Vikan


Vikan - 21.05.1964, Síða 48

Vikan - 21.05.1964, Síða 48
eigum vifc að vera þarna, kapteinn? Við getum ekki tekið nein ósköp af mat með okkur. Brauð, ost, solt og flesk. Ekkert tóbak — þoð er of mikil óhætta að vera með reyk eða eld. Þetta er erfitt land, kapt- einn. Fen og fenjaskógar. — Við skulum búa okkur undir að vera þar í þrjó daga. Veðrið getur breyzt og stöðvað okkur þar í einn eða tvo daga. Við skulum hafa með okkur dólítið af góðum veiðitækjum. Eg ætla að taka með mér byssu. Það er aldre iað vita, hvað fyrir getur komið. — Nei, kapteinn, sagði Quarrel samþykkjandi. Svo þögðu þeir bóð- ir þangað til þeir komu til Port Maria. Þeir fðru gegnum litla þorpið og ófram yfir höfðann til Morgan- hallarinnar. Þetta var einmitt eins og Bond minntist þess — eyja undr- unarinnar reis upp úr kyrrum fló- anum, kanóarnir lógu I röðum ó ströndinni og í fjarska heyrðist í briminu við rifin, sem höfðu svo nærri orðið honum að aldurtila. Héðan átti Bond margar minningar. Loks komu þeir að hliðinu, sem lá upp að húsinu. Quarrel fór út og opnaði hliðið, en Bond ók í gegn og upp á hlaðið fyrir framan hvíta einnar hæðar húsið. Það var mjög rólegt þarna. Bond gekk um- hverfis húsið og yfir flötina niður að ströndinni. Já, hér var það. Hann endurlifði það stundum í martröðum sínum. Hann stóð og horfði út yfir sjóinn og hugsaði um Solitaire, stúlkuna sem hann hafði komið með til baka, rifna og blæð- andi. Hann bar hana yfir flötina upp að húsinu. Hvað hafði orðið af henni? Hvar var hún niðurkomin? Bond snarsnerist á hæl og gekk aftur upp að húsinu og stuggaði frá sér þessum gömlu minningum. Klukkan var hálf níu. Bond tók upp úr töskum sínum og hafði fata- skipti. Hann fór í stuttbuxur og sandala. Brátt barst ilmur af kaffi og bacon um húsið. Þeir gerðu stundatöflu meðan þeir borðuðu — á fætur klukkan sjö, sund, morgun- matur, sólbað í klukkustund, síðan hlaupa eina mílu, þá synda aftur, fá sér hádegismat, miðdegisblund, sólbað, sund, heitt bað og nudd, kvöldmat og í rúmið klukkan níu. Að morgunverði loknum hófust þeir handa. Ekkert truflaði þá þessa þjálfun- arviku, nema stutt frétt í The Daily "Gleaner og skeyti frá Pleydell- Smith. í Gleaner stóð að Sunbeam sportbfll, H. 2743, hefði lent í hörð- um árekstri á leiðinni milli Spanish Town og Ocho Rio vegarins, á leið frá Kingston til Montego. Þar hafði stór vörubifreið ekið í veg fyrir Sunbeam bílinn þegar hann kom fyrir beygju. Báðir bílarnir lentu út af veginum og ofan í skurði. Þeir sem voru f Sunbeam bílnum, Ben Gibbons og Josiah Smith, biðu báðir bana. Herra Bond, ferðamað- ur frá Englandi, sem hafði þennan bfl með höndum, var beðinn að gefg sig fflom vlð n^stiu lögreglu- - WXAK U. «bL Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan hátt Hinn sjálffyllti Cutipen gefru mýkj- andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svr að neglur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann í handtösku. Cutáp&n' fæst i ölium snyrtivöruverzlunum. Handhægar áfyllingar. Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaáburð, sem seldur er í pennum, jafn handhæg- um 1 notkun og Cutipen. Stöð. Bond brenndi þessu eintaki af The Gleaner. Hann vildi ekki valda Quarrel óróa. Og þegar aðeins dag- ur var eftir kom skeyti frá Pleydell- Smith. Það var þannig: HVER HLUTUR INNIHÉLT NÓG CYANIDE TIL ÞESS AÐ DREPA HEST STOP STING UPP Á AÐ ÞÚ SKIPT- IR UM ÁVAXTAKAUPMANN STOP ÁRNAÐARÓSKIR SMITH. Bond brenndi einnig þessu skeyti. Quarrel tók kanó á leigu og þeir eyddu þremur dögum í að æfa sig að sigla honum. Þetta var klunnaleg skel. í henni voru tvær þóftur, tvær þungar árar og lítið segl úr skítugum striga. Þrátt fyrir allt var þetta skemmtilegt farar- tæki. Quarrel var ánægður með það. — I sjö eða átta klukkutíma get- um við siglt, kapteinn. — Þá fell- um við seglið og notum árarnar. Radarinn á ekki eins auðvelt með að sjá okkur með seglið niðri. Veðrið hélzt gott. Veðurspáin í Kingstonútvarpinu var hagstæð. Nóttin var svört eins og syndin. Mennirnir tveir bjuggu sig út. Bond fór í óvandaðar strigabuxur og bláa skyrtu og létta strigaskó. Loks rann kvöldið upp. Bond var glaður yfir því, að nú skyldu