Vikan


Vikan - 15.11.1962, Qupperneq 40

Vikan - 15.11.1962, Qupperneq 40
aður ávaxtasafi, en mjólk er þó hægt að fá, og er hún flutt inn frá Bandaríkjunum að mestu. Elda- mennskan er ógurlega skrítin, því að hún fer að mestu leyti fram fyr- ir utan húsin, með öðrum orðum úti undir beru lofti. — Fólk eldar semsagt í görðunum hjá sér? —• Já, það má segja það. Sé farið að sjóða mat inni við, verður fljót- lega svo heitt, að ekki verður líft innanhúss og þess vegna er það algjört neyðarúrræði að elda inni. — Og hvernig er svo matseldinni hagað? — Ja, maturinn er steiktur á teini yfir logandi eldi og kol not- uð til uppkveikju. Svínakjötið og annar fínn matur, sem krefst vandameiri meðferðar, er þó mat- Tækniþáttur 40 vikan reiddur á annan og flóknari hátt, t. d. er svínakjötið vafið í pálma- lauf, sett við það ýmis konar aldin og bragðbætandi jurtir til krydds, þetta sett í sekk eða eins konar poka, eftir að magi skepnunnar hef- ur verið fylltur af glóandi kolum, pokanum síðan stungið ofan í holu, sem grafin hefur verið í moldina, og því næst mokað aftur yfir. Þetta er svo látið krauma þarna, unz steikin er talin fullsoðin, þá tylla menn sér á jörðina umhverfis, gera sér gott af kjötinu og drekka ávaxtasafa með. Það er auðvitað mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu einkennilega borðhaldi, en maður venst því furðu fljótt og lærir von bráðar að meta svína- steikina, sem eyjaskeggjar nefna „Luau“ sín á milli. Þess má geta, að sem eins konar viðbit með svína- kjötinu eta menn jurtina „poi“, sem þeir vefja um hendur sér og sleikja af fingrunum. Það á mjög vel saman, að borða svínakjöt og „poi“. — Þetta er þá nokkurs konar sultutau, þetta „poi“? — Já, það má kannski segja, að „poi“ hjá þeim gegni sama eða svip- uðu hlutverki og sultutauið hjá okk- ur, þó að okkar aðferðir við neyzlu sultutaus séu ólíkt þrifalegri en „poi“-átið á Hawaii. — Það er líklega ekki ónýtt fyr- ir matmenn að komast í allar þess- ar kræsingar þarna á Hawaii? — Nei, ég held, að allir, sem hafa yndi af því að borða góðan mat, hlytu að kunna vel við sig á Hawaii, því að þar eru fjölda- margir girnilegir réttir auk þeirra, sem ég hef þegar talið upp. Ég get til dæmis nefnt „Tami tami salmon", einhvers konar laxateg- und, sem etin er hrá og þykir hið mesta sælgæti o. fl. o. fl. Rétt er að geta þess, að fólk ger- ir mikið af því að labba sig niður á ströndina og fiska sér í soðið. í því sambandi má geta sérkennilegs þjóðsiðar, sem er fólginn í því, að heilu fjöl'skyldurnar fara endrum og eins, einkum um helgar, niður að ströndinni til að veiða í félagi og stofna til sameiginlegra matar- veizlna. Þá eru lögð net í sjóinn, allir hjálpast að því að draga þau í land og gera menn sér síðan gott af innihaldinu þarna á staðnurn. — Kannski við látum þetta nægja um borðsiðina og víkjum ögn að öðrum þjóðarsiðum. Hvað getið þér til dæmis sagt okkur um hina annáluðu dansmennt þeirra Hawaii- búa? Þeir ku vera býsna vel að sér til fótanna eftir því, sem mað- ur hefur heyrt. — Já, það er mála sannast, að Hawaii-búar eru miklir unnendur danslistar og stíga hinn ævagamla þjóðdans sinn, hula, við öll mögu- leg tækifæri. Það er engin sú stúlka á öllum Hawaii-eyjum, sem ekki kann hula, og veit hvað við á, þegar hann er annars vegar. í dans- inum klæðast þær pilsum úr te- laufum, bera blómsveiga um höfuð og háls og taka þátt í leiknum