Vikan - 15.11.1962, Side 36
Blóðhefnd.
Framhald af bls. 27.
Malik var reiður, en einungis sjálf-
um sér; þetta var fyllilega leyfi-
legt samkvæmt hólmgöngulögun-
um — lagvopn gegn lagvopni, skot-
vopn gegn skotvopni, nánari voru
•þau ákvæði ekki, og væri annar
aðilinn svo forsjáll og kænn að
verða sér úti um vopn sem betur
dugði, mátti fjandinn hirða hinn.
Nú var það Maliks eina von að
komast í var bak við stóran stein
innan sæmilegs skammbyssuskot-
færis.
En sú von hans varð að engu,
þegar hann svipaðist um. Landa-
mæraverðirnir höfðu rutt svæðið
þarna, svo unnt væri að koma vél-
byssunum við og enginn gæti vegið
að þeim úr launsátri ef til átaka
kæmi. Hann hefði átt að muna eft-
ir þessu fyrr, en hann hafði ekki
heldur vitað það fyrr, að Ahmed
Khan var vopnaður riffli. Malik
vissi að hann þurfti ekki að óttast
að Ahmed hefði rangt við, hann
mundi telja dyggilega upp að
hundrað, eins og ákveðið hafði
verið. Og það var lágur klettur
þarna spölkorn frá, en hann var
á hlutlausa svæðinu á milli landa-
mæralínanna, og Malik átti því á
hættu að verða kallaður skræfa, ef
hann leitaði þar vars, því að allir
Hvar er örkin hans Nóa?
llngírú Yndisíríð
Síðast þegar dregið var hlaut
verðlaunin:
Birna Rósantsdóttir,
Ási, Þelamörk, EyjafirSi.
Nú er það örkin hans Nóa, sem
ungfrú Yndisfríð hefur falið í
blaðinu. Kannski í einhverri
myndinni. Það á ekki að vera
mjög erfitt að finna hana og ung-
frú Yndisfríð heitir góðum verð-
launum: Stórum konfektkassa,
sem auðvitað er frá Sælgætis-
gerðinni Nói.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls. Sími
i.
vissu að Ahmed mundi ekki beina
þangað riffli sínum. Og Malik vissi
að samíerðafólkið í bílnum mundi
fylgjast vel með viðureign þeirra
og frammistaða þeirra, hvors um
sig, verða kærkomið umræðuefni
heima fyrir. Ef hann flýði inn á
hlutlaust svæði, yrði hann aðhlát-
ursefni kvenna við hvern einasta
þorpsbrunn áður en langt um liði.
AHMED KHAN hafði talið upp
að fimmtíu. Riffillinn lá við fæt-
ur honum, skotbúinn og miðin
vandlega stillt. Ahmed var sveittur
í lófum, svo hann þurrkaði sér um
hendurnar á buxnaskálmunum —
því í ósköpunum tók vinurinn ekki
til fótanna, heldur drattaðist þetta
áfram og kókti í allar áttir, eins
og marabústorkurinn, þegar hann
var að svipast eftir álum í leðj-
unni? Hjá þessu varð ekki komizt.
Það hafði Ahmed Khan vitað, allt
frá því er hann var smásnáði héima
í kofanum, saug á sér putann og
heyrði fullorðna fólkið ræða um
blóðhefndina, sem hvíldi á fjöl-
skyldu hans. í sjötíu ár höfðu
þessar tvær fjölskyldur vegizt á —
ellefu fallið af fjölskyldu Maliks,
en tólf af fjölskyldu Khans, og þar
sem þeir voru elztu synirnir, hvíldi
blóðhefndin nú á þeim. Khan varð
því að fella Malik, hvað sem það
kostaði, annars mundi hann sjálfur
falla fyrir vopni hans.
En í nafni Allah — hvað gat
gengið að Malik vini hans? Með
þessu áframhaldi kæmist hann ekki
svo langt undan að skotið gæti
orðið frásagnarvert. Og Ahmed
Khan taldi svo hárri röddu að vin-
ur hans hlaut að heyra. „Fimmtíu
og einn ... hlauptu beinasninn þinn,
eða þykist þú ekki vita að ég er
með riffil? Fimmtíu og tveir ...
eða ætlarðu kannski að gera mér
það til bölvunar, að neyða mig til
að skjóta þig á skammarfæri, að
öllum þessum hópi ásjáandi?
Fimmtíu og þrír ... lengdu færið
maður. Fimmtíu og fjórir ... skil-
urðu ekki, að því lengra sem það
verður, verður mér síður láð þótt
ég hæfi þig ekki, eins og skuggsýnt
er orðið?“ Það var bænarhreimur
í röddinni og tárin streymdu nið-
ur vanga hans, án þess að hann
skammaðist sín nokkuð fyrir.
