Vikan


Vikan - 27.12.1962, Síða 32

Vikan - 27.12.1962, Síða 32
Olympus AUTO EYE Fullkomlega sjálfvirk myndavél með raf- auga. — Engin önnur myndavél í þessum verðflokki býður upp á þetta þrennt: 1. Fullkomlega sjálfvirk á hvaða hraða sem þér kjósið og hvaða lýsingu sem er. 2. Sjálfvirk „flash“-innstilling, engar formúlur né útreikningar. 3. 1 þriðja lagi getið þér innstillt Olympus Auto Eye myndavélina að vild ef t. d. um vandasama tæknilega myndatöku er að ræða. Olympus Auto Eye er framleidd af einni fullkomnustu ljósmyndaverksmiðju Japans: OLYMPUS OPTICAL CO., LTD., Tokyo. Innflytjendur: ÍSALDA sf. Fuglarnir hennar Maríu Framhald af bls. 10. þráðurinn slitnað milli góma henni, og í hvert skipti, sem hún stöðvaði rokkhjólið og beygði sig að hnokka- trénu til að krækja þráðinn fram- úr pípunni, var sem hún legði við hlustir. Og þegar heyra mátti að bóndi hennar og Torfi vinnumaður væru heim komnir, hratt hún óðara frá sér rokknum, reis úr sæti sínu og gekk hnarreist og snúðugt fram pallinn.“ „Skömmu seinna kom Jón bóndi inn, heilsaði heimilisfólkinu stillt og rólega eins og hans var vandi, innti móður sína eftir líðan pilts- ins meðan María leysti af honum skóna og dró skinnsokkana af fót- um hans; seildist síðan eftir askin- um sínum, sem stóð á hillu fyrir ofan rekkjugaflinn og settist með hann við skrifpúlt sitt. Það fór ekki framhjá Maríu, að vinnukonurnar litu hvor á aðra í laumi, og að fjósa- maðurinn, sem yfirleitt þurfti margs að spyrja þegar húsbóndinn kom heim, þó að hann hefði skemmra farið og hversdagslegri erinda en að þessu sinni, kepptist við að flétta reipið og mælti ekki orð af vörum. Hún kannaðist við hvort tveggja, þögnina og augnagoturnar, ef móðir hennar hvarf úr baðstofunni á oss Dura-GIoss varaliturinn heldur sínum uppruna- lega litblæ — hann er mjúkur án þess að vera feitur. Fullkomnið snyrtingu yðar með silkimjúkum Dura-Gloss varalit — og hinu sterka djúpgljá- andi Dura-Gloss naglalakki. — Hvorutveggja fáanlegt í 18 tízkulitum, sem gefa yður ótak- markaða möguleika til fjölbreytni. HALLDOR JONSSON Heildverzlun. — Hafnarstræti 15. — Símar 12586 og 23995. kvöldin, þegar Torfi vinnumaður var eitthvað að sýsla úti við. Eigin- lega var það fyrir löngu orðið svo hversdagslegt að hún var hætt að láta það á sig fá, jafnvel að taka eftir því, en það var eins og allur hefðbundinn bæjarbragur hefði tek- ið sér orlof þegar Svartskeggur gamli knúði dyra og ekki snúið heim aftur fyrr en hann vissi þann að- sópsmikla gest farinn, og það var ekki laust við að ýmislegt í fari hans kæmi hálfókunnuglega fyrir sjónir eftir svo langa fjarveru. María minntist þess að minnsta kosti ekki, að hún hefði áður séð þess merki þegar þannig stóð á, að faðir hennar virtist hafa minnsta grun um hvað um væri að vera, þótt hann hlyti að sjálfsögðu að vita það, ekki síður en aðrir, svo vel kunni hann stjórn á skapi sínu og fasi, en í þetta skipti leyndi sér ekki að honum var óhæg- ara inni fyrir, en hann vildi láta á bera. Spónninn titraði í höndum Éhans og öðru hverju leit hann um öxl fram í baðstofuna, unz hann setti frá sér askinn, án þess að hafa gert matnum viðlíka skil og búast hefði mátt við af svöngum manni. Og þó að hann tæki síðan að dunda við doðranta sína, var sem hann gæti ekki einu sinni fest hugann við þá.