af lífi og sál. Hula-dansinn er mjög tíðkaður í sambandi við móttökur ferðamanna, sem koma til Hawaii í stórum stíl bæði í flugvélum og skipum, og vekur ákaflega mikla hrifningu þeirra, — þess eru jafn- vel dæmi að menn taka sér ferð á hendur úr öðrum heimsálfum í þeim erindagjörðum einum að sjá hula-dansinn stiginn. Nú var setzt að kaffidrykkju í stofunni að Sporðagrunni 2 og bar margt á góma. Ég hlustaði með at- hygli á Katrínu, sem hélt áfram að segja mér frá ýmsu, er dreif á daga hennar á Hawaii. Hún sagði mér til dæmis frá kvikmyndatöku, sem fór fram rétt við gluggana á heim- ili hennar í Honolulu, þar sem hin- ir heimsfrægu Jack Lemon og Ricky Nelson fóru með aðalhlutverkin. Katrín hafði einnig hugmynd um það, er kvikmyndun „Blue Hawaii“ átti sér stað, en gafst þó ekki tæki- færi til að fylgjast með því eins vel, því að það er alls staðar sama sagan, þar sem Presley kemur, að fólkið safnast umhverfis hann í þúsundatali og margir verða frá að hverfa. — En það, sem mér er langeftir- minnilegast frá dvöl minni á Hawaii, er stórbrotin og dásamleg náttúru- fegurð eyjanna og indæl þjóð, sem á engan sinn líka, hvað snertir gæzku og glaðværð, sagði Katrín að lokum. G. A. í fullri alvöru Framhald af bls. 2 inni. Ef maður ætlar að gera ein- hverja verzlun, svo sem að kaupa sér frakka, verður maður að þjóta út strax klukkan fimm, hlaupa búð úr búð og endurtaka þetta nokkur kvöld, þar til maður hefur séð hvað til er og ákveðið hvaða frakki muni vera beztur — og þá er ekkert lík- legra en búið sé að selja hann. Sumir eru ekki einu sinni svo vel settir að hætta að vinna klukkan fimm, og þeir verða hreinlega að taka sér frí til þessara hluta. Ef miðað er við venjulega íslenzka samvizkusemi í vinnu, gerir það ekki svo mikið til, ef maður er á föstu kaupi, en tímakaupsmönnum þykir súrt í brotið. Gætu verzlanir borgarinnar — að fengnu samþykki yfirvalda — ekki skipzt á um að hafa opið fram undir 12 á miðnætti, þótt ekki væri nema einu sinni í viku? Kuggur. Ungt fólk á uppleið Framhald af bls. 13. á „Horfðu reiður um öxl“ og „Eng- ill horfðu heim“ — en eiginlega á ég enga óskarullu. — Hvað um kvikmyndaleik? — Hingað til hef ég aðeins leik- ið í tveimur myndum, fyrst í „Milli fjalls og fjöru“ og núna „79 af stöðinni“. En þetta er skemmti- legt, og ég myndi gjarna vilja fá fleiri tækifæri fyrir framan mynda- vélina. — Hefurðu nokkurn tíma verið fullkomlega ánægður með frammi- stöðu þína í hlutverki eða leik- stjóm? — Þetta er samvizkuspurning, sem ég vil helzt svara á ská. Ég held, að það sé hættulegt að vera fullkomlega ánægður með sjálfan sig, því að þá er hætt við, að mað- ur byrji að þræða leiðina niður á við aftur, á hvaða aldri, sem mað- ur er. Fyrir þremur árum kvæntist Gunnar, Katrínu Aradóttur, og nú eiga þau tveggja ára dóttur, sem heitir Karitas Halldóra — og Gunnar sagði: •— Hennar „debút“ sló út allar mínar frumsýningar. Framhald af bls. 3. virðist lengri og rennilegri fyrir bragðið. Að öðru leyti sé ekki um svo mikla stílbreytingu að ræða. Önnur breyting er og það, sem ekki sést þó utan á bílunum, að kaupendurnir geta valið um það, varðandi margar gerðirnar, hvort þær séu með „ofsasterkum" hreyfli, eða „venjulegum" hreyfli, miðað við bandarískt mat á bílhreyfla- orku. Skutuggarnir eru nú gersamlega horfnir úr sögunni, og mun fáum eftirsjón að. Þegar allt kom til alls, þjónuðu þeir þeim tilgangi