„Fimmtíu og fimm ... mundu hvað
þeir hafa kennt okkur í herþjón-
ustunni ... að það sé engin skömm
að flýja í var og spara þannig líf
sitt svo að maður geti haldið barátt-
unni áfram. Fimmtíu og ...“
í sömu svifum gerðist það, að
Malik hrasaði um þyrnibrúsk og
stakkst á höfuðið ofan í gamlan
brunn. Steyptist að minnsta kosti
fimmtíu fet, unz hann skall í vatn-
ið með skelli og skvettum.
Malik var ósyndur eins og yfir-
leitt er um þessa fjalllendisbúa, og
varð því skelfingu gripinn, þegar
hann kom í vatnið; hóstaði og
skyrpti og baðaði út öllum öngum,
unz hann fann fyrir nægilega djúpa
skoru í hringhleðslunni til þess að
hann gæti náð þar handfestu, og
var þá rétt svo að höfuð hans stóð
upp úr. Hann starði upp fyrir sig
og brunnopið var sem örlítið gat,
þar sem sá rökkvaðan himin yfir
og Malik bölvaði og ragnaði í ör-
væntingu sinni. Hann vissi það að
vísu, að Ahmed vinur hans mundi
ekki skjóta hann þarna niðri í
brunninum eins og rottu — en um
leið bar honum heldur ekki nein
skylda til að draga hann upp.
Ahmed Khan gat því hæglega sett
honum þann kost að gefast upp skil-
yrðislaust og kyssa á iljar sér eða
hann dræpist þarni niðri. Þar með
yrði blóðhefndaskyldan úr sögunni,
en eftir það yrði sérhver karlmað-
ur af ætt Maliks að líta undan í
hvert skipti sem hann mætti karl-
manni af ætt Ahmeds, og öll Shahs-
ættin mundi sett skör lægra en
Khansættin um ár og aldir. Og
Malik vissi það líka óslcöp vel, að
enginn annar af samferðafólkinu
dirfðist koma honum til bjargar,
því að þá mundi sá hinn sami kalla
yfir sig blóðhefnd Khans og draga
ætt sína inn í átökin.
NEI, þarna hlaut hann að
drukkna og drepast, og það var von
hans og bæn, að Akhbar bróðir
hans, sem nú var tólf ára, reyndist
honum meiri að viti og hreysti,
þegar honum ykist aldur til hefnda.
Hann stakk lausu hendinni undir
kuflinn, og ekki tók þá betra við
— hann hafði misst marghleypuna
í fallinu, og gat því ekki einu sinni
miðað henni á Ahmed, ef hann
skyldi gerast sá afglapi að líta ofan
í brunninn.
Þá heyrði hann rödd berast nið-
ur til sín, karlmannsrödd, sem hann
bar kennsl á. „Skjóttu ekki, hrausti
Pathani .. . það er ég, áætlunarbíl-
stjórinn. Fjandmaður þinn býður
þér kosti ...“
„Segðu honum að hann geti farið
til fjandans með alla sína kosti,“
hvæsti Malik, sem vissi fyrirfram
í hverju þeir mundu fólgnir.
„Hann býðst til að ná í kaðal
og draga þig upp úr brunninum,
en þú veizt hvaða reglur gilda, og
þú verður fyrst að sverja við skegg
föður þíns og nafn móður þinnar
og hin helgu bein Pir Ljazat frá
Faqiri ...“ Og bílstjórinn bætti við
í bænarrómi. „Þetta eru forlög,
hrausti Pathani. Og enginn getur
öskrað framan í þann, sem hefur
örlög hans í hendi sér. Taktu kosti
hans eins og skynsamur maður.
Fjandmaður þinn er fullur góðvild-
ar í þinn garð og grætur óheppni
þína, en reglur eru reglur, og hann
hlýtur að beygja sig fyrir þeim.
Leyfðu honum að draga þig upp
úr brunninum og þá getur þú farið
leiðar þinnar í friði, til baka yfir
landamærin."
„Og geta svo aldrei framar litið
upp á nokkurn mann af minni ætt?“
öskraði Malik. „Farðu vesæli hjól-
böruþræll ... Farðu til þess, er
sendi þig með slík smánarboð og
leyfðu mér að deyja með fullri
sæmd.“
KLUKKUSTUNDUM síðar, þeg-
ar almyrkt var orðið af nótt, voru
enn uppi ráðagerðir og háværar
deilur inni í bílnum um hvað gera
skyldi. Einhver stakk upp á því
að gengið yrði frá kaðli í öruggri
festingu við brunnbrúnina, og hon-
um síðan rennt niður þegjandi og
hljóðalaust; þá hefði Malik ekki
hugmynd um hver stæði að björgun
hans, og væri á valdi Allah hvort
hann hagnýtti sér hana eða ekki.
