Vikan - 15.11.1962, Síða 43
hana á glóðinni í fyrramálið. Þú
verður að fá einhverja næringu, áður
en þú ferð á veiðar."
„Áttu við að við eigum að leggja
hreinstökuna okkur til munns?"
spurði Greatorex.
Alison hafði ekki augun af Dahl.
„Já,“ svaraði hún rólega. „Og það
verður ekki í fyrsta skiptið, sem það
er gert í Þessu landi.“
„Skinnskækla í hádegisverð, gerið
svo vel.“ Illkvittni Prowse leyhdi
sér ekki frekar en fyrri daginn.
„Það er næring i þvi,“ svaraði
Alison stillilega. „Og það veitir fylli.
En ef þú ert ekki svangur ...“
Þetta var i fyrsta skiptið, sem
Dahl heyrði hana bregða fyrir sig
háði. Það voru djúpir, dökkir baugar
undir augum hennar.
„En hvers vegna að steikja það á
glóð?“ maldaði Prowse í móinn og
lézt ekki heyra háð hennar. „Hvers
vegna ekki að steikja það á pönnu?“
„Þú gerist fyndinn, Carl,“ mælti
Dahl þurrlega.
„Þetta er ekki nein fyndni. Ég
held bara að mér fyndist Það öllu
lystugra, ef það væri steikt á pönnu,“
sagði Prowse.
Greatorex stundi. „Skófnamauk,
beinamauk, hreinstaka og furunála-
seyði .. . Hvern langar eiginlega til
að svelta þannig í hel smám saman?
Eg er ekki í neinum vafa um, að það
yrði mun minni þjáning að bragða
ekki neitt Svelta heilu hungri. Ein-
hvers staðar hef ég lesið, að kvölin
hverfi smám saman, ef maður sveltir
sig algerlega. Maður missir smám
saman allan mátt, sofnar og sefur,
og veit ekki meir af sér. Það er þetta
hálfa hungur, sem veldur mestum
þjáningum."
„Dásamleg tilhugsun," mælti
Prowse meið beizkju. „Það vantar
ekki, að þú elur með þér dásamlegar
hugsanir, Hugh ...“
„Sofna, og vita ekki meir af sér,“
stundi Greatorex gamli.
Framhald í næsta blaði.
SNIÐAÞJÓNUSTA
VIKUNNAR
Það er alltaf gott að hafa tímann fyrir sér og vera ekki á síðustu
stundu, þess vegna komum við með þessa fallegu barnakjóla og ball-
kjóla núna. Þeir eru úr fallegu silki og bómullarefni með bróderuðum
röndum með sama lit, bera sig mjög vel og eru mjög skemmtilegir
í þvotti.
Sniðið er einfalt og fallegt, í blússunni 2 stykki aftan og hneppt
og þrjú stykki að framan, miðstykkið liggur þvert við hin, það er lítill
rúnnaður kragi í tveim stykkjum og ermar sem koma sléttar í pilsið
rykkt og slaufa að framan. Litir 1. gult, 2. blágrænt, 3. laxableikt, allt
skærir litir.
Þú getur auðveldlega saumað þá sjálf, því Sníðaþjónusta Vikunnar
sníður þá fyrir þig, merkir fyrir saumum og sendir til þín í póstkröfu
ásamt saumatilsögn.
Verð kr. 190 á 3 og 5 ára, kr. 206 á 7 og 9 ára. Kr. 7.75 fyrir tvinna
og tölur.
Útfyllið pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og lit og sendið
Sníðaþjónustu Vikunnar ásamt kr. 100,00. Efnisprufur eru heimsendar
gegn frímerktu umslagi með nafninu þínu og heimilisfangi. Allar frek-
ari upplýsingar eru gefnar í síma 37503 á þriðjudögum og föstudögum
milli 2 og 5. Kjólarnir eru til sýnis í Kjörgarði.
Pöntunarseðillinn er á bls. 38.
' I
ÍpSplilwp
Gerð 4403-4 fáanlegar með
3 eða 4 hellum, glópípu
eða steyptum (heilum),
klukku og Ijósi, glóðarrist
og hitaskúffu.
Verð frá kr. 4.750.00
H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN
Hufnarfirfíi - Stmur: r»0022, 00023 og 50322. - Rcykjitvík - Simi 10322 - Vcsturvcv
VIKAN 43