Vikan


Vikan - 21.05.1964, Side 36

Vikan - 21.05.1964, Side 36
út í horn á sófanum, þar sem hún sat, til þess að gefa henni rúm. Gertie hopaði á hæl. „BarniS gæti smitast af þess- ari veiki, — og svo get ég ekki beðið.“ Hún flýtti sér til baka fram í forstofuna og bankaði á hinar dyrnar. Ein af konunum i bið- stofunni kallaði skrækróma: „Læknirinn er að sauma sam- an fótasár á manni, og svo verð- ið þér að bíða, þar til röðin kem- ur að yður!“ Gertie bankaði fastar og var nú í þann veginn að opna liurð- ina, þegar henni var lokið upp innan frá og livítklædd stúlka birtist í dyrunum. „Þér verðið qð bíða þarna frammi. Læknirinn er ■—■“ „Ég get ekki beðið,“ greip Gertie fram í. Iíún losaði um á- breiðuna og sýndi drenginn. Hjúkrunarkonan leit á Amos og virti fyrir sér andlit hans andartak, áður en hún kom auga á blóðugan háls drengsins og trépípuna, en þá sneri hún sér snöggt við og sagði hægt og ró- lega: „Þessa leið liérna, — gerið þér svo vel.“ Hún vísaði Gertie inn í litla stöfu, sem aðeins liafði að geyma hátt járnrúm, einn stól og lampa í loftinu með sterku ljósi. „Leggið drenginn í rúmið og afklæðið hann, -—- ef þér getið, án þess að gera lionum meint i hálsinum,“ sagði hún og hvarf til baka. Hún var komin inn aftur með lækninn sér við hlið, áður en Gertie hafði lokið við að klæða drenginn úr ytri buxunum. Læknirinn var hár og grannur maður, fölur og ljóshærður. Hann stóð stutta stund hugs- andi yfir Amos, en í mótsetningu við hjúkrunarkonuna, lét hann augun dvelja við trépípuna, þeg- ar liann tók eftir henni. Hann opnaði varirnar, lokaði ])eim og opnaði þær aftur og sagði lágt við hjúkrunarkonuna og blátt áfram: „Það er bezt, að við setjum upp súrefnistækin, systir,“ og við Gertie: „Við skul- um skipta um pípu.“ Siðan aft- ur við hjúkrunarkonuna yfir öxl sér: „Við skulum gefa hon- um penecilinsprautu. Opnið svo nýju blóðvatnsflöskuna og komið með hana hingað.“ Hann stakk lilustunartækjun- um í eyrun og byrjaði að hlusta Amos. Gertie stóð og fylgdist ná- kvæmlega með öllum svipbreit- ingum á andliti læknisins og strauk hægri lófanum látlaust yfir hnúana á vinstri hendi. Þegar hann hafði hlustað drenginn, rétti liann sig upp og leit á hana. „Er barnaveiki að ganga þarna hjá ykkur?“ Iíún kinkaði kolli. „En ég vissi það ekki, —- ekki fyrr en —.------með Schick ryðfría rakblaðinu með langvarandi egginni fengu þeir allir þann mýksta og þægilegasta rakstur, sem þeir höfðu nokkru sinni upplifað. Hvert blað gefur sömu þægindin dag eftir dag í 10 — 15 —■ 20 rakstra og jafnvel enn fleiri. Við auglýsum sjaldan. Schick-blaðið gerir það sjálft, og þar af leið- andi er verðið lágt. 3 blöð í pakka kr. 19,85. 5 blöð í hylki kr. 32,95. PASSAR í ALLAR RAKVÉLAR. Heildverzlun Péturs Péturssonar, Suðurgötu 14, sími 19062 um hádegi í dag, þegar Sue Ann- ie kom og sagði mér það. Haldið þér, að ...“ Hún leit á trépíp- una. „Gerði ég ... gerði ég rangt? Ég gat bara ekki staðið aðgerð- arlaus.“ Hann tók við sprautunni, sem hjúkrunarkonan rétti honum, og stakk hcnni i lærið á litla drengnum. „Þér gerðuð það eina, sem hægt var að gera,“ sagði hann. „Ég liefi nokkuð góða von um ])að bezta.“ Hjúkrunarkonan ók'inn ein- hvers, konar málmhylki á hjól- um og hélt á bakka i annarri hendi og breiddur dúkur yfir. Læknirinn sagði Gertie að bíða frammi. Hjúkrunarkonan heyrðist skunda fram og aftur, og Gertie heyrði stöðugar hringingar, sem hún skildi að mundu vera i sima. Og hún heyrði hana hvað eftir annað segja orðin „lækn- irinn“ og „upptekinn", og einu sinni sagði hjúkrunarkonan: „Bara taka það rólega, hann nær i tæka tíð, — það eru ennþá fimm mínútur milli verkjanna." Þes á milli heyrði hún i gegn- um liurðina og eins og í fjarska daufar stunur og hljóð i barni, og hún heyrði lika í ennþá meiri fjarska lágan klið frá biðstof- unni og útidyrahurðina opnast og lokast, þegar nýir gestir bætt- ust við. Læknirinn kom út úr stofunni, ]>ar sem Amos lá, og Gertie flýtti sér til móts við hann. „Eruð þér mjög þreyttar?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. „Þér fáið þann starfa að sitja við rúmið hans í nótt og líta eftir pípunni. Hún má ekki lok- ast. — Ef þér sofnið og pipan stiflast, þá kafnar hann. Ég lít inn aftur, kannske einhvern- tima um miðnættið. Hjúkrunarkonan dokaði við og brosti þreytulega. „Það er kaffistofa hérna hin- um megin við götuna. Seinna í kvöld get ég setið hjá honum ofurlitla stund, meðan þér hlaup- ið bangað og drekkið lcaffisopa.“ Og síðan var hún horfin á cftir lækninum.. Gertie laut yfir Amos og horfði lengi á hann, þar sem liann lá undir hvitum tjaldliimni. Hún rannsakaði stöngina, sem tengd var við handlegg hans og flösk- una, sem, hékk yfir rúminu. Og það komu hrukkur á enni henn- ar, þegar hún sá nýju pípuna i hálsinum á drengnum. •— Gat hann virkilega fengið nóg loft i gegnum þessa auðvirðilegu pipu? Eftir dálitla stund hafði froða myndast á pípuendanum. Hún rétii höndina inn i tjaldið og ]>urrkaði hana burt. Síðan þreifaði hún í skyndi á púlsæðinni, en sleppti hönd hans næstum samstundis og brosti ofurlitlu gleðibrosi. 20 — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.