Vikan


Vikan - 27.12.1962, Qupperneq 18

Vikan - 27.12.1962, Qupperneq 18
rúnum rist enni hans, eins og hún hafði svo oft gert áður, þegar hún þurrkaði af því svitadropana eftir æðisköstin, og furðaði sig á því, að það var henni ekki aðeins beygalaust með öllu, heldur fannst henni þakklæti hans ylja sér á sama hátt og þá. Hún hafði jafnvel fundið vakna hjá sér löngun til að rétta ömmu sinni hjálparhönd við að þvo lík hans og búa um það, þó að hún þyrði ekki að fara fram á slíkt, þar sem hún vissi að það var leyndardómsfull og allt að því helg athöfn sem gamla konan vann jafnan ein að, og bak við lokaðar dyr og vinnukonurnar ræddu um af svo annarlegri dul, að það vakti með henni feimni.“ „En nú, þegar hún stóð þarna og horfði á eftir honum út um rúðurnar, sem hún hafði forðum brætt af héluna með lófum sínum svo að ljósið mætti vísa honum leið heim á bæinn, og sá hann hverfa út í hríðarmugguna, iðraði hana þess sáran, að hún hafði látið þessa feimni sína aftra sér að líta inn til hans í skemmuna, aðgæta hvernig færi um, hann á fjölunum og hlúa að honum. í fyrsta skipti á sinni ungu ævi varð hún gripin þeirri lamandi vanmáttar- kennd, sem því fylgir að vita eitthvað óafturkallanlega um seinan. Eitthvað, sem maður hafði í hyggju, en gerði ekki alvöru úr, eða bar skylda til og dró á langinn. Þráði ef til vill af hug og hjarta, en lét tækifærið ganga úr greip- um sér.“ „Lág stuna barst að eyrum hennar úr rekkjunni, þar sem hann lá, franski pilturinn. Hún horfði þó enn út um glugg- ann, með hugann á reiki úti í hríðarmuggunni, unz hún tók eftir því að gamla konan hafði ekki brugðið við að sinna piltinum. Það var ólíkt henni, því að oftast var sem hún fyndi það á sér, ef hann þurfti einhvers með og öldr- uð eyru hennar voru ekki síður næm fyrir lágum stunum hans en ungrar móður, sem heyrir andardrátt frumburðar síns gegnum svefninn. Og allt í einu varð María gripin ákafri hræðslu, sem að vísu dró nokkuð úr, þegar hún sá að gamla konan hafði hallað sér út af og breitt þríhyrnuna yfir höfuð sér, en hvarf þó ekki að fullu fyrr en hún laut að henni og sannfærðist um að hún dró andann létt og rólega. Hún fyrirvarð sig, þegar hún gerði sér ljóst hve ástæðulaus og fáránleg þessi skyndilega hræðsla hafði ver- ið, og um leið varð henni það hugarástand, sem hræðslan FUGLARNIR HENIAR „María stóð út við stafngluggann og horfði á eftir líkfylgdinni, sem varla gat fámennari verið. Reiðingshestarnir fjórir voru taglhnýttir í lest, sem einn af líkmönnunum teymdi, hinir líkmenn- irnir gengu með lestinni og studdu við kisturnar, sem bundnar voru um þverbak. Fjórar, svartar kistur, sem vögguðust til á reiðningnum við gang hestanna." „Það var útnyrðingsgarri og éljahryss- ingur, og líkmennirnir þrömmuðu álútir, hölluðu sér í veðrið 03 lustu broddstöf- unum í gaddfrosinn túnsvörðinn við hvert skref. Það fór hrollur um Maríu, þegar hún hugleiddi hvert þessari lestarferð var heitið, en um leið fyrirvarð hún sig fyrir barnaskap sinn, að hún skyldi kenna í brjósti um þá, Svartskegg gamla og fé- laga hans, vegna þess hve moldin hiaut að vera köld, en hún gat ekki að því gert. Hún gat ekki heldur að því gert, að í rauninni var það Svartskeggur einn, sem hún kenndi í brjóst um, þótt hún vissi að það væri rangt gagnvart þeim hinum, félögum hans. En hún hafði aldrei litið þá augum, ekki einu sinni lík, aldrei gert sér grein fyrir að þeir væru á bænum, enn síður að þeir hefðu verið á lífi og í fullu fjöri, þegar þeir brutu skip sitt við sandinn, og að þeir höfðu enn verið á lífi, þegar þeir lögðust fyrir í snjóskafx- inn við túngarðinn. Það var ekki fyrr en nú, þegar þeir voru lagðir upp í sína hinztu lestarferð, að henni kom það í hug, og samt sem áður horfði hún sakn- aðarlaust á eftir þeim; gat ekki einu sinni kennt í brjósti um þá, þó hún fegin vildi og vissi að sér bæri að gera það, enda þótt það væri barnaskapur að halda að þeir, eða Svartskeggur gamli, fyndu hve moldin var köld.