Vikan


Vikan - 27.12.1962, Page 7

Vikan - 27.12.1962, Page 7
Skegg getur líka prýðilega hulið ýmislegt það, sem eigandinn vill ekki að komi fyrir almenningssjónir, eins og fjórfalda undirhöku, skemmdar tennur eða jafnvel engar. Skegg er líka hlýtt. Það yljar jólasveinunum um kjálkana í vetrarhörkum. Það er geypileg sparsemi og fjárhagslegur hagnaður því samfara að hafa óskertan skeggvöxt. Menn þurfa til dæmis aldrei að kaupa sér rakvél né blöð, og geta notað tímann, sem annars færi í raksturinn á morgnana, til nytsamari og ábata- samari framkvæmda. Þeir geta jafnvel sparað sér með öllu að kaupa hálsbindi, ef toþpurinn er nógu síður. Einstaka maður kann jafnvel þá list að geyma hluta hádegisverðarins í skegginu, og spara sér þannig tíma við matborðið. Ótalin er sú hreina lífsnauðsyn, sem sumir hafa, eða gætu haft, af skegginu, eða hugsið þið ykkur bara hvar Gunnar á Hlíðarenda væri staddur í dag, ef hann hefði haft hugsun á því að láta sér vaxa sítt og virðulegt skegg eins og honum var samboðið. Hann væri ennþá sprelllifandi, því hann hefði getað notað sína eigin skegglokka í bogastrenginn fræga, og ekkert verið upp á hana Gerðu sína kominn. Aðrir geta sannað karlmennsku sína með tilveru kjálkaháranna — ef annað bregzt, enda segir sumt kvenfólk að skegg á efrivör sé indælt til aðgreiningar á kynjunum — ef annað bregzt. Að öllu þessu athuguðu, tel ég mig ekki undir neinum kringumstæðum geta horft upp á þá hörmung, sem ég , minntist á hér áðan, að ennþá séu til skegglausir íslendingar. Ég vil leggja mitt lið til þess að þessu verði kippt í lag hið fyrsta, og legg til að ríkisstjórnin stofni begar í stað sérstaka deild innan Stjórnarráðsins, — nokkurs konar Skeggstofu — þar sem andlitsberir andans menn geta fengið ráðleggingar og styrk (i) til nýræktunar. Að sjálfsögðu yrðu menn þar að leggja fram sönnum fyrir kynferði sínu áður en framkvæmdir hæfust, því til greina kemur — og raunar sjálfsagt — að líma eða hengja pelsbút með krókapörum utan á kjálkann á þeim, sem hafa það slæm ræktunarskilyrði, að tilgangslaust ér að reyna að ná út nokkrum veiðihárum, hvað þá meira. Það er sjálfsagt að hefja byrjunarframkvæmdir í þessu menningarmáli svo fljótt sem auðið er. Til þess vill Vikan leggja lið sitt og sá er tilgangur þessarar greinar. Menningarstofnun nokkur í Bandaríkjunum, U. S. A., í Ameríku fórnar tíma og kröftum til að leiðbeina skeggvana mönnum um gróðursetningu og snyrtingu, og höfum við leitað aðstoðar þessarar stofnunar til byrjunarframkvæmda. Stofnun þessi nefnir sig Q-J Products og hefur pósthólf no. 4311 í Cincinnati, Ohio, ef einhver skyldi vilja leita þangað til frekari leiðbeininga, en annare birtast auglýsingar þeirra í ýmsum menningarblöðum landsins, eins og t. d. True Confessions, True Crimestories, True Lovestories, True Romances og True Case Histories Of The Mustach Growers Association, sem flestir skeggunnendur óslca að til væri. Kújoð framleiðslufyrirtækið hefur lagt okkur til vandaðar leiðbeiningar, sem það nefnir Mustacho-graph, og kostar aðeins $1,00 (auk póstkostnaðar og afgreiðslu- kostnaðar). Við höfum leyft okkur að neína þetta tæki SKEGGSJÁ á íslenzku, en leiðbeiningarnar nefnum við „Leiðbeiningar Til Handa Þeim, Sem Ekkert Skegg Eiga, En Óska Einskis Frekar En Vera Eins Og Aðrir Menn — Eða (og kannski öllu frekar) Leiðbeiningar XJm Snyrtingu Yfirvararskeggs“ Leiðbeiningarnar eru á þessa leið: „Sú staðreynd að þér hafið keypt þessa vöru, sýnir ljóslega að þér hafið tekið fyrsta skrefið í þeim framkvæmdum að láta yður vaxa yfirvararskegg. Þetta þýðir einfaldlega það að þér hafið áhuga. Héðan af eru aðeins þeir erfiðleikar eftir, að undirbúa sjálfan yður að mæta vinum yðar, eiginkonu eða vinstúlku, með yðar nýja útliti. Látið ekki blekkjast til að raka aftur af yður skeggvöxtinn þegar í upphafi. Það dregur að sér athygli þeirra, sem eru jafnan með yður og eru vanir Musfacho-araph W-13 Q-J Products Mustacho-araph N-7 Q-J Products Mustacho-oraph W-16 Q-J Product* Mustacho-araph W-14 Q-J Products Mustacho-graph Vf-8 Q-JProducts Mustocho-araph W-I7 Q-j Products Mustacho-oraph W-15 Q~JProducts Mustacho-graph K-9 Q-J Products Mustacho-groph W-18 Q-JProducts

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.