En þá var það — það var enginn
kaðallinn. Bílstjórinn gerðist jafn-
vel svo djarfur að ögra hættunni
og lýsa með vasaljósi ofan í brunn-
inn. Fékk hann ekki betur séð en
að Malik væri nærri meðvitundar-
laus, þar sem hann hékk á fingr-
um annarrar handar í skorunni,
með vitin ein upp úr vatninu.
„Ef við gætum látið kaðal síga
niður til hans og bundið hann undir
hendur honum, þá gætum við dreg-
ið hann upp án þess hann vissi einu
sinni af því,“ sagði bílstjórinn. „Ef
við bara hefðum kaðal ...“
„Og hver ætti að láta sig síga
niður í brunninn til hans og binda
kaaðlinn?“ spurði einn af farþeg-
unum. „Þú?“
„Ég er bláfátækur maður, og verð
að þræla fyrir brauði mínu,“ svar-
aði bílstjórinn kuldalega. „Og þeg-
ar allt kemur til alls, er þetta ekki
annað en heimskulegt þvaður. Við
getum ekki fengið kaðal fyrr en í
næsta þorpi. Og þangað eru tutt-
ugu mílur, svo hann yrði dauður
áður.“
En þá var það að gömul og tann-
laus kerling af kynþætti hinna ó-
hreinu, sem fengið hafði að sitja
uppi á þaki bílsins frá Mich Landi
Khana, þorpinu þar sem svínun-
um var slátrað, kom allt í einu til
skjalanna. „Heimskingjar," þusaði
hún. „Ætli það dygði ekki á við
kaðal, ef þið rektuð vefjarhetti ykk-
ar og sneruð úr þeim reipi, og hnýtt-
uð við farangursböndin."
Það var ekki svo vitlaust að
mönnum fannst — en þá var bara
þetta, hver ætti að láta sig síga
niður ...
Og þegar farið var að ræða það,
hurfu margir af farþegunum út í
myrkrið.
„Þú,“ sagði bílstjórinn og sneri
sér að kerlingunni. „Þar sem þú ert
ekki einungis kvenmaður, heldur
og af kynþætti hinna óhreinu, svo
að þú mátt ekki einu sinni ferðast
í bíl með rétttrúuðum, mundi eng-
inn geta talið að þú kallaðir blóð-
hefnd yfir þig eða þína.“
En þá varð kerling hin æfasta
og skrækti eins og reiður api.
„Hvaða þrek skyldi ég hafa til þess,
eftir að ég hef orðið að hanga uppi
á þakinu á þessum bölvuðum bíl-
skrjóð þínum í öllu rykinu, klukku-
stundum saman, og hef ekki einu
sinni mátt fá mér hressingu á við-
komustöðunum, svo að ég saurgaði
ekki einhvern af þeim kynhreinu
með skugga mínum ... Og hvers
vegna skyldi ég fara að leggja mig
í hættu? Hvað á ég þessum kyn-
hreinu drottnurum upp að unna?“
„Maðurinn er að drukkna," mald-
aði bílstjórinn í móinn.
„Þá er það heimskingjans, sem
á sök á því, að bjarga honum,“
skrækti kerling.
„Já, en reglurnar ...“ sagði bíl-
stjórinn, gersamlega ráðþrota.
„Og fjandinn hafi allar ykkar
reglur,“ hvæsti sú tannlausa, þrútin
í framan af vonzku. „Og hvaða þýð-
ingu mundi það hafa að bjarga
mannræflinum? Hann yrði drepinn
um leið og honum hefði verið bjarg-
að ... samkvæmt reglunum ...“
Ahmed Kahn færði sig nær bíl-
stjóranum. „Ég skal síga niður,“
sagði hann. „Og ég heiti því, að
veita honum grið í tvær klukku-
stundir, eftir að honum hefur ver-
ið bjargað, en það er líka það al-
lengsta, sem ég get gengið, án þess
að flekka heiður ættar minnar.“
„Ekki spyr ég svo að því,“ hvæsti
kerling. „Jú, það verður að halda
honum hreinum, hvað sem það kost-
ar. Og eftir tvær klukkustundir á
svo að vökva jörðina blóði hans
vegna, og mæðurnar að gráta ykk-
ur, heimskingjana, sem þær ólu til
einskis í kvöl sinni ... heimskingj-
36 VIKAN