þeir loksins geta hafizt handa. Hann hafði aðeins einu sinni brugðið út af þjálfunartöflunni — til þess að gera nauðsynleg innkaup og kaupa líftryggingu Quarrels — og hann klæjaði í lófana eftir því að geta látið til sín taka. Hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann hlakkaði til ævintýrisins. Það var hæfilega spennandi, hæfilega erfitt, hæfilega dularfullt og óvinurinn miskunnar- laus. Hann hafði góðan samstarfs- mann. Vonandi gæfist honum tæki- færi til þess að reka „sumarleyfi í sól" ofan í M. Sólin hvarf úti við sjóndeildar- hring. Bond fór inn í svefnherbergi sitt, tók fram byssurnar tvær og leit á þær. Hvorug var honum eins töm og Berettan hafði verið, en hann vissi, að þær voru betri vopn. Hvora átti hann að taka? Hann lyfti þeim á víxl og vó þær í hendi sér. Það var sennilega ráðlegra að taka þá þyngri, Smith & Wesson. Það yrði lítið barizt í návígi, ef á annað borð yrði barizt á Crab Key. Eina byssan, sem þar myndi koma að gagni væri þung og lang- dræg. Þessi stóra og groddalega byssa hafði um tuttugu og fimm metrum meiri skotlengd en Walter byssan. Bond setti byssuhylkið inn- an á strenginn á strigabuxunum og stakk byssunni í. I vasa sinn setti hann tuttugu skot. Var óþarfi að taka allan þennan málm með í þessa ferð, sem ef til vill yrði ekki annað en skemmtiferð? Svo sneri hann sér að ísskápn- um, tók þar vænan skammt af kanadisku wisky, is og sódavatn og settist út í garðinn og horfði á síðustu sólargeislang. Skuggarnir komu skríðandi niður hæðina, aftan að húsinu, yfir flöt- ina og umhverfis Bond. Froskarnir tóku að tifa. Eldflugurnar, „glamp- arnir", eins og Quarrel kallaði þær, komu út og fóru að senda Ijós- merki sín. Bond lyfti flöskunni og leit á hana. Hann hafði drukkið einn fjórða úr henni. Hann hellti vænum slatta í glasið sitt og bætti ís í. Hvers vegna var hann að drekka? Af því, að hann átti fyrir höndum að fara yfir þrjátíu mílur af svörtum sjó í nótt? Vegna þess að hann var að hverfa á vit hins ókunna? Vegna Dr. No? Quarrel kom upp frá ströndinni: — Tíminn er kominn, kapteinn. Bond svolgraði það, sem eftir var í glasinu, og fylgdi Quarrel niður að kanónum. Hann vaggaði rólega í sjónum og bógurinn snerti sandinn. Quarrel fór aftur í og Bond klöngraðist um borð milli fremri þóftunnar og bógsins. Seglið, sem var vafið utan um stutt mastrið, var fyrir aftan hann. Bond tók upp aðra árina og ýtti frá, síðan sneru þeir frá og stefndu út milli rifjanna. Þeir reru hægt og rólega og sneru árunum í hendi sér þannig að þær komu ekki upp úr vatninu þegar þeir sóttu nýtt áratog. Þannig reru þeir hljóðlaust. Smáar öldurnar klöppuðu kinnungunum. Það var niðamyrkur. Enginn sá þá fara. Þeir yfirgáfu einfaldlega landið og hurfu út á sjóinn. Það eina sem Bond átti að gera var að halda áfram að róa. Quarrel stýrði. Orltíið brim var þar sem rifið opnaðist út á sjóinn. Bond fann átök Quarrels við að stjórna bátnum þegar hann veltist í brim- rótinu. Aftur og aftur rak Bond ár sína í rifið. Loks komust þeir í gegn. — Nú er allt í lagi, kapteinn, sagði Quarrel lágum rómi. Bond hætti að róa, innbyrti árina og sett- ist niður í þátinn með bakið mót þóftunni. Hann heyrði þegar Quarrel vafði strigaseglið utan af siglutrénu og fann kippinn þegar vindurinn tók í það. Báturinn hallaðist að- eins. Örlítil sletta kom upp með hliðirtni og skvettist framan í Bond. Golan var gð kólna og nóttin yrði köld. Bond kreppti hnén og vafði handleggjunum utan um þau. Hon- um þótti sætið nú þegar óþægi- lega hart og þóftan skarst inn í bak hans. Honum flaug í hug, að svona óþægilegt upphaf mundi hæfa þessari ferð. Framundan sáust ekki nema út- línur umheimsins. Yfir þeim glitr- uðu fáeinar stjörnur. Bond reyndi að telja stjörnurnar, en gafst upp þegar hann var kominn vel yfir hundrað. Hann leit aftur. Fyrir aft- an Quarrel sá hann glitra á Ijós- in í Port María. Þeir voru þegar komnir nokkrar mílur út. Bráðum yrðu þeir komnir einn tíunda hluta leiðarinnar, svo fjórðung, svo helm- ing. Um miðnættið átti Bond að taka við stjórninni. Hannn stundi, lét höfuðið síga niður að hnján- um og lokaði augunum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.