einum, að skutljósin gætu verið sem stærst. Sætin eru þægilegri en áður, að sögn, og í sumum gerðunum er framsætið tvískipt og ekilsætið ekki einungis færanlegt fram og aftur heldur má einnig hækka það og lækka. En ekki meira um það í bili. Myndirnar tala sínu máli um ytri svip og breytingar, og lesendur geta svo sjálfir um dæmt. ★ Buick „Skylark“ — línurnar eru lengdar með brögðum, svo bíllinn virðist sem rennilegastur. „Pontiac“ —- sannar einnig hve glæsileikinn eykst með einfaldleik- anum. „Mercury“ — útlitsbreytingin á Mercury er hvað mest fyrir aftur- halla afturrúðu, eins og á Lincoln og fleiri góðum bilum. Að lokum bætti hann við: -— Það hefði verið skemmtilegt að geta boðið þér í nýju íbúðina okkar þriggja ,sem átti að vera til- búin fyrir fimm mánuðum. — Aldrei hefði mig órað fyrir því, að það væri svona erfitt að standa í húsbyggingu! ★ J. Þ. M. Ég vil fúslega flytja ... Framhald af bls. 15. bara ef allt fer vel hér í landinu. Sama er að segja um Markaðs- bandalagið. Ég veit ekki beint, hvað það er, en ef ég fengi betri laun, og ef ég fengi að taka fjölskylduna með, skyldi ég fara til hvaða lands sem er aðili að Markaðsbandalag- inu. Stærsti draumur minn er að eignast lítinn Fíat í stað vespunn- ar minnar. Ég gæti kannski nurlað saman nógu mörgum lírum til þess að hægt væri að slá í bíl, en þá myndi ég fjárakornið ekki lifa mannsæmandi lífi. Ef ég get ein- hvers staðar uppfyllt hvort tveggja, væri ég ekki að hika við að fara þangað — — — ★ Á eyöihjarni. Framhald af bls. 9. „Jæja,“ varð Dahl aðeins að orði. Hann tók við flöskunni og þótti sem raunveruleikinn hefði skyndilega haf- ið undanhald. Þetta var einmitt sú viskítegundin, sem honum hafði sjálf- um þótt bezt, og gómar hans gripu kunnuglega um málmspeldið á stút- hettunni og rufu hana af. Hann hellti slatta af viskíinu í fant og rétti að Alison, sem starði á hann og skildi bersýnilega ekki neitt í neinu. Svo hélt hún fantinum að vör- um öldungsins, á sama hátt og hún hafði gert þegar hún bar honum furunálaseyðið, en nú voru viðbrögð hans öll önnur. Hann svalg viskíið áfergjulega, en þó ekki af neinni nautn — það leyndi sér ekki að það var fyrst og fremst lækningarmáttur áfengisins en ekki áfengið sjálft, sem olli græðgi hans. Viskýþefurinn kitlaði vit Dahls og han fann hvernig nasir hans titr- uðu. En það var þó ekki þefurinn af viskýinu, sem í bili lamaði hugsun hans, og það var í sjálfu sér ókunn- uglegt viðbragð — en hvaðan var flaskan komin í tösku karlsins og hvernig? Eitthvert hugboð sagði honum, að það gæti reynzt honum næsta mikilvægt að komast til botns i því máli. Hann stakk tappanum vandlega aftur í stútinn og lagði flöskuna gæti- lega á bálkinn hjá Greatorex gamla. Og gamli maðurinn, sem hafði nú lokið úr fantinum, rumdi ánægjulega. Nú hafði hann þó gert allt, sem í hans valdi stóð til að bjarga sjálf- um sér úr hættu og neyð. Og hann lygndi aftur augunum. Dahl greip tafarlaust tækifærið. Hann laut sem snarlegast að stóru ferðatöskunni, sem Surrey hafði skil- ið eftir opna, smeygði höndunum undir fötin, sem þar lágu og fann samstundis það, sem hann leitaði að — hina flöskuna. Hann dæsti ósjálf- rátt, hugsaði sem svo að einhvern tíma heíði Greatorex gamli svo sannarlega fengið að kenna á því, fyrir slíkt athæfi. En nú vissi hann þó loksins hvað orðið hafði af viskí-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.