Vikan


Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 25
ii 4 'bUlPlOQP Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ____ Hrútsmerkiö (21. marz—21. apr.): Þessi vika verður fremur tíðindalítil, en þó er naumast hægt að segja, að hún verði leiðinleg — þvert _______ á móti: þú munt njóta margra ánægjustunda, einkum á kvöldin. Kona nokkur kemur tals- vert við sögu þina í vikunni, en hún hverfur þó fljótt af sjónarsviðinu. Talan 6 skiptir konur afar miklu. Ncvutsmerkiö (22. apr.—21. maí); Þetta verð- ur afar skemmtileg vika, ef þú reynir eitt- hvað sjálfur til að gera hana skemmtilega. Þú virðist þó nokkuð of sérhlífinn þessa dagana, og gæti þessi sérhlífni þín bitnað dálítið illi- lega á þér, og væri það vel, því að þú átt skilið að fá smáskell. Föstudagurinn er dálítið varasamur. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Maður, sem vill þér vel, verður til að koma þér í klipu óaf- vitandi, en þú skalt ekki taka Það illa upp, þvi að allt var þetta vel meint, og þótt ekki sé neitt skemmtilegt að verða fyrir þessu, þá á eftir- leikurinn eftir að verða skemmtilegur og þér mjög í hag. Helgin verður óvenjuskemmtileg fyrir unga fólkið. ___; ) KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þú verður mikið á ferðinni í vikunni, og bendir margt til þess að þú fáir upp i hendurnar verkefni, sem þú ræður alls ekki við. Þú veizt eflaust sjálfur, að þetta er þér ofviða, en reyndu strax að gera þér ljóst, að það er allt annað en lítilmannlegt að viður- kenna það. Heillatala 11. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú munt sinna einu hugðarefni þín i rikum mæli í vikunni, en líklega mun það bitna eitthvað á þínum nánustu. Þú virðist vera einum of tillitslaus við þá, sem vilja þér einmitt allt vel, og verður þú að reyna að breyta til batnaðar, ef þú vilt ekki hafa verra af. Líkur á óvæntum fjárgróða. Meyjamnerkiö (24. ág.—23. sept.): Þessi vika verður mikil happavika fyrir þig, og ekki sizt ef þú ert milli tvítugs og þrítugs. Þú munt fara á opinberan stað í vikunni, og Þótt lítið muni bera á þér á þeim stað, mun þér allt annað en gleymt, og líklega muntu ekki hafa neitt nema gott af þeirri heimsókn. Heillalitur bláleitt. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Llklega verð- ur einhver breyting á heimilishögum þínum í vikunni. Þú munt verða potturinn og pannan i öllum þessum breytingum. Kastaðu nú ekki til þess höndunum. Þú munt lenda í miklum vanda í vikunni, en þá verður þú að velja milli tveggja kosta, og lízt þér á hvorugan í fyrstu. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.i: Þú hefur ekki verið allt of hamingjusamur undanfarið, en nú gerist eitthvað, sem verður til þess, að þú ferð að líta bjartari augum á tilveruna, og er sannarlega timi til kominn, því að þú átt sjálfur enga sök á þínu mótlæti. Þú munt vinna talsvert á kvöldin, en nú átt þú orðið skæðan keppinaut. ______ BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þú hefur verið með eitthvert áform á prjónunum undan- farið, en ekki látið verða af þvi að hrinda því í framkvæmd, en ef þú ætlar þér að gera það, verður það að gerast i vikunni, annars yrði það um seinan. Það sem virðist saklaus lygi eins félaga þíns á eftir að koma þér í nokkurn vanda. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú virðist vera orðinn allt of staðnaður í skoðunum undanfarið, og það er eins og þú lokir eyrunum fyrir skoðun- um annarra. Þegar þú lendir í samræðum eða deilum, hlustar þú ekki á það sem náunginn segir, heldur situr og mótar næstu setningu þína í hugan- um. Vendu þig af þessu strax. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.) Maður, sem þú hefur lítil samskipti haft við til þessa, þótt þú þekkir hann mæ.tavel af afspurn, kemur ti} Þín og ber undir þig vandamál, sem þú gætir ráðið fram úr fyrir hann, og það skaltu gera, ef þú hefur nokkurn tíma til þess. Heillatala 5. Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz): Þessi vika verður mjög svipuð síðustu viku, nema hvað föstudagurinn verður að öllu leyti mjög frá- brugðinn síðasta föstudegi. Þú færð mikinn á- huga á einhverju, en sá áhugi dvínar fyrr en búast mætti við. Láttu þetta nýja áhugamál þitt ekki kosta nein peningaútgjöld. Heillatala 7. 3+ Slankbelti eða brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. BiðjiÖ um Kaníe^'s og þér fáið það bezta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.