Vikan


Vikan - 27.12.1962, Síða 24

Vikan - 27.12.1962, Síða 24
SEYTJÁNDI KAFLI. Það hafði tekið Þau fulla viku að komast Þetta eftir kvíslinni, og nú ásakaði Dahl sig harðlega fyrir að hafa valið skakkt. Það hafði hann gert, Það var óvefengjanlegt nú. Og Það var með öllu vonlaust að œtla sér að róa flekanum aftur upp straumharða kvislina, i þvi skyni að leggja síðan enn af stað, niður hina kvíslina. Þetta lagðist . á hann eins og martröð. Hann gat ekki hugsað, einungis endurtekið með sjálfum sér, væri líklegri til að vekja efa, en ef hann fullyrti það, sem í henni fólst. „Þá hittum við einhver önnur ráð,“ mælti Dahl rólega. Alison leit á hann. „Áttu við að það komi til mála að við drögum flekann á iandi?“ spurði hún. SURREY gekk svo frá að ekki þyrfti einu sinni að ræða þá spurn- ingu. „Nei, við komumst ekki langt með flekann á landi. Hvort flotholt- ið fyrir sig vegur að minnsta kosti „Lincoln ...“ sagði Prowse allt i einu. „Hvað er það?“ „Þér kemur þó ekki til hugar, að við höldub ferðinni áfram gangandi? Þú veizt vel, að ég er enn ófær til gangs. Og hvað um gamla mann- inn?“ „Ég hef aldrei sagt að við ættum að halda ferðinni áfram gangandi," svaraði Dahl stuttur i spuna. Greatorex gamii reis upp við dogg með erfiðismunum. Auk eilinnar og hjartabilunarinnar, var hann orðinn svo feitur, að hann átti örðugt með hreyfingar. Hann mælti skrækum rómi. „Almáttugur hjálpi mér .. . ég væri steindauður eftir tvo daga. Gott ef ég entist í einn ..." „Takið þessu rólega,“ mælti Dahl. „Þið verðið ekki neyddir til neins, sem ykkur er um megn. Þegar við tökum ákvörðun — ef til Þess kem- ur, að við þurfum að taka ákvörð- un — verður að sjálfsögðu tekið fyllsta tillit til allra aðstæðna. Er það þá ekki í lagi?“ Það var eins og Greatorex gamli ætlaði allur af göflunum að ganga, svo hneykslaður varð hann á þessum kulda og kæruleysi Dahls. „Allt í lagi ...“ skrækti hann. „Hamingjan hjálpi okkur. Allt í lagi, þegar við höfum farið alla þessa leið til einskis? Hvers vegna valdirðu ekki heldur hina ána?“ Greatorex kjökraði lágt. Skyldi hann annars hlusta á mig, hugsaði Dahl. Eftir stutta þögn hélt Dahl áíram máli sínu: „Takist manni að fram- kvæma þá ákvörðun, sem maður tek- ur, er það vitanlega gott og blessað, en slíkt veit maður aldrei fyrirfram, þrátt fyrir alia útreikninga. En tak- ist manni það ekki, á maður samt sem áður oftast um eina leið að velja ...“ Greatorex gamli leit upp. „Hvað áttu við?“ Dahl sá að nú mundi gamla mann- inum óhætt. Hann leit afsakandi á Alison og dró að sér höndina. Síðan settist hann aftur undir árar og reri með bakföllum. Surrey var ekki seinn að taka upp keppnina við hann, og flekinn skreið drjúgan bak við eyj- arnar. „Maður reynir á nýjan leik,“ kall- aði Dahl til gamla mannsins. „Það er allt og sumt. Og fyrr eða síðar tekst manni það, sem að er stefnt." Um hrið reru þeir meðfram klett- óttri ströndinni, inn í hverja vik og lón, ef vera mætti að einhvers staðar væru um afrennsli að ræða. En leit þeirra reyndist með öllu árangurslaus. Þeir höfðu róið langa vegalengd og krókótta, þegar dimma tók af kvöldi og sól seig bak við skýjabakka í vestri. „Það verður snemma myrkt í FRAMHÁLDSSAGAN EFTIR LAWRENCE EARL’ 18. HLUTI —SÖGULOK að hann hefði valið skakka leið, og nú væri sú leið endanlega lokuð. Hann leit til baka, út yfir vatnið. Það var sæmilegt skyggni, eftir að upp stytti, þó ekki nógu skýrt til að geta áttað sig á einstökum atriðum í nokkurri fjarlægð, því að enn var dimmt yfir. Hann svipaðist um, tautaði við sjálfan sig, þótt hann í rauninni legði ekki neinn trúnað á það: Kannski það fyrirfinnist einhver leið .. . hver veit . . . Surrey starði á hann. „Jæja?“ sagði hann. „Kannski við höfum farið framhjá útrennslinu," varð Dahl að orði. „Já, kannski," sagði Surrey, en röddin og svipurinn báru því vitni, að hann var ekki trúaður á það. „Bíddu nú við,“ mælti Dahl enn. „Það væri þá sennilegast einhvers staðar að norðanverðu, þótt ekki sjá- ist neitt móta fyrir því vegna eyj- anna.