu. « í litlu, snotru bakhúsi ofan við lóð Mennta-kclans er skósmíðavinnustofa Páls Jörundssonar. — Viljið þið vita eitthvað um skósmiði? spurði Páll. - Hvað viljið þið vita um þá? — Hvað eru margir skósmiðir í Reykja-'c’k? — í Reykjavík eru 34 meistarar, 16 sveinar og sex lærlingar. Og Reykjavík á 35 skósm'öavinnustofur. — Hvaða meistari á tvær vinnustofur7 Gísli Ferdínandsson á tvær. Hér í Lækjargötunni og inn við Álfheima. — Hafið þið allir nóg að gera? — Já, maður getur gágt það, að það sé nóg að gera á sumrin. En á veturna ei* það anzi dauft. Þá fer fólk í gúmmískófatnað, þegar það fer eitthyað út, og -gengur yfirleitt mjög lítið. Það er sérstaklega, þegar gött veður er á sumrin, þegar mann langar sjálfan út, þá er fullt að gera. Þá fer fólkið í gönguferðir og gengur niður úr skónum sínum, og þá vill það helzt að það sé búið að gera við þá, áður en það kemur með þá til okkar, liggur við, — Þið eruð eins og bændurnir. Hafið mest að gera í góðu veðri. — Já. Langmest. Og á veturna étur maður það upp, sem maður gat önglað saman yfir sumarið. — Eru skór yfireitt ,illa farnir, þegar þið fáið þá? — Já, sérstaklega gengur blessað kvenfólkið okkar skóna sína illa. Þær koma oft ekki, fyrr en hælarnir eru hálf uppgengnir. Ég skil ekkert í þeim, sem vilja vera fínar og smart dömur, að halda áfram að skælast á skónum, eftir að slitplöturnar eru farnar. Ef þær pössuðu þetta betur væri viðgerðin miklu ódýrari og skórnir endast betur. 18 VIKAN r r Einar: 40—50 pör ósótt á ári. Mér finnst það furðulegt, eins og skór eru dýrir, að kvenfólkið skuli ekki skoða betur undir sig! — Safnast ekki eitthvað upp hjá þér af skóm, sem ekki eru sóttir? — Jú. Ég flutti í desember innan af Miklubraut og hingað, og þá fleygði ég þremur stórum kössum af skóm, sem ekki höfðu verið sóttir. — Reynir þú ekki að selja þá? — Jú, en það gengur erfiðlega. Þetta eru mest kvenskór, og þeir fara fljótt úr tízku, og þá vill þá enginn. Svo eru þetta líka stakir skór, og þá er gerómögulega hægt að selja. Fólk vill heldur ekki kaupa

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.