Vikan


Vikan - 27.12.1962, Síða 25

Vikan - 27.12.1962, Síða 25
mildur. Dahl varð þess var að Þau horfðu öll á hann; að þau biðu þess öll í ofvæni að hann tæki ákvörðun sína. Hann sleppti hægri hendinni af ár- inni, lagði lófann að eyranu nokkrum sinnum. Gerði síðan aðra tilraun við vinstra eyrað. Þessi annarlegi niður, sem hann hafði heyrt i hlustum sér, fremur jókst en hitt. Þó var það ekki straumniður, svo að þetta hlaut að vera einhver misheyrn. Surrey lagði skyndilega upp árina. neinn hátt úr smáhólmunum og eyj- unum þarna við ströndina. „Guð minn góður," tautaði Grea- torex gamli og hætti sprikli sínu. Þau horfðu öll á eftir flugvélinni, langa hríð eftir að hún var horfin sjónum. Þá gerðist það, að Dahl veitti því athygli, að Greatorex gamli hafði sparkað stigvéli hans fyrir borð í æði sínu. Hann svipaðist um og sá hvar það flaut, á að gizka fimmtíu metra frá, og að það flaut í áttina „ÉG ÆTLA AÐ BIÐJA ÞIG AÐ RAKA ÞIG EINS FLJÓTT OG ÞÚ GETUR“, SAGÐI HÚN. „ÉG ER BÚIN AÐ GLEYMA HVERNIG ÞÚ LÍTUR ÚT INNAN UNDIR SKEGGINU . . . “ Hlustaði. „Flugvél ...“ hrópaði hann. „Ham- ingjan góða .. Heyrið þið bara ...“ „Þarna ....“ hrópaði Greatorex gamli, og varð þeirra fyrstur til að koma auga á hana. Hann rak upp lágt öskur af fögnuði, spratt á fætur, rétt eins og hann hefði kastað ellí- belgnum, rak hnúana í þau, Alison og Prowse og tók að hoppa um á flekanum og veifa höndunum. Skyrt- an flaksaðist um hann af æðinu. Flugvélin var enn í margra mílna fjarlægð, stefndi i norðvesturátt, og hiaut að hafa farið mun nær þeim áður en þau komu auga á hana eða heyröu til hennar, því að vindstaða upp í loftinu virtist hafa borið hljóðið al'le'.ðis. Þegar nokkuð hafði dregið úr hrifningu þeirra, gerði Dahl sér grein fyrir því, að þess var lítil sem engin von að þeir í flugvélinni gætu að næstu vík. Dahl starði á eftir því, og furðaði sig á því, að það flaut móti vindin- um. Þarna virtist því um straum að ræða, sem ekki sást á yfirborðinu. „Des ...“ kallaði hann, og reyndi að vekja athygli hans á þessu undar- lega fyrirbæri. En það var árangurs- iaust. Surrey var svo miður sín, eftir að flugvélin hafði vakið með honum vonir og svipt hann þeim, svo að segja á sömu stundu. Dahl benti honum á stígvélið, þar sem það flaut frá flekanum. Surrey kinkaði kolli, en var enn i svo þungum þönkum, að hann skildi ekki hvað Dahl átti við. Þeir reru þangað sem stígvélið flaut, gegn vindinum, og áður en Dahl hafði innbyrt það, kom hann allt í einu auga á það, sem hann ætlaði ekki að trúa. Hann sá nú inn I víkina, séð flekann, sem skildi sig ekki áog að hún virtist ná inn á milli trjánna, þar sem nes gekk fram. Það var þetta nes, hugsaði hann, sem viilt hafði þeim sýn. Utan af vatninu að sjá, virtist strandlengjan þarna órofin. Og þessi þrönga vík var þvi í rauninni alls ekki vík, held- ur afrennsli. „Lincoln," hvislaði Alison. „Lin- coln ...“ mælti hún enn, nokkuð hærra og rödd hennar var þrungin von og fögnuði. Og Surrey gleymdi allt í einu von- brigðum sínum og áhyggjum og lagð- ist fast á árar, um leið og hann leit undrandi til Dahls. Hvorugur þeirra þorði þó að segja neitt, af ótta við að Þessi von þeirra kynni einnig að reynast eingöngu tálvon. Alison greip stigvél Dahls um leið og þeir reru framhjá því, þar eð Dahl hafði steingleymt því í ákefð sinni. Þeir reru enn, svitinn rann og bog- aði af þeim, og báðir urðu þeir að beita öllum sínum viljastyrk til að láta ekki á neinu bera. Straumurinn létti þeim róðurinn nokkuð, eða öllu meira en vindurinn tafði þá. Og loks náðu þeir inn á sundið, fyrir nes- oddann. Og þar blasti annað vatn, mun minna, við sjónum þeirra. Girt brattri, skógi vaxinni strönd, eins og stóra vatnið. En handan við vatnið, eins og mílufjórðung frá nesoddanum, mátti greinilega sjá skarð i klettagirðing- una, og þaðan barst sterkur straum- gnýr að eyrum þeirra. Dahl lokaði augunum andartak. Þegar hann opnaði þau aftur, sá hann að Alison hafði kropið á kné á þilfarinu, og þakkaði Guði í hljóðri bæn. Og honum varð Ijóst, að í raun- inni hafði hann gert hið sama. ÁTJÁNDI KAFLI. Annað hlaup tvíhleypunnar var hlaðið, hitt ekki, vegna þess að þetta var síðasta skotið. Og vegna þess að Daíil vildi ekki með neinu móti eyða því, hafði hann ekki svipazt neitt um eftir