Vikan


Vikan - 27.12.1962, Síða 21

Vikan - 27.12.1962, Síða 21
SNIÐAÞaJÖNUSTA VIKUNNAR Hátíðarkjóll okkar er léttur og fallegur úr „organdy“-efni fóðraður með tafti. Ungu dömur, reynið saumakunnátt- una og saumið kjólinn sjálf- ar. Sniðaþjónusta Vikunnar sníður hann fyrir ykkur og sendir ykkur heim í póskröfu ásamt saumatilsögn. Hann er til í tveim litum. 1. skœr- grænn, 2. fölhiár og kemur í no. 38, 40, 42. Kastar kr. 483,00, kr. 24.90 fyrir renni- lás og tvinna auka. Efnis- prufur færðu sendar gegn frí- merktu umslagi með nafninu þínu á. Kjóllinn er með blússu sem kemur niður fyrir mitti og er þver á hálsmál að aftan og íraman, pilsið fellt við blúss- una. Útfyllið pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og lit og sendið til Sniðaþjón- ustu Vikunnar, Skipholti 33, Reylkjavík, ásamt kr. 100,00. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 37503 milli kl. 2 og 5 á þriðjudögum og föstudögum. Pöntunarseðillinn er á bls. 41. „00NA“ SÆNSKT GLÖGG. 1 1 brennivín, 75—100 gr steinlausar rúsínur, 100 gr mönalur, 4 negulnaglar, 1 stöng kanill, 1 pomeranshýði, engifer, 14 kg molsykur, 6 kardimommuhulstur. Rúsínurnar skolaðar og þurrkaðar í hreinu stykki, möndlurnar flysjaðar. Kardimommurnar barðar, svo að kjarn- arnir detti úr hulstrinu. Þetta og allt hitt kryddið lagt í pott eða eldfasta skál, sem má bera vínið fram í. Síðan er brenni- víninu hellt yfir og allt hitað það mikið upp að hægt sé að kveikja í þvi. Sykur- inn er settur í sigti, sem látið er ná yfir hluta af skálinni og brennandi víninu er svo ausið smám saman yfir sykurinn, svo hann bráðni og leki niður í skálina. Þegar óskað er eftir að slökkva á glögginu, er lok sett á pottinn. Borinn fram i púns- glösum eða bollum. •a Pokadýr Það er alltaf gaman að handsaumuðum dýraleikföngum úr filti. Kostir filtsins til slíkrar leikfangagerðar, felast í mýkt þess og áferð, sem í senn gera dýrin lifandi og eðlileg. Einnig er þægilegt að meðhöndla filtið við sauma, því saumförin rakna ekki. Hér er pokadýr með ungann sinn, bæði gerð úr filti. Efni: Dálítil stykki af rauðbrúnu filti, gulu og hvítu. ,,Broder“- eða „arora“-garn til þess að sauma með og vatt eða niðurrifin svamp- þynna til þess að stoppa með. Búið sniðin til þannig að strika ferninga á pappír, lxl cm, hvern ferning, teiknið sniðin síðan eftir reitum skýringarmyndar- innar og klippið út. Leggið sniðin á efnið þannig, að það nýt- ist sem bezt og sníðið eftir sniðunum. Sníðið eftirfarandi stk. með 5 mm saum- fari: 2 stk. af A (brúnt), 1 stk. B (brúnt), 20 VIKAN Drykkir VENJULEGT GLÖGG. 2 pilsnerflöskur, 2 kanilstengur, lé tsk. ó- steyttar kardimommur, ■ 150 gr ljósar rúsínur, 1 flaska rauðvín, 14 flaska portvín, 250 gr sykur, 125 gr grófhakkaðar möndlur. Allt, nema möndlurnar, hitað að suðumarki og þá tekið af eldinum og möndlunum bætt í. Borið fram í púnsskál og drukkið volgt. Púns- glös eða mál eru hálffyllt þegar ausið er í þau. ÍRSKT KAFFI. Lagað er mjög sterkt kaffi, verður að vera kaffibætis- laust, og í hvert toddýglas er sett 1 matsk. púðursykur og 14 dl írskt whiský hellt yfir sykurinn og hrært í þar til hann er bráðinn, síðan er sjóðandi heitu kaffinu bætt í, 14 dl eða meira, og ofan á er settur þeyttur rjómi, en hann má ekki vera stífþeyttur. ROMMTE. 