Vikan


Vikan - 27.12.1962, Síða 40

Vikan - 27.12.1962, Síða 40
það hafði hún ekki gert enn þá. Gult hár, rauð slæða, bláir augn- skuggar og bleikar varir. Hún virti fyrir sér árangurinn af þessum að- gerðum og sá að hann var harla góður og þegar hún var búin að ná i nýju geitarskinnshanzkana henn- ar Rósu, var hún harðánægð með sjálfa sig. Hún hneppti að sér káp- unni á leiðinni fram ganginn og lét sem minnst fyrir sér fara, en það virtist engum detta í hug að hún vogaði sér út, eftir þá bann- færingu sem hún hafði fengið, en þau skyldu nú rétt fá að sjá annað. Og það hlakkaði i henni, þegar hún slapp út fyrir dyrnar. Það var hrá- slaga kuldi og þegar hún leit á klukkuna, sá hún að liún yrði að bíða góða stund eftir strætó. Það stansaði bíll upp við gang- stéttarbrúnina þar sem hún stóð og stúlka renndi niður rúðunni og rak höfuðið út. — Hæ, Heiða, ertu að bíða eftir strætó? Röddin var rám og Heiða kannaðist ekki strax við hana en svo áttaði hún sig. — Nei, Ninna, langt síðan ég hef séð þig! Hún virti þessa gömlu skólasystur fyrir sér og furðaði sig á breryting- unni sem orðin var á henni, húðin 40 VIKAN var holótt og grá þrátt fyrir þykkt meiklag, rytjulegt hárið, sem var svo þunnt, að grisjaði alls staðar í gegnum það, þrátt fyrir viðamikla hárgreiðsluna og eitt- hvað fleira í útliti hennar kom henni ókunnuglega fyrir, sem hún áttaði sig ekki strax á. Stúlkan opnaði bílhurðina. — Settu þig inn, við getuin keyrt þig í bæinn. Hún hikaði og fann ein- hverja andúð grlpa sig en settist svo inn i aftursætið og skammað- ist sín fyrir kjánaskap sinn. Hún hafði ekki tekið eftir manninum fyrir athugunum sínum á Ninnu. Það var ekki fyrr en bilhurðin lok- aðist á hæla henni, að hún sá hann sitja þarna þögulan og virða hana fyrir sér glampandi augum. Og þeg- ar hann leit á Ninnu glampaði iíka á tennur hans, án þess þó hann brosti. Og Iíeiða fann til einhverra ónota þegar liún sá tillit þeirra og sigurhrósið í svip Ninnu, og hún minntist þess allt i einu að þeim hafði aldrei komið vel saman i skóla. Henni geðjaðist ekki að þessum manni og hún sat sem lengst frá honum meðan bíllinn rann mjúk- lega eftir götunum og hugsaði um það eitt að sleppa sem fyrst úr þess- um félagsskap. Ninna talaði og liló án afláts, en maðurinn við stýrið sagði ekki orð, og Heiða hugleiddi hverslags sam- band væri milli Ninnu og hans. — Ég fer út hér, sagði hún og tók um liandfangið á hurðinni, — stelpurnar bíða eftir mér. — Hér er hvergi bílastæði. Maðurinn við stýrið virtist sem snöggvast lifna svolítið. — Þér er óhætt að vera með einn rúnt. Ilún hafði vitað þetta fyrir og hún vissi að Ninna ætlaði að slríða henni eins og hún hafði alltaf gert, en hún ásetti sér að láta hana eklci hrósa sigri að þessu sinni. Ég get skotízt út ef þú stanz- ar rétt sem snöggvast, sagði hún ákveðin og lagði höndina á sætis- bakið', ég verð of sein í bíó ef ég fer fleiri rúnta með ykkur. Hann hik- aði sem snöggvast og leit á Ninnu. —, stelpurnar hafa bara gott af að bíða svolítið, finnst þér það ekki, Gunni? Ninna hallaði sér aftur yfir sætisbakið og leit á manninn í aftur- sætinu. — Nei, hvers vegna er svona langt bil á milli ykkar og sjáið þið svipinn á Heiðu, strákarl