Vikan - 15.11.1962, Blaðsíða 42
ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR
TAITO fiskinet og kaðlar eru framleidd af TAITO FISHERY CO.
í Japan, sem er stærsta útgerðarfélag í heimi. Afkoma þess er
eins og yðar er ekki hvað sízt undir veiðarfærum komin. — Það
er því víst að framleiðsla þeirra á þessu sviði er hin fullkomnasta
sem völ er á —einmitt byggt á reynslu og eftir kröfu sjálfra fiski-
mannanna.
ÞEGAR SLÍKAR VÖRUR ERU í BOÐI Á SAMKEPPNISVERÐI
ÆTTI VALIÐ AÐ VERA EINFALT.
og í næstu andrá herptust innyfli
hans saman og hann seldi upp,
tvisvar til þrisvar sinnum með stuttu
millibili, fann smeðjubragðið í munni
sér, andstyggilegra en nokkru sinni
fyrr, en þó var eins og honum létti
nokkuð og hugsanir hans og skynj-
anir skýrðust. Og þó hann væri orð-
inn nægilega hress til að halda aftur
inn í kofann, dokaði hann við enn
um stund.
Sjö mánuðir, hugsaði hann ósjálf-
rátt. Kannski var Burd Það lán, þeg-
ar á allt var litið, að baráttu hans
skyldi ljúka svo fljótt. Sjö mánuði
höfðu þau öll barizt og nú voru þau
að uppgjöf komin. Hvaða tilgangur
var það líka að vera að reyna að
'draga fram lífið í landi, sem var eins
nakið og dautt og tunglið sjálft.
Hann var þess fullviss, að þessi
skýra hugsun og hlutlausa mat á
aðstæðunum, væru merki þess, að
baráttu hans væri í þann veginn að
Ijúka. Hann vissi að Surrey mundi
taka þeim úrslitum með rólegum, ó-
bifandi sjálfsaga, hvernig svo sem
honum væri innanbrjósts, að Grea-
torex og Prowse mundu hins vegar
missa alla stjórn á sjálfum sér og
ásaka þau hin, á milli þess sem
þeir lægju í eins konar dvala. Og
Alison ...
Dahl hristi höfuðið. Það var óþol-
andi hugsun, að Alison ætti eftir að
þola allar þær þjáningar og niður-
lægingu, sem ósigri þeirra hlaut að
íylgja.
Krapahrönglið marraði undir fót-
um hans, þegar hann opnaði kofa-
dyrnar og gekk inn, skjálfandi af
kuldahrolli.
„Allt f lagi með þig, Lincoln?"
spurði Gratorex gamli uppi á bálki
sinum.
„Auðvitað," svaraði Dahl fálega.
„Því ekki það?“
Prowse hló illkvittnislega. „Því
ekki það, spyr hann ...“
Alison virti Dahl fyrir sér, og það
brá fyrir hrukku yfir nefinu, þar
sem brúnirnar mættust. „Viltu furu-
nálaseyði?" spurði hún lágt.
„Nei, þakka þér fyrir,“ svaraði
Dahl.
„Vertu ekki með þessa matvendni,"
sagði Prowse í sama tón og áður.
„Þetta ilmandi furunálaseyði ... það
eina, sem við höfum meir en nóg af.
Raunar verð ég að játa, að heitt kjöt-
seyði mundi kærkomin tilbreyting
ti
„Hvað mig sjálfan snertir," sagði
Surrey áhugalaust, „þá er það hugs-
unin um glóðarbakaðar kökur með
hlynberjamauki, sem sækir fastast á
mig ...“
„Notið þið hlynberjamauk á Bret-
landi?“' spurði Alison.
„Nei,“ svaraði hann. „Það var ekki
fyrr eh að ég kom til Kanada, sem
ég lærði að meta það hnossgæti. Helzt
til seint, að mér fannst. Svipað þvi
og þegar menn hafa ekki efni á þvi
fyrr en á efri árum að gæða sér á
ostrum.“
„Ég hef hvorugt bragðað," varð
Alison að orði.