“ „Þannig leið drykklöng stund, og það var svo annarlega hljótt í bað- stofunni, að Maríu brá, þegar marr- aði í draglóðinu og hurðinni var ýtt frá stöfum, og þó enn meir, þegar hún sá móður sína ganga inn á pall- inn, föla, torkennilega og undirleita, og hafði hún aldrei litið hana slíka fyrr. Það var eins og hún, sem alltaf gekk hratt og hnarreist um, hikaði við að halda lengra, en vinnu- konurnar, sem nær sátu dyrunum, störðu á hana með ofboð og skelf- ingu í svip, eins og þser þættust sjá að hún hefði sloppið nauðuglega úr átökum við afturgöngu. Lá og við sjálft að Maríu kæmi það sama í hug, þegar móðir hennar hélt, reikul í spori að rekkju sinni, inn í birtuna af týrunni, svo að ger sást hvernig hún var útleikin -— treyj- an rifin og tætt frá barmi svo skein í ber brjóstin, hárið rakið úr flétt- unum að mestu, en rauðir dílar á kverk og annar vanginn blár og þrútinn, eins og hún hefði hlotið harðan áverka. María leit felmtri slegin á föður sinn, en varð ósjálf- rátt hughægra, þegar hún sá að hann var tekinn til við skriftirnar, virtist hafa heimt aftur ró sína og ekki gefa þessu teljandi gaum, sem henni fannst þó undarlegt. Andrá síðar var Sigurbjörg setzt við aftur, farin að spinna og hafði engin spurt hana neins, en engum gat dulizt að eitthvað það leitaði á, sem hún vildi ekki ljá fangstaðar á sér, svo hart þeytti hún rokkinn. Það bar ekki á því, að þræðinum væri slit- hætt milli fingurgóma hennar, eða henni gengi erfiðlega að einbeita sér að spunanum, eins og fyrr um kvöldið; henni varð ekki einu sinni að hvarfla augum til hurðar, þegar undirgangur mikill heyrðist frammi í dyraþrepinu og Torfi vinnumaður ruddist inn á baðstofupallinn.“ „Venjulega var Torfi þögull og þunglamalegur í framkomu og ekki upplitsdjarfur. En að þessu sinni var hann allur annar en hann átti að sér, gustmikill og hranalegur og furðu hnakkakertur. Hann kastaði kveðju á heimilisfólkið, hásum og drafandi rómi; lét svo um mælt og alldrýgindalega, þegar hann gekk yfir pallinn, að nú hefði hann gengið svo frá þeim franska djöfli í eitt skipti fyrir öll, að hvorki mundi hann ónáða sig né aðra framar, og hefði það ekki verið neinn smá- ræðis hnullungur, sem hann hefði lagt ofan á kistu hans í gröfinni. Því næst lét hann hlammast niður á rúm sitt, hallaði sér aftur á bak og teygði fram bífurnar og hélt áfram rausi sínu á meðan vinnu- konan, þjónusta hans, dró af honum böslin, en þá svo lágt að ekki urðu greind orðaskil." „En þegar hann var setztur upp aftur og hafði askinn á hnjám sín- um, færðist hann allur í aukana. Valdi hann Svartskeggi gamla hin hræðilegustu orð, skoraði á hann að láta til sín taka og lézt reiðu- búinn að mæta honum, hvort held- ur sem væri í vöku eða svefni. Þeg- ar enginn lézt heyra gífurmæli hans, espaðist hann enn, otaði hnífkut- anum, sem hann hafði skorið með af spaðbitanum, kvaðst hvergi upp- næmur fyrir draugum eða djöflum, hvorki útlendum né innlendum, og mundi svartskeggjaða Fransaranum ekki af veita liðveizlu þeirra þriggja félaga sinna, sem hann hefði drepið af sér á sandinum, ef hann hygðist etja kapp við sig. Sneri hann síðan máli sínu til Jóns bónda; tók hann til vitnis um hve rambyggilega hann hefði gengið frá þeim franska djöfli. En þegar bóndi svaraði honum engu, um- hverfðist hann; brá honum um lítil- mennsku og hégilju og væri hann hvers manns athlægi í sveitinni, er hann skrifaði úr sér alla náttúru, en léti vinnumanninn um að sinna konu sinni. Hafði hann mörg orð um vangetu Jóns bónda og þó fleiri um sín eigin afrek og hreysti í sam- skiptum við konur; skaut loks máli sínu undir dóm Sigurbjargar hús- freyju, hvort hún þættist þurfa yfir nokkru að kvarta, eða hvort henni hefði ekki fundizt karlmennsku- bragur á leik hans fyrir lítilli stundu, en klykkti út með því, að sízt mundi sér það ofverk, að sinna þéim mæðgum báðum . ..“ „Þá var það, að Sigurbjörg hús- freyja hratt frá sér rokknum, spratt úr sæti sínu, rigsaði fram milli rúmanna, reist og stolt með hrafnsvart hárið flaksandi um axlir og barm, en brjóst hennar hnigu og risu undir rifinni treyjunni eins og brimalda við sand. Var sem eld- 32 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.