Vikan


Vikan - 30.07.1964, Side 14

Vikan - 30.07.1964, Side 14
Stóriðja, orkuver, erlent fjármagn, kíló- wött, milljónir, ráðstefnur, vatnsafl, boranir — allt eru þetta orð, sem heyrast hér á fs- landi æ oftar, og fylla hugi landsbúa. Tækni nútímans (eitt slíkt orð í viðbót) er orðin svo fullkomin og víðtæk, að það sem fyrir tuttugu til þrjátíu árum voru álitn- ir eintómir draumórar, er nú margt orðið að bláköldum veruleika. Tæknin gerir tvennt: hún nýtir betur þær orkulindir, sem til eru — og þarf jafnframt fleiri og meiri orkulind- ir. Um leið og orkan er nýtt betur, eru fram- leidd ný og ný tæki, sem fá meiri markað meðal almennings, sem aftur þarfnast meiri orku. Þótt hvert einstakt tæki þarfnist minni orku og sé um leið ódýrara í notkun, fjölgar tækjunum svo ört í heild, að orkuþörfin verður meiri. Þessvegna er alltaf verið að tala um þörf- ina á meiri og ódýrari orku, reynt að finna nýjar leiðir til að nýta þá orku, sem til er, og reynt að finna nýja orkugjafa —- nýjar orkulindir. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan vísinda- menn fundu upp aðferðir til að nýta þá geypi- legu orku, sem felst í efniskjarnanum — kjarnorkuna. Vonir manna voru þá miklar um það, að það mundi takast á örfáum ár- um að nýta hana til einstaklingsþarfa á friðartímum. Þetta hefur þó reynzt erfiðara viðfangs tæknilega séð, en búizt var við, og enn í dag er þessi draumur ekki orðinn að raunveruleika, og verður sennilega ekki næstu 10—20 árin. Þessvegna er það, að menn eru daglega að reyna að finna nýjar leiðir til að nýta þá — VIKAN 31. tbl. orku, sem til er — á sem ódýrastan hátt. í sjálfu sér er hér aðeins um það að ræða, að finna nýjar aðferðir til að nýta sömu grundvallarorkuna, — því að öll orka jarðar- innar, einnig kjarnorkan — kemur frá sama grundvallarorkugjafanum — sólinni. Hvaðan sólin fær sína geysilegu orku er aftur annað mál. Allar þær orkulindir, sem maðurinn hefur fundið í jörðu, kol, olía, gas o. fl., kemur upp- haflega frá sólinni, því þetta eru allt mis- munandi gamlar jarðarleifar, sem áður lifðu og döfnuðu í sólarljósi, fengu þaðan sína lífsorku og fóru með hana í moldina, flutt- ust æ neðar og breyttust smám saman í önnur efni, sem maðurinn hefur síðan nýtt á margvíslegan máta. Jafnvel vatnsaflið, sem við íslendingar er- um svo hreyknir af, byggist einungis á orku- gjöf sólar, sem heldur við hinni eilífu hring- rás vatnsins frá yfirborði jarðar — upp í háloftin með uppgufun — aftur niður til jarðar með regni. Síðan rennur vatnið stytztu leið til sjávar með sínum þunga, sem nýttur er til orkugjafar. Það vill svo til, að sú eina orkulind, sem til er hér á landi, er vatnsaflnð — og nóg af því. Þessvegna er það, að í leit okkar að ein- hverju til að lifa af, höfum við auðvitað hyggt vonir okkar á vatnsaflinu. Spurningin er aðeins sú: Hvað eigum við að gera við allt þetta vatnsafl? Alla þessa ónýttu orku? Eigum við að nýta hana sjálfir á einhvern hátt, eða eigum við að gera öðr- um kleift að nýta hana og greiða okkur fyrir? Lengi vel hefur það verið álitið óumflýj- anlegt, að ef þessi orka ætti að nýtast á ann- að borð, mundi þurfa að gera það hér á staðn- um. Kol og olíu er hægt að flytja hvert sem er, en vatnsafl er ekki flytjanlegt um langan veg. Eða hvað? Jú, viti menn. Fyrir nokkrum árum síðan varð sú framför í tækninni, að fundin var upp örugg og þægileg aðferð til að flytja -— ekki vatnið sjálft — heldur vatnsorkuna um óravegu. Olía er flutt í pípum langar leiðir, og hefur gefizt vel. Auðvitað er líka hægt að flytja vatn í pípum, en þá missir það orku sína, sem byggist einungis á þyngd- arlögmálinu. Ekki efnabreytingu eins og kol og olía. En þessi nýja uppfinning gerði það kleift að flytja það rafmagn, sem framleitt er með vatnsorkunni á staðinn, langar leiðir. Án þess að orkumissir sé verulegur á leiðinni. Við vitum að hægt er að flytja orku vatns- ins — raforkuna — frá Soginu til Reykja- víkur, og jafnvel lengra. En á þessari leið verður mikil orkubreyting, sem gerir það nauðsynlegt að hafa með vissu millibili, dýrar spennistöðvar, til þess að koma aflinu óbrengluðu alla leið. En þessi nýja uppfinning gerir þessar milli- stöðvar algerlega óþarfar, svo að nú er hægt að flytja rafmagn langar —- langar leiðir, án þess að orkumissir verði verulegur. Sennilega var það Jónas Sveinsson, læknir,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.