Vikan - 15.11.1962, Page 24
VIKU
klúbburinn
Klúbbblað fjTÍr börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
PRESLEY?
Ég gat ekki að því gert, að
mér datt Presley í hug, þeg-
ar ég rakst á myndina af þess-
um unga gítarleikara, sem fer
svo ljómandi fagmannlega að
þessu öllu saman. Og hver
veit nema hér sé einmitt á
ferðinni arftaki sjálfs Pres-
leys. Kannski stendur allur
heimurinn á öndinni eftir svo
sem fimmtán ár út af þess-
um unga, myndarlega manni
og gítarnum hans. Það hefur
svo sem margt ótrúlegra
skeð.
VILTU KOMA í „HUND OG KÖTT“ ?
Nú skal ég kenna þér skemmtilegt tveggja manna spil, sem er prýði-
leg dægradvöl og spennandi, því leikmenn eru stöðugt i hættu og
verða að hugsa vel hvern leik, ef ekki á illa að fara. — Hvor leik-
maður notar tölu, annar Ijósa en hinn dökka og þær eru í byrjutn
leiks, staðsettar á svörtu horndoppunum K. og H. Hlutkesti ræður, hvor
byrjar leikinn. Tölumar má flytja lárétt, lóðrétt eða á ská, eftir lín-
unum frá einni doppu til annarrar, en aldrei má hlaupa yfir doppu.
Sigur í leiknum er í því fólginn, að þvinga andstæðinginn á reit, sem
maður getur sjálfur lent á, í næsta leik, — en það er ekki eins auð-
velt og þú heldur.
TOMSTUNDAÞÁTTUR VIKUNNAR 15. NÓV.
Svörum er skipt í þrjá flokka:
1. Stopp-sagnir eða takmarkaðar sagnir með lágmarkshendi, sem leyfa opnara að segja pass, ef hann
álítur það rétt — 6—10 punktar.
2. Könnunar-sagnir eða sagnir í öðrum lit en opnað er á. Þetta eru sagnir, sem kref jast svars. Opnari
verður að segja að minnsta kosti einu sinni enn í hvert skipti, sem svarhöndin segir nýjan ]it (ef svar-
höndin hefur ekki sagt pass í upphafi og ekki hefur verið strögglað í millihönd). Þessar svarsagnir geta
þýtt spil frá 6 punktum upp í jafnvel 18 punkta.
3. Stökk-sagnir í svari krefjast skilyrðislausrar úttektar og má því hvorugur hætta að segja fyrr en
úttektarsamningi er náð. Allar stökksagnir hafa að minnsta kosti opnunarstyrkleika (13 punkta) og krefj-
ast úttektar nema svarhöndin hafi sagt pass í upphafi.
Stoppsagnir eða takmarkaðar sagnir.
A. Svar á einu grandi við opnun á einum spaða, einu hjarta eða einum tígli, gefur upp 6—10 háspils-
punkta.
B. Eitt grand hjá opnara eftir svarsögn hjá makker, gefur upp lágmarksopnun.
C. Einföld hækkun á lit opnara hjá svarhendi gefur upp 7—10 punkta með góðum trompstuðningi
(háspil + skipting).
D. Ef annar hvor tvísegir lit sinn á lægsta sagnstigi.
24 VIKAN
Sagt um æskuna:
Við höfum áður birt stutta kafla
um 10 og 11 ára börn, eftir amcríska
lækninn og barnasálfræðinginn
Arnold Gesell. Hér er til viðbótar,
stuttur úrdráttur úr bók hans.
12 ÁRA BÖRNIN.
Hrifnæm, nærgætin og umburðar-
lynd — að vissu marki.
Deyfðin, sem gerir svo mjög vart
við sig hjá 11 ára börnunum, er nú
að mestu horfin. Þau eru rösk, táp-
mikil og athafnasöm. Fátt er þeim
óviðkomandi og áhugi þeirra brenn-
andi -j- ýmist með eða móti. Nú
lesa þau allt sem þau komast yfir.
Heima eru þau viðkunnanleg, nær-
gætin og óvenju brjóstgóð og um-
burðarlynd. Galla, sem þau finna
í fari foreldranna, umbera þau með
stökustu þolinmæði og að mestu
án gagnrýni. — En í skólanum eru
þau ekki eins viðráðanleg og áður.
Nú fara þau að efast um hæfileika
kennarans, bæði við kennslu og
stjórn á nemendum. Tólf ára dreng-
ir eru hugkvæmnustu verur jarð-
arinnar, ef um það er að ræða, að
stríða eða skaprauna ungum,
reynslulitlum og taugaóstyrkum
kennara. — Á þessum aldri eiga
telpurnar oft við að stríða fyrstu
ástarsorgirnar, en drengjunum
stendur hjartanlega á sama um hitt
kynið. Það eina, sem vekur áhuga
þeirra, varðandi telpurnar er löng-
unin til að rífa af þeim höfuðfötin,
eða móðga þær á annan hátt.
Tólf ára telpa, er að ná kven-
legum þroska og óþægindum sem
því fylgir, tekur hún með ró og
stillingu, en það hefði hún tæpast
gert, árinu yngri. Tólf ára drengir
eru enn stór börn, en skoðanir
þeirra á lífinu, eru þó harla ólíkar.
— Bæði kynin hugsa mjög um mik-
illeika Guðs — og smæð þeirra
sjálfra. Þau eru sanfærð um, að Guð
hjálpi þeim, ef þau t. d. hafa týnt
peningum, eða gengur illa í próf-
um — bara ef þau biðja hann nógu
innilega. ★