3 sykurmolar eru settir í hvert glas og silfurskeið látin standa i, svo að glasið springi ekki. Safa úr hálfri sítrónu er hellt yfir sykurinn og 14 dl sjóðandi vatni. Síðan mjög sterkt og heitt te og síðast 14 dl romm. Munið, að syk- urinn á að vera alveg bráðinn áður en vínið er sett í. 2 stk. C (brúnt), 1 stk. E (brúnt). Sníðið síðan með 2 mm saumfari: 2 stk. F (brúnt), og 2 stk. G (brúnt) og að síðustu 2 stk. F (gult), án saumfars. Saumið nú dýrið saman með þéttum þræði- sporum frá réttu og hæfilega þynntum garn- þræðinum og notið fingurbjörg. Saumið fyrst fóðrið innan á framlöppina, merkt C, við annað bolstykkið, merkt A. Saumið höfuð- stykkið, merkt E, X frá x. Saumið undir- stykkið, merkt B, við bolstykkið, merkt A. Saumið nú saman bolstykkin allt í kring og festið um leið höfuð- og undirstykki við seinni helming bolstykkisins. Látið sjálfan pokann að framan ósaumaðan og stoppið dýrið. Sníðið að því loknu gult stk., hæfilega stórt, yfir opið að framan og saumið niður. Saumið nú saman brúnu og gulu eyrna- stykkin og festið þau á hausinn. Klippið út 2 hringi af hvítu og 2 af svörtu filti, þá hvítu stærri og festið sem augu eins og sést á myndinni. Saumið nef og munn með gaminu. Saumið að lokum ungann sam- an. Skiljið eftir ósaumað að neðan, stoppið og saumið síðan saman. Festið eyrun og saumið augu og nef eins og á stóra dýrinu. FUGL SAUMAÐUR UR FILTI Efni: Filt í hvítum, gulum, rauðum og svörtum litum. Búið sniðin til þannig að strika á pappír láréttar og lóðréttar línur með 3 cm milli lína, og myndið þannig ferhyrnda reiti. Teiknið síðan sniðið eftir skýr- ingarmyndinni og klippið út. Sníðið saumfarslaust eftir sniðunum, þannig: I, bolurinn, 2 stk. hvit. — II og III, millistykkin á boi og haus, 1 stk. af hvoru, hvít. - - IV lappirnar, ytri og innri hlutar, 2 stk. rauð og 2 stk. gul. — V og VI, nefið, ytri og innri hlutar, 2 stk. rauð og 2 stk. gul. ■— VII, augun, 2 stk. svört og 2 stk. rauð eftir minna sniðinu, en 2 stk. hvít eftir stærra sniðinu. — VIII, kamburinn, sniðinn tvöfaldur úr rauðu filti. — IX, vængirnir, 2 stk. hvít. Saumið nú fuglinn saman með nokkuð þéttum þræðisporum frá réttu, með hnappagatasilki og hæfi- lega grófri nál. Saumið stk. við stk. I frá C til A eftir skýringarmyndinni. Saumið stk. III við stk. I frá A til B. Fyllið fuglinn með niðurklipptri svampþynnu og ljúkið við að sauma hann saman. Saumið nú lappirnar saman, neðra stykkið gult og efra stykkið rautt. Saumið þræðispor með rauðum þræði í gegn um lappirnar, eins og sést á skýringarmynd- inni. Saurnið nefið saman, gult að neðan, en rautt að innan. Ágætt er að leggja millifóður á milli stykkjanna, um leið og saumað er, svo nefið verði stífara. Fyllið lappir og nef eins og fuglinn. Saumið nú lappir, nef, vængi og kamb við fuglinn með þéttum, sterkum sporum. Saumið augun á hausinn eftir myndinni, og hnýtið blárri slaufu um hálsinn. Að rykkja í saumavél. Stillið saumavélina á stærsta spor (spor- stillirinn hafður á hæztu tölu). Látið réttuna á efninu snúa upp. Saumið tvo jafnhliða sauma með 2!i cm millibili og 14 cm frá brún. Dragið síðan í undirþræðina eins mikið og rykkja á, jafnið rykkingunni, hnýtið saman þræðina eða vefjið þeim um títu- prjóna. Þegar skáband er saumað við rykkingu eða rykkt ermi saumuð í hand- veg, er rykkingin látin snúa upp og saum- að milli rykkingarþráðanna, svo rykking- in verði jöfn og ekki myndist föll. J VIKAN 2J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.