Vikan


Vikan - 27.12.1962, Side 8

Vikan - 27.12.1962, Side 8
 r* A :: . ■ :■ • v ■ .s að sjá yður án þess. Munið eina þýð- ingarmikla staðreynd. Skoðanakönnun, sem nýlega fór fram, sýnir að flestar konur hafa meiri áhuga fyrir þeim mönnum, sem hafa yfirvararskegg. En snúum okkur að skeggræktun- inni. Fyrsta skref yðar ætti að vera það að velja yður þá skegggerð, sem bezt á við andlitsfall yðar. Ákveðnar skegg- gerðir eiga bezt við viss andlitsföll, en um þetta er samt sem áður engin föst regla. Þér getið kosið yður þá skegg- gerð, sem yður fellur bezt eða sem yður finnst fallegust. Við þetta val er ómiss- andi fyrir yður að hafa SKEGGSJÁNA. SKEGGSJÁIN yðar hefur samtals 18 skegggerðir til að kiósa um. Níu þeirra, (no. 1 — No. 10) eru fyrir þá, sem hafa mjóa efrivör. Hinar níu (W-l til W-9) eru fyrir þá, sem hafa breiða efrivör. Einnig hér þurfið þér ekki að fylgja þessari reglu, ef þér ekki kjósið. Þess- ar gerðir hafa verið valdar af sérfræð- ingum, og eru byrjendum til hliðsjón- ar. Með beittum skaerum skuluð þér klippa út SKEGGSJÁNA eftir strikun- um. KLIPPIÐ EKKI ÚT SKEGGLÖG- UNINA SJÁLFA. Gagnsæi flöturinn er til þess að þér getið séð andlit yðar í gegnum hann, jafnframt því sem þér berið skegggerðina við efrivörina en varizt jafnframt að hafa höndina fyr- ir andlitinu. Kjósið þá slcegggerð, sem á við andlit yðar, og haldið því við efrivörina fyrir framan spegil. Með mjög lítilli fyrirhöfn getið þér séð á augnabliki hvort skegggerðin hæfir yður eða ekki. Ef hún hæfir yður ekki, kjósið þá aðra. Sú gerð, sem þér kjósið, af SKEGG- SJÁNNI, mun nú einnig verða yður til leiðbeiningar við rakstur og klippingu skeggsins, eftir að þér hafið leyft yfir- skegginu að fara að vaxa. Geymið hana vel, svo hún týnizt ekki. Ef þér hafið ekki haft yfirvarar- skegg áður, er ef til vill bezt fyrir yður að nota „Fimmtudags-morguns-áætlun- ina“. Með því að fylgja þessari áætlun, komizt þér yfir meiri hluta vikunnar án þess að skeggvöxturinn sjáist. Á fimmtudagsmorgni rakið þér yður, en þó ekki efri vörina. Reynið ekki að þessu sinni að móta skeggið neitt, en hafið samt lag skeggsins í huga um leið og þér rakið yður. Fylgið þessari reglu einnig á föstudags- laugardags- og sunnudagsmorgni. Að sunnudags- kvöldi skuluð þér taka SKEGGSJÁNA fram, halda henni fyrir framan and- litið, og mótið skeggið. Fyrsta snyrt- ingin tekst bezt með litlum, en beitt- um skærum. Berið oft saman við SWEGGSJÁNA til þess að fá rétt lag á skeggið. Síðan rakið þér allt í kring um skeggið með rakvél (venjulegri eða rafmagns-). Á fjórum stuttum dög- um fáið þér með þessu móti (ef skegg- vöxturinn er eðlilegur) nýtt og fagurt útlit. Ef yður líkar ekki það, sem þér sjáið í speglinum, reynið þá aðra skegg- gerð næstu viku. Ef yður finnst að þér getið ekki sýnt yður heiminum eins og þér lítið út, rakið skeggið þá aftur af, en munið að það tók aðeins eina viku og að hægt er að endurtaka til- raunina svo oft, sem þér óskið. Og hér er algeng regla, sem mun verða yður til leiðbeiningar. Lengd háranna í skegginu á að vera nokkurn veginn sú sama og breidd skeggsins, er þér hafið kosið yður. Þetta er held- ur ekki föst regla, þar sem sum skegg- rót er þéttari en önnur og hárin þurfa því ekki að vera eins löng í þéttri rót, til að ná fallegri áferð. Skeggið ætti að snyrta minnst annan hvern dag. Haldið því snyrtilegu, vel hirtu og það mun auka og bæta hið karlmannlega útlit yðar. Við óskum yð- Framhald á bls. 41. 8 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.