Vikan


Vikan - 27.12.1962, Qupperneq 29

Vikan - 27.12.1962, Qupperneq 29
Enginn er svikinn af kvöldstund í Klúbbnum. — Klúbb- urinn varð 2ja ára í s.l. nóvember og hefur enginn skemmti- staður verið jafnvel sóttur að jafnaði enda býður Klúbb- urinn gestum sínum aðeins það bezta fáanlega. — Fjöl- breytt salarkynni á tveim hæðum, þrír barir, tveir . dans- salir. Tvær hljómsveitir, þ. e. hljómsveit Hauks Morthens og Neo-tríóið. Verið velkomin í Klúbbinn LÉTT OG LLPUR Framhald af bls. 12. — Ég er búin að vera í ballett nokkuð lengi, og í nokkur ár með fimleikaflokki Ármanns. Ég hef ekki sýnt neitt nema með þeim, fór með þeim til Færeyja í sumar og svo höfum við sýnt bæði í Reykjavík og um Suðurnesin. — Hve gömul ertu? — 18 ára. _ Lofuð? — Nei, alls ekki. — Hvaða atvinnu stundarðu? — Ég er að læra hárgreiðslu í hárgreiðslustofunni Blæösp í Kjör- garði. — Af hverju voru þessar myndir teknar af þér? — Hah, það var bara til að aug- lýsa bolinn. —• Hvaðan er hann? — Frá Sportveri. Hvað hún heitir? Hrefna Smith. Hvaða símanúmer? Ja ... Hvar heima? Nei, strákar mínir, eitthvað verðið þið að gera sjálfir ... -Ar Á EYÐIHJARNI Framhald af bls. 25. þau næðu til byggða. Þess vegna kom honum fyrst til hugar, að hann hlyti að vera gripinn einhverri aðkenningu af brjálsemi, þegar hann leit um öxl af einni sillunni og sá hvar þyril- vængja hóf sig til flugs og stefndi upp með fossunum, en á dálítilli sléttu spölkorn frá gljúfrinu, gat að iíta litla þyrpingu brúngrárra tjalda. Þetta hlýtur að vera einhver rann- sóknarleiðangur hugsaði hann, og var þó ekki viss um hvort hann ætti að trúa sinum eigin augum. Eða kannski þeir séu að mæla fyrir raforkuveri eða athuga járnsteinsæðarnar ... Innan skamms stóð hann við hlið Alison, efst á fossbrúninni. Hann benti henni á þyrilvængjuna, sem hækkaði sig í lofti, og þegar hún hafði komið auga á hana og tjöldin í rjóðrinu, tók hún að hlæja og gráta I senn. Hann greip báðum höndum um axlir henni. Það fór titringur um hana, en þegar hún ætlaði að fleygja sér í fang hon- um, sleppti hann öllum tökum og hélt af stað. „Við verðum að segja þeim hinum frá þessu,“ hrópaði hann. Nú loks þóttist hann viss um að hinni löngu og ströngu hrakningaferð þeirra væri lokið. En hann var berfættur og sárfætt- ur, svo Alison veittist auðvelt að fara fram úr honum. Og þegar þau voru komin inn á milli trjánna, beið hún hans. Hún virti hann fyrir sér andar- tak. „Ég ætla að biðja þig að raka þig eins fljótt og þú getur," sagði hún. „Ég er búin að gleyma hvernig þú lítur út innan undir skegginu ...“ Þetta kom honum svo á óvart að tilfirmingarnar báru hann ofurliði, þvert gegn vilja hans. Hann tók utan um hana og þrýsti henni að sér. Hún hneig í faðm honum með brosglampa í augum. „Mér finnst það eiginlega hið minnsta, sem ég get ætlazt til af þér ...“ hvíslaði hún. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.