Vikan - 30.07.1964, Síða 7
leiðis, og verið alveg sammála
með það. En nú kemur þessi nýja
með tertur og allskonar fínerí.
Við hinar höfum samt ákveðið að
halda áfram með gamla lagið, en
vitum ekki hvað við eigum að
gera við þessa nýju. Eigum við að
tala við hana, — eða hvað?
Búkona.
--------Sennilegt er að hún viti
ekki ennþá hvernig hún á að hafa
þetta, sérstaklega ef hún þekkir
ykkur ekki ennþá nógu vel til
að spyrja. Hún vill gera sitt bezta,
sem eðlilegt er og ekki vera eftir-
bátur ykkar. Það ber ekki að
lasta, en aðeins taka sem góðan
vilja. Haldið bara áfram upptekn-
um hætti, það kemur að því að
hún fer að skilja og fer að ykkar
fordæmi.
Barnaleikrit
Kæri Póstur!
Þú sem hefur hjálpað svo
mörgum að koma hugmyndum
sínum á framfæri. Góða Vika,
svaraðu nú rétt og skilmerkilega.
Við erum vissar um að það mundi
auka mjög aðsókn að barnaleik-
ritum Þjóðleikhússins ef einungis
börn léku og yrði þá prófað á
sama hátt og í aðalhlutverk My
fair Lady. Þakka þér svo kærlega
fyrir framhaldssögurnar Dr. No,
eftir Ian Fleming, og Erkihertog-
inn og hr. Pimm, eftir Lindsay
Hardy. Okkur finnst Vikan eiga
lof skilið fyrir gott efni.
Með fyrirfram þökk.
Tvær átián ára.
P.S. Viltu gjöra svo vel að reyna
að koma hugmynd okkar á fram-
færi.
-------og hér er þessu svo kom-
ið á framfæri.
Fiskbolti
Ung og saklaus stúlka, sem
vinnur í frystihúsi, biður Póstinn
um hollráð. Hún segir að vinna
hennar sé í því fólgin að slíta
humar, en sig langi til að vinna
inni í frystihúsinu. Að öðru jöfnu
ætti hún að mega það, en það
leiða atvik hafi komið fyrir að
einhver hafi kastað humar í bak-
ið á einni konunni þar, og er þess-
ari ungu kennt um tiltækið. Hún
segist samt vera alsaklaus, enda
veit konan ekki hver henti, en
matsmaðurinn álítur hana seka.
Hvað á ég að gera? spyr hún
svo.
--------Kannske þetta sé eitt af
þeim óréttlátu atvikum, sem all-
ir verða fyrir einhvern tíma á
lífsleiðinni. Margir jafnvel oft. Ég
hef þó tilhneigingu til að halda
að eitthvað annað og meira liggi
hér á bak við. Þú þykir vafalaust
líkleg til að hafa gert svona hlut,
vegna þess að þú hefur ekki kom-
ið nógu vel og kurteislega fram.
Ef svo er, þá er þetta í rauninni
aðeins réttlátt, jafnvel þótt þú
hafir ekki hent humarnum að
þessu sinni. Leitaðu í huga þér
og vittu hvort þetta er ekki rétt.
Ef þú ert aftur á móti alveg
blá-saklaus og hefur aldrei gert
neitt af þér og alltaf komið vel
og kurteislega fram, þá er þetta
óréttmætt, og þú verður að gera
eitthvað í málinu, og það er að-
eins eitt að gera ...
Hentu humar í bakið á ekki-
sens matsmanninum.
Flöskuskeyti
Þetta flöskuskeyti fann ég á
fjörunni, skammt vestan við Dyr-
hólaey 16. júní 1964 kl. 7 síðdegis,
og sendi ég það nú í Póst Vik-
unnar með beztu kveðju.
Elín A. Daníelsdóttir,
Norðurgarði, Mýrdal,
V.-Skaftafellssýslu.
(Skeytið er hripið með Parker
kúlupenna á snepil, sem rifinn
hefur verið af einhverju sjókorti.)
„3/6 ‘64. Staður 7,2 sjóm. í
Arnard. og 6,8 sjóm. í Lundar-
drang, kl. 1407. Gefið upp fundar-
stað. Vinsamlegast sendist í póst
Vikunnar.“
--------Þú hefur aldeilis verið í
landhelgi, piltur minn, þegar þú
skrifaðir þetta skeyti. Og ég þyk-
ist nokkurn veginn viss um, að
það hafi ekki verið mjólkur-
flaska, sem þú tæmdir til að
troða skeytinu í.
Annars hefur Landsíminn
einkarétt á öllum skeytasending-
um hér á landi, svo þú getur
fengið bágt fyrir þetta, ef það
kemst upp hver þú ert.
Annars veruðr það að játast, að
við skiljum ekki fullkomlega til-
ganginn með þessu skeyti.
■
Gerð 4403-4 faanlegar með
3 eða 4 hellum, glópípum eða
steyptum (heilum), klukku
og Ijósi, glóðarrist og hita-
skúffu.
H. F. RAFTÆKJAVERKSMiÐJAN
Hafnarfiröi - Sinuir: T>()022, r)()02S og r>():i22.