Hún hafði gerzt fölari í vöngum
síðustu dagana, og að sama skapi
bar meir á freknunum. Það var eins
og þær sætu utan á húðinni.
„Hefurðu hvorki bragðað ostrur
né hlyberjamauk?" spurði Surrey
undrandi.
Hún hristi höfuðið. Og Það var
eins og einrauðir lokkarnir hefðu
einnig glatað einhverju af sínu sér-
stæða lífi.
„Það væri nú víst annars ekki svo
sérlega ljúffengt að éta Það hvað
með öðru,“ varð Surrey að orði.
„Ekki skyldi mér verða mikið
fyrir því,“ tók Greatorex gamli til
máls uppi á bálki sínum. „Ég gæti
étið hvað sem væri. Allt nema þessi
andskotans fjallagrös, skófir og
hreindýramosa. Ég vildi óska að
þessar neyðarbirgðir hefðu enzt, þótt
ekki væri nema nokkrum dögum
lengur."
„Það er Alison að þakka, að þær
þrutu ekki fyrir mánuðum síðan,"
sagði Surrey.
„Þær eru þrotnar, og hvaða mun
gerir það þá?“ spurði Prowse og var
enn við sama heygarðshornið. Dahl
mundi það ekki í svipinn, hvor þeirra
það hafði verið, Prowse eða Grea-
torex gamli, sem vildi éta neyðar-
birgðirnar upp sem fyrst. Einkenni-
legt hve hann var orðinn minnis-
laus og átti erfitt með að átta sig
á hlutunum.
Hann varp þungt öndinni. „Mun-
urinn er meðal annars sá,“ sagði
hann og vó hvert orð af ótta við
að hann gæti ekki tjáð hugsun sína
nógu skýrt, „að okkur mundi líða
mun verr nú, ef við hefðum etið
upp neyðarbirgðirnar síðastliðinn
mánuð, þegar við höfðum þó annað
fyrir okkur að leggja, í stað þess að
við lukum þeim ekki fyrr en í vik-
unni sem leið, þegar við vorum mat-
arlaus annars."
Prowse lét undan síga. „Það er
kannski eitthvað til í því,“ viður-
kenndi hann.
Dahl fann enn til krampaherpings-
ins. Hann tók að jóðla á mjúku furu-
limi; það var eins og það drægi á
stundum nokkuð úr hungurkvölinni,
en þó ekki nema í bili. Hann hafði
þegar hert að sér beltið eins og hann
frekast þoldi. Það veitti ekki heldur
nema stundargrið.
Eldurinn var brunninn að glóð.
Dahl teygði út höndina eftir brenni-
kubb, en varð að bregða hinni hend-
inni undir hann, til að geta iyft
honum. Og um leið veitti hann því
athygli, að þetta var í fyrsta skiptið,
sem hann varð að beita báðum hönd-
um við það arna.
Þetta olli honum þungum áhyggj-
um. Með þessu áframhaldi, gat hæg-
lega farið svo að hann yrði of mátt-
farinn til að fara á veiðar. Þess yrði
varla langt að bíða, að hann hefði
ekki krafta til að halda byssunni
stöðugri.
Á morgun, hugsaði hann; ég verð
að ná í kjöt á morgun. Kannski lika
að maður finni loks eitthvað í snör-
unni, héra, þó ekki væri annað. Svo-
litla ögn af kjöti, sem nægja mundi
til að hressa dálítið upp á kraftana.
1 tíu daga samfleytt hafði hann farið
á veiðar, án þess að verða nokkurrar
skepnu var; í tíu daga samíleytt
hafði Prowse vitjað snaranna og
ekkert í þeim fundið.
Hann fann augu Alison hvila á sér,
og það var eins og hún læsi hugs-
anir hans.
„Ég hef skafið allt hár af hrein-
stökunni," sagði hún. „Ég steiki
42 VIKAN