Vikan


Vikan - 27.12.1962, Side 39

Vikan - 27.12.1962, Side 39
ræSurnar. „líg vil nú bera fram þakklæti til yðar og skipshafnar y'ðar fyrir alla |)á fyrirliöfn, sem þiS liafið lagt á ykkur í þessu máli,“ sagði hann. Hann hikaði svolitið áður en hann hélt áfram. „G'af flug- maðurinn nokkra ástæðu fyrir þvi, að þetta kom fyrir‘?“ spurði hann. Flugvélar okkar eru fjögra hreyfla vélar af nýjustu gerð, og þær geta haldið sér á lofti með aðeins tveim hreyflum." „Nei,“ sagði skipstjórinn, „þeir til- greindu enga ástæðu, en mér skild- ist að hinir tveir væru heldur ekki i fullu lagi.“ „Einmitt það. Sáuð þið í raun og veru flugvélina?“ „Við sáum siglingaljós hennar og löndunarljós — það var myrkur.“ „Og þið sáuð hana lirapa?“ „Já, ekki lengra cn tvær milur frá okkur.“ Hardie hallaði sér að skipstjór- anum og það var ekki laust við að munnvik hans titruðu aðeins. „Ég spyr yður að þessu, skipstjóri, vegna þess að engin flugvél frá Blue Pacific eða frá neinu öðru ílugfélagi fór frá Nandi á þessum tíma, ekki einu sinni á þessuin degi.“ Skipstjórinn varð sótrauður í framan. „Ætlið þér að halda þvi fram, að öll skipshöfnin og hundrað farþegar, hafi ímyndað sér þetta?“ hreytti hann út úr sér. „Skipsfjóri —,“ það var hinn gest- urinn, sem nú tók til máls — „sáuð þið nokkra olíubrák á sjónum þar sem flugvélin átti að hafa hrapað?“ Nei. Eftir því ,sem við gátum liezt séð, var engin brált þar.“ Ilann sneri sér við í stólnum og tók upp skrifborðssímann og valdi númer. „Loftskeytamaður," sagði hann, „þetta er skipstjórinn hérna. Kom- ið upp ineð leiðarbókina.“ Hann lagði tólið á og sneri sér að Hardie. „Var nokkur flugvél á leið til Nýja Sjálands frá Noumea eða Tahiti?“ „Nei, við höfum kynnt okkur það. Og þó svo væri, mundi hennar hafa verið saknað fyrir löngu.“ Það var barið að dyrum og Bernie ikom inn með leiðarbókina. „Þökk fyrir,“ sagði skipstjórinn um leið og hann tók við lienni. „Þessir herrar hér halda að þessi flugvél sé aðeins til í ímyndun okkar — of mikið af veizlum geri ég ráð fyrir.“ „Ekkert nema staðreyndir í þess- ari bók, herra,“ sagði loftskeyta- maðurinn lineykslaður. Skipstjórinn las upp allt, sem stóð þar frá því að fyrsta neyðar- kallið hafði heyrzt klukkan 10,56. Þegar hann liafði lokið því, leit hann á Hardie. „Er nokkurt fUig númer 591?“ spurði hann. „Já. Frá Nandi klukkan 22, en ekki klukkan l.“ „Röddin, sem við heyrðum, var rödd Bandaríkjamanns. Hafið þið nokkra bandaríska flugstjóra hjá Blue Pacific Airways?" „Já,“ sagði Hardie, „við höfum einn, en liann verður 'ekki hér á næstunni. Iiann á heima á Fiji, og mér skilst að hann sé í frii.“ „Hvenær fer flug númer 591 næst frá Nandi?“ hélt skipstjórinn áfram. „Klukkan 22 — þegar hún cr 22 þar.“ Hann leit á armbandsúrið. „Hún á að hafa lagt af stað fyrir þremur klukkuthnum. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi fengið það stað- fest á skrifstofunni.“ „Vitið þið hve margir farþegar eru í vélinni?“ „Fjörutíu og einn,“ svaraði Hard- ie. „En ég skil okki fyllilega hvað þér cruð að fara . . . Ncma að ]>ér haldið að’ það sé eitthvert samband milli þessarar vélar, sem þið sáuð hrapa og þeirrar, sem leggur af stað frá Nandi í kv3Id.“ Hann leit i kringiun sig og sagði svo við hina mennina. „Þetla er fáránlegt.