Vikan


Vikan - 21.05.1964, Side 50

Vikan - 21.05.1964, Side 50
£ fV' Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípum eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hita- skúffu. H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hufnarfirfii - Himnr: 50022, .100.!;} oij 50.122. - Ilcykjnvik - Simi 10222 - Vcsturvcr aðist til annarrar hliðarinnar. Þetta var fallegt bak. Hörundið var eins og mjög Ijóst kaffi og gljóði á það eins og satín. Hr ’ggjar- liðirnir voru mjög greinilegir og gáfu til kynna að stúlkan væri sterkari en almennt gerist um kven- fólk. Sitjandinn var næstum eins þéttur og nettur og á ungum dreng. Fæturnir voru beinvaxnir og falleg- ir og iljarnar voru ekki fölar. Þetta var hvít stúlka. Hár hennar var kornljóst. Það var axlarsítt og skipti sér rakt utan um háls hennar. Græn köfunar- gríma sat á enni hennar og græn gúmmíteygja hélt hárinu frá aug- unum. Þessi sjón, auð ströndin, grænt og blátt hafið, þessi Ijóshærða nakta stúlka, minnti Bond á eitthvað. Hann velti því fyrir sér. Jú, hún var eins og Venus Bottice11is. Hvernig hafði hún komizt þang- að? Hvað var hún að gera? Bond leit til hægri og vinstri eftir strönd- inni. Hún var ekki svört, eins pg honum hafði virzt í nótt, heldur dökkbrún. Til hægri sá hann alla leið að ármynninu, sem var ef til vill fimm hundruð metra í burtu. Ströndin var auð og kennileitalaus. Ekkert rauf lif hennar annað en litlir fölbleikir hlutir. Það var mikið af þeim. Þetta hluta að vera ein- hverskonar skeljar og þær voru eins og fallegt skraut á þessum dökk- brúna feldi. Hann leit til vinstri, en þar skyggðu klettarnir á útsýnið í um tuttugu metra fjarlægð. Þar var lítill kanó, sem hafði verið dreginn upp undir klettana. Hann hlaut að hafa verið léttur. Að öðrum kosti hefði hún ekki getað dregið hann þangað ein. Kannske hún væri ekki ein. En það voru aðeins ein fótaför, sem lágu frá klettunum niður að sjónum, og síðan aftur upp á ströndina, þar sem hún nú stóð. Atti hún heima þarna, eða hafði hún einnig komið frá Jamaica um nóttina? Það var varla fyrir stúlkur. En hvað um það, hvað í drottins nafni gat hún verið að gera þarna? Eins og hún hefði heyrt þessa hugsuðu spurningu hans, lét hún það detta, sem hún var með í hend- inni. Þetta voru skeljar. Þær voru sterkbleikar. Stúlkan leit á það sem hún var með í vinstri hend- inni og blístraði lágt. Það var sig- urhljóð í blístrinu. Hún var að blístra ,,Marion", lítið, snoturt kalypsolag, sem nýlega hafði verið tekið fram og dustað af því rykið og hafði unnið sér frægð utan Jamaica. Þetta hafði alltaf verið eitt af uppáhaldslögum Bonds. Það var svona All day, all night, Marion sittin' by the seaside siftin' sand . . . Framhald í næsta blaði. I FULLRI flLVORU Framhald af bls. 2. baráttunnar; það þyrfti einungis fólk til að ýta á linappa. Svo hafa liðið nálega tveir tugir ára frá stríðslokum. ViS höfum lifað í vellystingum prakt- uglega, bókabúðunum hefur fjölgað og skemmtistaðir eru á- líka margir í Reykjavík «,5 í sumum milljónaborgum. Við höf- um eignast atvinnumann í skák, reynt að synda yfir Ermarsund og fengið fegurðardrottningu á Langasandi. Allt var þetta harla gott. En nú er verið að segja, að einhver fjárinn' Iiafi gleymzt í öllum önnunum og ríkidæminu. Tæknimenntun. Hvað er það? Er ekki nóg að styðja á hnappa? Nei, nú er það lýðum ljóst, mörgum árum of seint, að linappar leysa ekki vandann. Meira að segja ráðamenn þjóðar- innar eru farnir að tala um þetta og sumir halda, að þeir skilji það. Við höfum ekki notað okk- ur forskotið, sem við fengum á striðsárunum. Aðrar þjóðir hafa lagt harðara að sér, unnið betur, skilið betur og nú sjáum við á eftir þeim á þessari lilaupa- braut. Það þarf að spyrna rösk- lega í til að ná þeim og gott ef það hefst. Það virðist vera á allra vit- orði, að fræðslukerfi okkar sé afar gallað, ef ekki gersamlega úrelt. Samt er það látið dankast ár frá ári án breytinga. Sama getur orðið uppi með hina aug- Ijósu vankanta á tæknimenntun- inni. Samt er löngu komið að skuldadögum; víxillinn fallinn og kannske afsagður. Allir at- vinnuvegir jjjóðarinnar en eink- um þó iðnaðurinn á í vök að verjast vegna þessa andvaraleys- is í fræðslumálum þjóðarinnar. Eg minntist á fiskinn og fryst- inguna, gúanóið og sóðaskapinn. Þess ber að geta, að við stóð- um framarlega á því sviði i stríðslok, þegar setzt var áð veizluborði stríðsgróðans. Þess ber líka að minnast, að á kreppu- árunum voru stofnuö nokkur þau iðnaðarfyrirtælci, sem bezt hafa spjarað sig eins og til dæm- is Vinnufatagerðin, Hampiðjan, Rafha, Ofnasmiðjan og Kassa gerðin. Því mun óhætt að slá föstu, að skortur á tæknilega menntuðu fólki, hlýtur að eiga eftir að há þessum fyrirtækjum ef hann gerir það ekki nú þeg- ar. í fyrsta sinn í vetur hefur ver- ið starfandi vísir að tækniskóla. Það gæli vissulega verið spor í rétta átt, en fer eftir því, hvern- ig haldið verður á spilunum. Innlendur tækniskóli verður líka aðeins góður svo langt sem liann nær; liklega verður það cnn um árabil jafn nauðsynlegt fyrir tæknifróða menn að nema að hluta erlendis, þar sem sjón- deildarhringurinn er víðari og tækifærin fleiri. GS. — VIKAN zi. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.