Vikan


Vikan - 21.05.1964, Side 31

Vikan - 21.05.1964, Side 31
það bil þrjátíu sentimetrum fyrir neðan hana, en fór augsýnilega lækkandi, þótt hægt væri. Ég sá nú, að önnur af konunum, sem eftir voru á þakinu, var um tvítugt. Hnú var Ijóshærð, og renn- votur náttkjóllinn klesstist að lík- ama hennar. Hún starði tómum aug- um út yfir vatnið. „Það er fjölskylda hennar, sagði maðurinn, sem hafði hjálpað mér. „Hún veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Flóðið lagði húsið þeirra ( rúst, sagði hún mér, þegar ég fann hana í Königsstrasse og kom með hana hingað". Sex eða sjö lík flutu framhjá í vatnsskorpunni, og er dagsbirtan óx, sáum við, að svo langt sem augað eygði var ekkert að sjá nema vatn og aftur vatn. Einnar hæðar hús og önnur sem stóðu í lægð- um, voru annaðhvort algerlega horfin, eða hulin í vatninu. Sum húsin, eins og til dæmis það, sem við vorum á, stóðu enn uppi, en misjafnlega heil og misjafnlega stöðug. Stór alda kom veltandi niður göt- una, um það bil metri að hæð. Ég greip börnin mín, og kallaði varnaðarorð til hinna á þakinu. Aldan reið yfir þakið, og með henni allskonar rusl, trébútar, tómir kass- ar og þessháttar, en húsið hrikti og skalf undan þunga vatnsins. Þegar hættan var liðin hjá, sá ég, að aldan hafði borið með sér þrjú lík, eitt af konu og tvö af karl- mönnum, og höfðu þau festst bak við það, sem eftir stóð af reyk- háfnum. Þakið varð þurrt á ný, og ég fékk Gerdu börnin, en hélt í áttina til reykháfsins. Þegar ég var að ýta likunum niður af þak- inu, tók það allt í einu að gefa undan þunga okkar. Húsið riðaði allt og skalf. Ég kallaði á Gerdu, greip í hana og börnin og drá þau upp að reykháfnum, og einmitt í sama vetfangi féll suðurhluti húss- ins, og ailt hitt fólkið af þakinu hvarf í elginn. Ég hjúfraði börnin upp að mér, og við hímdum þarna á miðveggnum, sem nú stóð undir öllum þunga vatnsins, en vissi um leið, að hann myndi brátt brotna, þar sem ytri veggurinn var þegar farinn. Ég vissi, að við Gerda myndum geta bjargað okkur sjálfum, og ef til vill sitt hvoru barninu, en það var ekki nóg. Ég tók í náttkjól hennar, svifti stórum hluta hans af líkama hennar, og reif hann niður í ræm- ur. Ég sagði henni að snúa sér við, þar sem hún lá á hnjánum, tók síðan Hildé og setti hana á bak Gerda, þannig, að litlu fæturnir og litlu handleggirnir teygðust sem mest utan um Gerdu. Þannig batt ég barnið á bak konu mirinar eins vendilega og ég gat. Síðan beygði ég mig eins langt niður og ég gat, og Gerda batt son okkar á bakið á mér á sama hátt. Þegar hún hafði lokið þv(, settist ég upp á hnén, tók hina dótt- ur okkar, lagði hana'að brjósti mér og lét Gerdu binda hana þar. Það var ef til vill brjálæði að gera þetta, því möguleikar okkar á þv(, að komast lifandi af með þessar byrðar voru harla litlir. En við viss- um bæði, að við elskuðum börnin svo mikið, að hvorugt okkar hefði viljað lifa lengur, ef þau væru drukknuð. „Ef veggurinn brotnar alveg, þá reynum við að komast af á sundi", sagði ég við Gerdu. „Þú réttir mér höndina, og við reynum að halda saman". Við biðum. í dagsbirtunni blasti við gjöreyðilegging alls staðar. Það, sem einu sinni hafði verið falleg útborg, heimili mikils hluta af vinn- andi fólki ( Hamborg, var nú rústir, þar sem lífvana menn, konur og börn flutu í moldarlitu vatninu inn- an um rusl og upprifin tré, en við sátum á veggnum, og biðum björg- unar, — eða dauða. Veggur, sem við sátum á, riðaði undan þunga vatnsins. Ég sagði ekkert við Gerda, en ég vissi að endirinn var ekki langt undan. Allt í einu gaf hún frá sér lágt óp, hálf reis upp, og benti. Ég reis varlega upp, svo að ég felldi ekki veikan vegginn, og sá lítinn árabát koma niður það, sem einu sinni var gatan. í honum voru einn fullorðinn maður og nokkur börn. Ég æpti á manninn, hann veif- aði mér, og réri í áttina til okkar. Ég hjálpaði Gerdu niður, aðeins tvö fet, og hífði mig slðan sjálfur nið- ur, með börnin enn bundin við mig. Ég byrjaði að þakka manninum björgunina, og lá við, að rödd m(n brysti af kæti, en þá kom ég auga á litla, drukknaða telpu, sjö eða átta ára, sem lá frammi í stafni á bátnum. Maðurinn réri áfram, hryggur á svip, og tók upp í bátinn konu með barn. Hann gat ekki tekið fleiri, því borðstokkar bátsins námu nær þv( við vatnsskorpuna. Ég hjálpaði hon- um að róa, og skömmu seinna kom- um við að herbíl, með fólki innan borðs. Vatnið náði þá vel yfir hjól þessarar stóru bifreiðar. Hermenn hjálpuðu okkur upp í bílinn, og þegar hrygga manninum var bjarg- að, tók hann litla líkið í fang sér og sagði : „Hún var allt, sem ég átti, hún var allt, sem ég átti. Og ég gat ekki bjargað henni. Hún drukknaði í rúminu sínu". ★ KONAN MEÐ HNÍFINN Framhald af bls. 19. „Júdas?“ Hann sendi lienni hvasst augnaráð, tortrygginn á svip. Hún kinkaði kolli, með augun á hnífnum. „Ekki Júdas, þegar hann kemur þrammandi og rétt- ir fram höndina eftir silfurpen- ingunum, lieldur þann Júdas, sem skilaði aftur þessum þrjá- tiu peningum. Ég held,“ hélt FRAMUS er frábær EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: HLJÓÐFÆRAVERZLUN SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Vesturverl — Aðalstræti 6 — Sími 11315. KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PÚÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIR. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA - FLJÓT AFGREIÐSLA. HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM. DÚN- 0 G FIÐURHREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) S(mi 18740 VIKAN 21. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.