Hún fliss- aði. — Ég held þú ættir nú að taka að þér að kenna þessu mömmubarni það nauðsynlegasta, G'iinni. Ég cr viss um að hún hcfur ekki einu sinni kysst skikkanlegan skólastrák hvað ])á karl á borð við þig, ha? Ifeiða fann sterkan daun af ein- hverjum ilmsterkum snyrtilyfjum þegar hann hreyfði sig og bros hans færði henni sannanir fyrir þvi að hún gæti ekkert og henni fannst sem snöggvast hún bara vera stelpa, litil stelpa í umbúðum uppsctts hárs og málningar, og henni datt sem snöggvast i hug þegar liún var að stelast lit á hælaháu skónum hennar mömmu sinnar þegar hún var lítil og henni fannst sama tilfinningin grípa sig núna og þá er hún kom lieim á skónum eftir að hafa vaðið alla drullupolla í götunni á þeim. Billinn var kominn eitthvað út fyrir miðbæinn á dimma götu úti við sjó. Ninna fór úr kápunni og kvartaði um hita og benti bilstjóranum á hentugan stað til að stanza á. Það var algjört myrkur þegar hann liafði slökkt bílljósin, aðeins nokkur hús voru í nágrenninu og eilt og eitt götuljós sást ofar í göt- unni. Ninna kveikti sér í slgarettu og Heiða sá við bjarmann af henni að maðurinn við stýrið tók af sér gleraugun og hún færði sig út að hurðinni þegar hún fann að sessu- nautur hennar var farinn að færa sig nær henni. Ninna hlól — Hvern- ig gengur það þarna aftur í? Gunni, ég hef aldrei séð kvenmann forð- ast þig fyrr, er þér eitthvað farið að fara aftur eða hvað', ætlar þú kann- ski að láta það ásannast að stelpan vísi þér á bug eða hvað? Heiða fann reiði gjósa upp i sér og hún var ekki lengur hrædd við þennan kvennabósa þarna við hliðina á sér, hún hló. — Eg hef ekki hugsað mér að láta kenna mér eitt eða annað hérna, þakka ykkur fyrir og ef þið ekki viljið aka mér strax niður í bæ þá get ég gengið. — Er það nú ofsi. Ninna varð reiðileg. — Erum við kannski ekki nógu góður félagsskapur fyrir ung- frúna eða hvað? Svona Gunni, taktu stelpuna nú og hristu úr henni gjmontið, hún hefur gott af því. Hún Vþreif hendinni aftur fyrir hnakka Heiðu og ýtti lienni í fang manns- ins, sem tók utan um hana og hló við lágum hlátri og liélt henni þétt upp að sér. — Hvað er þetta kona, ertu hrædd við karlmenn eða hvað er þetta? Hún sparkaði í fót- legg hans með támjóum skónum. — Ég lief hugsað mér að velja mér félaga sjálf ef þér væri sama. Hún ællaði að fara út úr bílnum en hann hélt henni fastri. Ninna virti fyrir sér viðureignina ánægð á svip en bllstjórinn hafði orð á að bezt væri að skila stelpunni og vera ekki að stríða henni meira. Maðurinn við hlið liennar herti takið utan um hana og hún fann að það, sem í fyrstu hafði verið leikur af hans liálfu var það ekki lengur. Hann var andstuttur og hún fann ein- beittan vilja hans og andúð hennar varð að skelfingu. Hún barði frá sér í blindni og komst einhvern veginn út úr bílnum og hljóp af stað, beint af augum, eflir dimmri götunni, hljóp yfir polla og hvað sem var, bara að komast sem lengst burt frá þessu viðurstyggilega fólki. Hún bölvaði heimsku sinni á hlaupunum, bölvaði þeim kjiána- skap sínum að hafa ætlað að sýnast það sem hún ekki var. — Ég er bara stelpufífl eins og mamma segir, tautaði hún við sjálfa sig, og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.