Vikan


Vikan - 27.12.1962, Síða 33

Vikan - 27.12.1962, Síða 33
bonnie nýtt merki — ný snið Heildsölubirgðir: Ö. VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062. ur brynni úr augum hennar, þegar hún nam staðar frammi fyrir Torfa vinnumanni, þar sem hann sat gaspr- andi á rekkjustokknum og vissi ekki orðið af fyrr en löðrungurinn skall á vanga hans svo hart, að hann missti hnífkutann úr hendi sér, en askurinn hraut úr hnjám hans og skoppaði eftir pallinum. Varð Torfa það fyrst fyrir, að hann glápti á húsfreyju, gersamlega ringraður og ekki annað sýnna, en að hann mundi glúpna eins og rakki við reiði hennar og fyrirlitningu. En hvort sem gerði ölvun hans, ell- egar einhver mannrænuvottur leyndist með honum, reyndi hann að brölta á fætur, og varð þó ekki nema tilraunin, því að hann hlamm- aðist aftur álappalega niður á stokk- inn.“ „Öðru sinni fyllti storkandi hefnd- arhlátur Sigurbjargar húsfreyju baðstofuna í Skörðum óræðum ugg og vá. Öðru sinni hljóðnaði hann eins óvænt og fyrirvaralaust og hann hófst. En í þetta skiptið lauk honum í þögn. Þungri, lamandi þögn, þegar Sigurbjörg húsfreyja sá friðil sinn rísa þunglamalega á fætur, ranghvolfa gráum, illskulegum glyrnunum eins og mannýgt naut, fann heitan og ramman andardrátt hans leika um vit sér um leið og hana þraut mátt. Og gegnum þoku- móðu ómeginshöfgans var sem hún sæi móta fyrir frostbólgnum, mar- bláum krmlum, sem læstust að kverkum hans og kipptu honum aftur á bak upp í reklcjuna, þar sem hann lá og hrærði hvorki legg né lið, þegar sjón hennar tók aftur að skýrast og hún endurheimti smám saman mátt og vilja, svo að hún gat gengið að rekkju sinni og setzt við rokkinn, þótt ekki stæði slíkur þytur af hjóli hans og fyrr um kvöldið. Og enn var hún svo utan við sig, að franski pilturinn sem hafði risið upp í rekkju sinni, svipaðist um í baðstofunni, skelfdur og undrandi, og endurtók sama orðið eða nafnið, hvað eftir annað, lágt og með spurn í rödd og svip, en þau, Jón bóndi og Jórunn gamla, stóðu við stokkinn og reyndu að sefa hann ...“ „ENN lá María vakin lengi næt- ur, starði í hlýjan, flöktandi bjarm- ann af týrunni á skrifpúltinu og hlýddi þýðu skrjáfi fjaðrapennans við pappírinn. Lagði við hlustirnar, ef hún mætti greina hægan andar- drátt pilts með jarpt, hrokkið hár, framandlegt yfirbragð og skelfd spyrjandi augu, frá andardrætti þeirra hinna í baðstofunni. Oft- sinnis áður hafði hún legið þannig og hlustað, gert sér það að leik að þekkja og sundurgreina andardrátt sérhverrar manneskju á heimilinu, og hún hafði tekið eftir því, að hver maður átti sér annan andar- drátt í svefninum en í vökunni, á sama hátt og hver maður virtist eiga sér tvenn andlit, eftir því hvort hann vissi á sig horft eða hugði engan veita sér athygli. Og hana furðaði á því, að í nótt var sem enginn festi blund og andardráttur vökunnar heyrðist úr hverri rekkju, en þó hægari og hljóðari en nokkru sinni áður, eins og allir biðu ein- hvers, legðu við hlustir og væru varir um sig.“ „Og þó að þetta gerði henni erf- iðara að greina þann andardrátt, sem hún hlustaði eftir, var hún því hálft í hvoru fegin, þar sem óvætt- urin hafði sig aldrei í frammi fyrr en þau öll í rekkjunum utar í bað- stofunni voru sofnuð; rekkjunum, þar sem bjarminn af týrunni náði ekki til að dreifa myrkrinu. Ef til vill yrði óvætturin ekki heldur á ferli í nótt, þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið. Að minnsta kosti kenndi María ekki þess dula geigs. sem stóð af nálægð hennar. Kannski var það vegna þess, að hún lá og hlustaði eftir öðrum andar- drætti. Eða fyrir þá undarlegu, heitu kennd, sem hún hafði fundið hrísl- ast um hverja taug, þegar fingur- gómar hennar snertu mjúkan skegg- hýung á vörmum vanga; þá fagn- andi tilbeiðslu, sem lagt hafði hatur hennar í læðing í kvöld.“ „Hún fann svefninn síga að. Bjarmann af blaktandi Ijósinu á fífukveiknum fylla vitund sína mildu, heitu skini — ljósinu, sem leitt hafði saman leiðir þeirra og hún átti allan fögnuð sinn að þakka. Það var sem svefninn hörfaði í svip fyrir vaknandi ásökun um gleymsku og brigðlyndi, og hún sæi fyrir sér mikilúðlegt og svartskeg'gjað and- lit hans, sem hvíldi nú í frostkaldri mold með klökugt bjarg ofan á kistuloki sínu — en einungis í svip. Dauði og söknuður áttu enga sam- leið með heitum fögnuði hennar, frekar en fyrirlitning og hatur. Gegnum ljósan hjúp svefnsins greindi hún léttan, háttbundinn andardrátt hinum megin við VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.