Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.05.1964, Qupperneq 6

Vikan - 21.05.1964, Qupperneq 6
Færibandið mjakaðist áfram eins og lygn lækur eða hraun- elfan úr Surti, sem við höfðum séð líða út í sjóinn daginn áður. Bílarnir sem stóðu á bandinu voru búnir að fá á sig fullt sköpu- lag; einnig þeir liðu áfram og fólkið vann hröðum og fumlaus- um handtökum. Þetta gekk svo örúgglega fyrir sig; svo snurðu- laust og vélrænt, að mér datt í hug hringsól himintungla og pláneta þar sem engu skeikar. Ung stúlka í grænum sam- festingi tók hvítt spjald úr stafla og í sömu svifum kom færi- bandið með bíl inn á það svæði, sem hún hafði til athafna. Hún smellti spjaldinu í þar til gert gróp innan á hurð bílsins unz það féll eins og vera bar. Síðan tók hún skrúfjárn og skrúfaði nokkrar skrúfur og spjaldið var fast. Það stóðst á endum, að þá var færibandið að mjaka bílnum út af athafnasvæði hennar, þar sem næsti maður var tilbúinn með næsta hlut. Og jafnframt stóðst það á endum að næsti bíll leið inn í stað hins, þegar stúlkan hafði fengið ráðrúm til að leggja frá sér skrúfurnar og skrúfjárnið og taka sér nýtt spjald í hönd. Svona líður dagurinn í þessari verksmiðju, Thorslandaverken í úthverfi Gautaborgar, þar sem einn Volvo rennur fullbúinn út á mínútu hverri þann tíma sem unnið er. Sumir fyllast óhugn- aði yfir því að sjá fólk svona bundið við vinnu; er þetta ekki þrældómur í nútíma formi, sem fólk tekur þó þátt í af fúsum og frjálsum vilja. Það er ekki sízt fslendingum, sem kann að detta eitthvað slíkt í hug. Við höfum ekki kynnzt stóriðju af VIKAN heimsækir þessu tagi og flestir kunna því betur að geta hagað sér eftir eigin höfði og haft eigin hentisemi um vinnuhraða. Samt sem áður er þetta vélræna skipulag undirstaða þess, að bílar kosta ekki enn meira en þeir gera og finnst þó mörgum nóg um. Þess ber að gæta, að hlutur eins og bíll er tæknilegt undur, samsett úr mörg hundruð flóknum einingum í mjög samþjöppuðu formi. Að sjá/ þessar einingar koma saman sitt úr hverri áttinni og taka smám saman á sig form hlutar sem öllum er kunnugt, það er ævintýri líkast. Þegar fyrsti Volvo-bíllinn rúllaði á öllum fjórum út af færibandinu 1927, voru menn hátíðlegir á svipinn því það var stór dagur fyrir sænsk- an iðnað. Svo átti að fara reynsluferð en þá gerðist það að bíllinn fór afturábak, þegar höfundar hans ætluðust til að hann færi áfram. Það er víst engan vegin sama, hvernig allur sá fjöldi tannhjóla snýr, sern fundinn verður í einum gírkassa. Þeir voru fljótir að bæta úr þessu og snúa öllum tannhjólum rétt og síðan hefur Volvo getið sér orðstn um allan heim sem framúrskarandi öruggur og sterkbyggður bíll. Þeim héfur frá upphafi verið ljóst, að þeir áttu aðeins einn kost í samkeppni við þjóðir, þar sem bílaframleiðsla er rekin sem stóriðja, og það var að vanda sig og vanda sig og vanda sig. Gæðin fyrst, eða þeir mundu vera slegnir út. Þetta gildir ekki aðeins fyrir Volvo, heldur og ýmsa aðra sænska framleiðslu. Þeir búa til dæmis aðeins til eina einustu tegund af myndavélum, Hasselbad, en hún er aftur á móti talin bezta mynda- vél sem völ er á. Draken er ef til vill bezta orrustuþota heimsins og Sjálfvirkninnl veruur ekki alls staðar komið við. Sumstaðar verður að Reynslubraut fyrir jeppann. Hann fer það sem engu farartæki virðist fært; er fremUr notast við handverkfæri. Hér eru þodýin slípuð. ' »tið þekktur hér á landi ennþá og allmikið dýrari en hinir vcnjulegu jeppategundir. g — VIKAN 21. tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.