“ „Jú, það er ekki óhugsandi," sagði Surrey og horfði þangað andartak. Prowse hristi höfuðið, eins og til að sýna þeim ótvírætt hve ólíklegt hann teldi þetta. Nasavængir hans titruðu og það komu hvitir flekkir á vanga honum. „Og ef það reynist svo ekki vera, hvað þá?“ spurði hann illkvittnis- lega, eins og hann teldi að spurningin hundrað kíló. Sennilega hundrað og fimmtíu." „Hvað eigum við þá til bragðs að taka?“ spurði Greatorex gamli. Síð- an sneri hann sér að Dahl, og röddin var ásakandi. „Hvað eigum við þá til bragðs að taka? Nú er þaö þitt, að koma okkur úr þessum kröggum, finnst þér það ekki?“ Og rödd hans var skræk. Dahl dró nokkuð að svara spurn- ingunni. Loks sagði hann: „Það er ekki eins og við séum komin i sjálf- heldu enn. Við eigum að minnsta kosti eftir að kanna það. Við þurfum að minnsta kosti ekki að taka neina ákvörðun enn.“ Að svo mæltu tók hann aftur til við róðurinn. „Viðbúinn, Des?“ kallaði hann. „Viðbúinn, aðmiráll," svaraði Surr- ey. En það var eins og gamansemi hans fyndi ekki neinn hljómgrunn. Þeir reru nú í aðra átt. Stefndu að suðurströndinni, sem var mun lægri en annars staðar kringum vatnið. Vatnið er stórt, hugsaði Dahl með sér. Það er ógerlegt að vita, nema einhvers staðar finnist útgöngudyr. Kannski höfum við fariö framhjá þeim í rigningunni. Þeir reru á bak við eina eyna. Skógarströndin á bak við hana virt- ist með öllu órofin. Dahl greip fram í fyrir honum. „Mundu eftir hvernig þú ert fyrir hjartanu, Greatorex," sagði hann og lagði höndina á öxl honum. Hristi hann til. „Taktu þessu rólega, kunn- ingi.“ Þessi áminning dugði. Það fór hræðslutitringur um karlinn. Hann dró andann djúpt og fól skeggjað andlitið i höndum sér. Alison lagði einnig höndina á öxl honum, og langir fingur hennar snertu handarbak Dahl. Hún ræddi lágt og sefandi við gamla manninn. Og Surrey kallaði til hans. „Ekki að gefast upp, kunningi ... Ekki að gef- ast upp ...“ Dahl varp þungt öndinni. Það var í sannleika sagt hryggilegt hve Greatorex gamla var aftur farið, er hann hafði glatað þannig öllum kjarki og karlmennsku. Eftir nokkur andar- tök mælti hann enn: „Hlustaöu nú á mig, Hugh. Yfirleitt tekur maður aldrei svo ákvörðun, að ekki sé að mannsta kosti um tvennt að velja. Taki maður þriðja kostinn — að velja ekki og hætta ekki á neitt — á mað- ur hins vegar ósigurinn vísan ...“ Og á meðan hann talaði, kom honum allt í einu í hug, að þetta væri í rauninni meir, en hann hefði áður vitað. Hann fann heita fingurgóma Alison þrýsta að handarbaki sínu á öxl öldungsins. kvöld, Lincoln," tautaði Greatorex gamli. Dahl varð að taka á allri sinni still- ingu til að svara karlinum ekki ein- hverjum ónotum. Hann var bæði þreyttur og í slæmu skapi, en engu að síður varð hann að gæta Þess að láta það ekki bitna á þeim hinum. Hann svaraði því: „Það lítur út fyrir það, Hugh. Við hefðum ekki nema gott af því að setjast snemma að í kvöld og hvíla okkur við bálið; þurrka fötin og okkur sjálf eftir alla rigninguna." Hann benti með votu árablaðinu á strönd einnar eyjarinnar þar sem klettarnir voru ryðrauðir af járni, en þangað var ekki nema snertispöl- ur. „Við höfum næturból þarna," sagði hann. „Þetta virðist ákjósanlegasti staður." Stígvélin voru enn rök af allri bleytunni, þegar Dahl ætlaði í þau daginn eftir, svo að hann lagði þau til þerris á flekaþilfarið. Sparn við berum fótum, þegar hann tók aftur til við róðurinn. Undir miðmorgun voru þau komin fyrir enda vatnsins, og enn var ekki neitt afrennsli að sjá. Dahl lagði við hlustir ef einhvers staðar heyrðist straumhljóð, en það var ekki þvi að heilsa. Þá það, hugsaði Dahl. Vindur gekk á úr suðri, hlýr og 24 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.