“ Nokkra stund var þögn 1 klefan- um. Hardie ók sér vandræðalegur i sætinu. „En hvernig sem á það er litið, stenzt það ekki algjörlega. Okkar flugvél fer klukkan 22 en e-kki 1 og það eru fjörutiu og einn farþegi, en ekki þrjátíu og sjö — og eini bandaríski flugmaðurinn okkar verður ekki flugstjóri.“ Skipstjórinn stóð upp. „Þið hafið sjálfsagt rétt fyrir ykkur,“ sagði hann þreytulega. „Má ekki bjóða vkkur eitthvað að drekka?" Stýri- maðurinn liorfði á hann vorkunnar- augum þegar hann gekk yfir að vin- skápnum. Aumingja karlinn, liugs- aði hann, það er eins og hann hafi elzt, og það er engin furða. Það var barið að dyrum og næt- urþjónninn kom inn og sagði: „Það er komin ung stúlka og spyr eftir herra Hardie. Hún segist vera frá Blue Pacific Airways." „Vísið henni inn.“ Flugfreyjan var lagleg stúlka, klædd einkennisbúningi flugfélags- ins. Hún brosti til skipstjórans og geklc lil Hardie með skjöl, sem hún afhenti honum. „Þetta er sjálfsagt frá Nandi, staðfesting á því að flug númer 591 sé hafið," sagði framkvæmda- stjórinn um leið og hann reif pakk- ann upp. Hann dró út pappirsblað. „FOug 591,“ las hann upphátt, „hófst klukkan eitt, vegna veikinda Morgan flugstjóra. Turnlow flug- stjóri kom i hans stað. Taylor fjöl- skyldan hætli við förina, svo nú eru þrjátiu og sjö farþegar um borð. Blue Pacific Rirways.“ Rödd Hardie titraði þegar hann las síðustu orðin. Hann leit æstur á ldukkuna og síðan á hina menn- ina í klefanum. „Það er of seint að stöðva flug- vélinaj* sagði hann hásum rómi. „Ilún er þegar lögð af stað.“ * SEGÐU JÁ Framhald af bls. 13. sjálfa eða skannnarstrik og erjur, — en luin sagði ekki neitt. Hún sat bara hugsandi og ]>ögul um stund og virtist ekki vita, að dóttir hennar sal gegnt lienni og að liún var kona, sem gat talað um daginn og veginn cins og Rósa. Svo slóð luin á fætur og gekk út úr eldhúsinu, á eftir Rósu. Heiða velli bollanum fyrir sér um stund og liorfði á kaffidropa renna til og frá, stelpurnar voru alltaf að láta spá fyrir sér, þær höfðu ekki áhuga fyrir öðru en strákum, þeim virtist vera alveg sama hvernig aðrir voru, eða voru mæður þeirra öðru visi en móðir , hennar? Hún hafði oft komið heim full af þeim góða ásetningi að semja frið, en gerðir hennar og skoðanir foreldra hennar stönguðust alltaf á, og ]>ó gerði hún ekkert nema það sama og jafnöldrur hennar, jafnvel fóru þær út með strákum, sem voru mikið eldri en þær voru sjálfar, en j „Lux er mín sápa“, segir Pascale Petit. „Ég hef notað Lux árum saman. Hún var mér góður fé- lagi, Þegar ég kom til Hollywood. Þið megið ganga að þvi vísu, að Lux-sápan íyrirfinnst á snyrtiborði sérhverrar kvikmyndastjörnu“. Já, þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu um andlitsþvott að ræða — heldur og fegurðar- meðhöndlun. Og þér munuð verða Pascale Petit sammála um það, að betri sápu fyrir hörundiö getur ekki. getið notið fegurðarleyndardóms Pascale Petit HANDSÁPA „Ég nota Lux-sápu á hverjum degi“, segir Pascale Petit. „Ég hef komizt að raun um, að liún verndar hörundslit minn eins og bezt verður á kosið“. hvít, bleik, blá, græn og gul 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu X-LTS 925/IC-804I-3Q VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.