“ „Og það var líka barnaskapur, að hún skyldi fyrst nú verða þess vör að hún saknaði Svartskeggs gamla og finnast sem allt mundi verða tómlegra, þegar hann væri farinn; að það var fyrst nú, þegar lík hans var flutt á brott í svartri kistu til greftrunar í klakaðri mold, sem hún gerði sér eiginlega grein fyrir því að hann var dáinn, enda þótt hún hefði litið hann liðið lík í rekkju árla morguns fyrir meir en viku síðan. Meira að segja snert hel- stirðnaða ásjónu hans, að boði ömmu sinnar, sem kvað það mundu fyrirbyggja að hún fyndi til líkhræðslu, meðan hann stæði uppi. Og eitthvað í rödd og svip gömlu konunnar hafði gefið ótvírætt í skyn að það væri ekki einungis líklegt og í fyllsta máta eðlilegt, að maður fyndi til líkhræðslu, nema hún væri fyrirbyggð á þennan hátt, heldur væri annað beinlínis óeðlilegt, að minnsta kosti þegar um væri að ræða stúlku á átjánda ári, sem í fyrsta skipti hefði slík kynni af handverki dauð- ans.“ „Og María hafði virt fyrir sér hið mikil- úðlega, svartskeggjaða andlit, hugsað með sér, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hún horfði í dauðs manns ásjónu og undrazt. jafnvel fundið til nokkurrar blygðunar, þegar hún komst að raun um að sá gamli garpur hræddi hana ekki frekar dauður en hann hafði gert lifandi, þó að flestum á heimilinu stæði þá ógn af ofsa hans og æði. Það var eins og hið örskamma andar- tak, sem þau horfðust í augu, þegar hún laut að honum og vildi leysa duluna, sem hann hafði bundna um höfuð sér, hefði sett með þeim órjúfandi grið, sem hún fengi staðfest, þegar hún lyfti hendinni án þess að finna til uggs; lagði lófann á hafði sprottið úr, ósjálfrátt einnig fjarstætt og óraunveru- legt. Það var eins og hægur og háttfastur andardráttur gömlu konunnar hafði á einu vetfangi leyst eðlilegan sjálfs- fögnuð og afdráttarlausa lífstrú átján ára aldursins undan fargi hins annarlega ömurleika og feigðarsefjunar og þegar hún svipaðist um í baðstofunni, fegin því að engin skyldi vera inni, er veitt hefði þessu kjánalega frumhlaupi athygli, voru líkkisturnar fjórar henni úr huga, eins og þær höfðu horfið henni sjónum út í hríðarmugguna." „Hún afréð að láta það vera í bili, fyrst pilturinn lét ekki frekar til sín heyra, að ýta við gömlu konunni; vissi að hún var hvíldarþurfi, þar sem heita mátti að húún hefði ekki blundað nema með öðru auganu margar nætur að undanförnu. Hún áræddi samt ekki að sinna kalli piltsins sjálf, því að amma hennar hafði sinnt honum og hjúkrað ein hingað til, og ekki virzt kæra sig um að aðrir kæmu þar nærri. Að minnsta kosti vildi María ógjarna verða fyrir því augnatiiliti, sem hún hafði séð hana senda vinnukon- unum, þótt þær gerðu aðeins að staldra við hjá rekkju piltsins. Hún hafði löngum verið við það kennd, Jórunn í Skörðum, að geta látið í liós meiningu sína svo að ekki yrði misskilið, þó að hún hefði annað hvort fá orð þar um, eða engin. María vissi það líka, að fátt gat henni sárnað eins og ef henni þótti farið á bak við sig; mundi jafnvel þola henni það síður en öðrum vegna þess ástríkis og inni- leika, sem jafnan var með þeim. Og það var ekki að vita nema hún rumskaði þegar minnst varði; á stundum var líka sem hún heyrði og sæi gegnum svefninn, eða vissi með einhverju móti það sem hún gat hvorki hafa heyrt né séð. Það hafði María sjálf komizt að raun um, einkum þegar hún var yngri, og stóð nokkur ótti af.“ „Enn stundi pilturinn, og að þessu sinni þyngra og sárara en fyrr, að Maríu fannst, og áður en hún hafði áttað sig, stóð hún við rekkju hans, þrátt fyrir ákvörðun sína. Hann lá með lokuð augun, að sjá í þungu móki, og nokkurt andar- tak virti hún hann fyrir sér. Hafði í rauninni ekki gert það fyrr, svo að hún veitti honum athygli; kannski af því að hún hafði verið með allan hugann hjá Svartskegg gamla, eða þá fyrir óljósan grun um vanþóknun ömmu sinnar, hún vissi það ekki einu sinni sjálf. En nú, þegar hún hagræddi svæflinum undir vanga hans, eins og hún þættist þurfa að 18 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.