veiðidýrum. Fyrir bragðið höíðu þau lifað ein- göngu á fiski að undanförnu, og æti- rótum og sveppum, sem Alison bar kennsl á. Þessi einhæfni í mataræð- inu var þegar farin að segja nokkuð til sín. Það komu sprungur á hörundið á hnúum Dahls, hnjám og hælum, og vætlaði stöðugt úr, en ökklaliðir hans þrútnuðu, svo að hann gat ekki verið í stígvélum. Loks datt nöglin af ann- arri litlutánni. Þau hin voru líkt leikin. Þrátt fyrir þetta Þóttist Dahl hafa hugboð um að þyngstu raunir þeirra mundu nú á enda. Að minnsta kosti féll áin stöðugt í suður, og með hverjum degi sem leið, styttist til strandar og sjávar. Vatnsmagn árinnar jókst og stöð- ugt. Dag nokkurn bar hún fleka þeirra um þröng gljúfur, og voru hamraveggirnir báðum megin hinir hriaklegustu, og svo háir, að ekki sá til sólar nema nokkra stund um hádegisbilið. En undir kvöldið, þeg- ar gljúfrið þraut allt í einu, blasti við þeim vingjarnlegt skógarsvæði á báðar hendur og dró úr straumnum. Það kvöld blístraði Prowse lágt af ánægju, en Greatorex gamli reis upp við dogg til að njóta landslagsbreyt- ingarinnar. Um það bil klukkustundu síðar, kom þar, sem áin sameinaðist fljóti, er féll því sem næst beint í suður. „Nú siglum við beinustu leið, aðmiráll," varð Surrey að orði. „Já, þetta styttist óðum.“ Enda þótt þetta væri ekki neitt stórfljót — að minnsta kosti ekki enn — var vatnsmagn þess þegar nægilega miikð til þess að Dahl var sannfærður um að það félli til sjávar. Og flekinn skreið fyrir þungum straumi þess suður á bóginn, og ekk- ert þeirra var í vafa um, að Þau mundu ná takmarkinu áður en langt liði. Að morgni þess 27. júlí gerðist það, að Dahl sá hvítan úðamökk yfir fljót- inu, ekki alllangt undan. „Einkeninlegt," varð Surrey að orði nokkru síðar. „Þessi mökkur virðist koma beint upp úr jörðinni, og hefur ekki hreyfzt til, síðustu klukkustundina að minnsta kosti." Alison kinkaði kolli. „Þetta er úði upp af fossi,“ sagði hún, en ekki gætti neins kvíða I rödd hennar. Dahl leit á hana. Augu þeirra mætt- ust. „Hálendisbrúnin!" varð honum að orði. „Hamingjan góða ...“ skrækti Greatorex. „Þessir fossar hérna geta verið hærri en Nigara, og hvað þá?“ Hann sneri sér að Dahl og það var ásökun í augnaráðinu. En honum tókst samt að stilla sig á síðustu stundu. „Já, ég veit að við hittum einhver ráð. Okkur leggst eitthvað til, þegar þar að kemur. ég veit það.“ Þau reru að landi og bundu flek- ann eins nálægt hvítfyssandi hávöð- unum og þau þorðu. Skammt fyrir neðan blikaði regnbogi yfir fossbrún- inni og barst þaðan beljandi gnýr, sem lét þungt í eyrum. „Þið kveikið svo bál,“ mælti Dahl til þeirra allra. „Það er bezt að ég fari og athugi þennan foss ...“ Alison snart olnboga hans. „Ég kem með þér,“ mælti hún lágt. Hann hristi höfuðið. „Það getur orðið brött og örðug ganga," sagði hann. Engu að síður vildi hann gjarna að hún kæmi með. „Ég veit það,“ sagði hún, og henni varð litið á bera og bóígna fætur hans. „Hún verður mér þó ekki eins örðug og þér.“ Þau héldu niður bakkann. Fljótið féll í hávöðum, beljandi og vatns- mikið. Sums staðar voru hnullungar undir fæti, svo Dahl varð sárt í spori. Fossgnýrinn færðist stöðugt I aukana, og þegar þau höfðu brotizt milli trjánna, sem stóðu yzt á bakk- anum, voru Þau komin á fossbrúnina. Efsti fossinn var tiltölulega lágur, en þaðan sem þau stóðu, gátu þau ekki séð hvað neðri fossarnir, eða fossinn, voru háir. Dahl hugsaði með sér, ef til vill mætti láta flekann fljóta nið- ur, án þess að hann laskaðist. Hann laut að Alison og kallaði i eyra henni að hann ætlaði að klifra niður með gljúfrinu og athuga neðri fossana. Hann varð að klöngrast niður bratt klettaklif, og loks stóð hann á brún miðfossins. Og um leið varð honum ljóst, að ekki Þýddi að hugleiða það frekar — enginn farkostur gat kom- izt þar niður óbrotinn. Fossinn féll lóðrétt niður af brúninni, að minnsta kosti 30 metra, en þar fyrir neðan tóku enn við hvítfyssandi hávaðar, og loks enn foss eða fossar, sem hann gat ekki greint, þaðan sem hann stóð. Þá var þessu lokið, þrátt fyrir allt, hugsaði Dahl, og tók að klöngrast til baka upp klifið. Hann hafði dvalizt svo lengi á auðnunum, að hann gerði ekki ráð fyrir að verða manna var, fyrr en Framhald á bls. 29. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.