Vikan - 15.11.1962, Síða 39
Þér njótið vaxandi álits_
þegar þér notið
Blá Gillette Extra rakblöð
l5ér'getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette
Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Pó skeggrótin sé hörð eða
húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra.
5 blöð aðeins Kr. 20,50.
Gillette
er eina leiðin
til sómasamlegs
raksturs
Gillette er skrásett vörumorkl.
lengd á mettíma án nokkurra vopna
eða verja, og er mælt, að honum
hafi orðið lítið fyrir því.
— Hvað er að segja um dýralífið
í landi?
— Á Hawaii er lítið um stærri
dýr og alls engin óargadýr, en aft-
ur á móti alveg urmull af skorkvik-
indum og alls kyns pöddum, sem
vaða uppi og valda óhemju miklum
vandræðum og eyðileggingu. Það
þarf sífellt að vera að eitra fyrir
þessi kvikindi og láist manni það,
þá er voðinn vís. Brauð, kökur og
yfirleitt hvers kyns matvæli verður
að geyma í geymsluhólfum eða ís-
skápum, svo að skaðvaldarnir leggi
þau ekki alveg undir sig og svo
rammt kveður að ágangi þessara
kvikinda, að jafnvel lokaðar niður-
suðudósir eru ekki óhultar fyrir
þeim. Sérstaklega fyrirferðarmikil
er pöddutegimd, sem er nefnd
„cock-roach“ og er stór og ógeðs-
leg með afbrigðum. Þessi „cock-
roach“ kemur fram úr skúmaskot-
um, þegar tekur að rökkva, veður
þá yfir allt, sem fyrir verður, og
komist hún inn í hús stafar af
henni mikil eyðilegging, hún
skemmir og spillir matvælum og
vílar ekki fyrir sér að leggja imdir
sig húsin og húsbúnaðinn, fer til
dæmis óhikað inn í stoppuð hús-
gögn.
Það kvikindi, sem veldur Hawaii-
búum þó sennilega hvað mestu
tjóni, er viðarpaddan víðfræga.
Pöddur þessar éta heilu húsin, þeg-
ar svo ber undir, þær bora sig inn
í viiðnn, loka sig þar inni og grafa
og grafa og geta jafnvel verið lengi
við þessa þokkalegu iðju án þess
nokkurn gruni neitt. Örlítið sag,
sem þær skilja eftir sig, get-
ur þó komið manni á sporið og bent
á, að ekki sé allt með felldu. Til
marks um ágang viðarpöddunnar
má kannski segja frá konu nokkurri
á Hawaii, sem einn góðan veðurdag
var að þurrka af sjónvarpinu sínu
í mesta grandaleysi, en vissi ekki
fyrri til en höndin á henni gekk
inn úr viðinum og var komin á
bólakaf inn í sjónvarpstækið. Kom
þá í ljós við nánari athugun, að
viðarpöddur höfðu hreiðrað um sig
inn í sjónvarpstæki konunnar og
grafið það allt að innan, án þess
að hún yrði þess vör og var tækið
nú gjörsamlega ónýtt.
Þrátt fyrir það, að pöddur þessar
valda hinu mesta fjárhagstjóni
hafa þær sér það til ágætis að
leggjast ekki á fólk. Þó að þær
kunni að bíta lítið eitt frá sér eða
stinga, stafar yfirleitt lítil hætta af
því og fáum verður meint af stung-
um þeirra eða biti.
■—- Er ekki hægt að koma hér
einhverjum vörnum við?
— Jú, það er hægt að draga
nokkuð úr tjóni því, sem af skor-
dýrunum hlýzt með því að eitra
vel fyrir þau. Viður er líka úðaður
með einhvers konar eitri og húsin
eru skoðuð alltaf reglulega einu
sinni á ári, bönkuð í hólf og gólf
til að hlera éftir því, hvort viður-
inn sé holur að innan af völdum
viðarpaddanna o. s. frv. Á síðustu
árum hafa menn farið að byggja
meira úr múrsteini en áður, og er
mikil vörn í því í hinni stöðugu
baráttu við skorkvikindin.
— Það fara miklar sögur af hinu
dásamlega gróðurríki á Hawaii.
Hvað viljið þér segja okkur um
það? ^
— Á Hawaii er allur gróður nátt-
úrlega í samræmi við hið heita
loftslag, sem þar ríkir. Skógar eru
miklir og fallegir, og ber þar mest
á hinum tígulegu pálmatrjám, sem
eru sérstaklega áberandi meðfram
ströndunum og eins meðfram göt-
unum, en það er afar einkennileg
sjón að sjá þau gnæfa þar upp úr
mannhafinu og bera við nýtízku-
leg húsin. Blómskrúð er geysimikið
á Hawaii og mikil stund lögð þar
á blómarækt. íbúar eyjanna eru
alveg sérstaklega elskir að blómum
og alls konar jurtum og hefur það
verið svo frá fornu fari. Við flug-
vellina og víðar eru til dæmis stór-
ir blómamarkaðir, þar sem sölu-
kerlingar bjóða skrautleg blóm og
jurtir til sölu og er þar mikið verzl-
að einkum af ferðafólki, sem heill-
ast af litadýrðinni. Það eina, sem
skyggir á ánægjuna af blómunum
á Hawaii er sú kynlega staðreynd,
að þau eru öll ilmvana og finnst
alls engin angan af þeim, svo und-
arlegt sem það nú er.
— Hvernig í ósköpunum ætli
standi á því?
— Ég veit það ekki gjörla, en
gæti trúað, að það stafaði af hinum
mikla og stöðugt hita.
— Hverjar eru helztu nytjajurtir
eyjaskeggja?
— Segja má, að rísinn og sykur-
reyrinn séu mest áberandi. Sykur-
reyrinn er mér einkum minnisstæð-
ur sökum þess, að mér fundust að-
farirnar við uppskeru hans svo ó-
hemju skrítnar. Svo er nefnilega
mál með vexti, að kveikt er í syk-
urakrinum og hann brenndur, áður
en sykrinum er safnað saman. Þeg-
ar sykurreyrinn stendur svo í ljós-
um loga og líður til jarðar eins og
þétt drífa segja Hawaii-búar að
,,snjói“. Fyrst í stað koni mér þetta
afar spánskt fyrir sjónir, en smám
saman lærðist mér að líta á þetta
sem sjálfsagðan hlut.
•— Og leyfist mér þá að spyrja,
hvers vegna þetta er svo „sjálfsagð-
ur hlutur“?
— Ja, þetta er fyrst og fremst
nauðsynlegt til þess að eyða þeirri
býsn af skordýrum, sem tekur sér
bólfestu á sykurreyrnum, áður en
sykurinn er unninn úr honum til
manneldis.
— Skemmist sykurinn ekki við
þessar aðfarir?
— Nei, hann er vel og örugglega
geymdur inni í leggjunum og á ekki
að þurfa að spillast við eldinn.
-— Ur því að við erum komin út
í þessa sálma, væri ekki úr vegi,
að þér frædduð okkur lítið eitt um
mataræði á Hawaii. Var það ekki
frábrugðið því, sem þér höfðuð átt
að venjast?
— Jú, mataræðið og matseldin
er með talsvert sérkennilegum
hætti á Hawaii. Hrísgrjón og fisk-
ur eru aðalfæðutegundir eyja-
skeggja, og á hátíða- og tyllidög-
um borða menn gjarnan svínakjöt.
Til drykkjar er auðvitað mest not-
VIKAN 39