Vikan - 30.07.1964, Side 16
Angelique gat ekki að sér gert að hlæja og daufur roði færðist i
kinnar hennar. Hún leit niður á handavinnu sína og vissi ekki hvað
hún átti að segja. Til þess að breyta um umræðuefni, sagði hún:
— Þér helgið yður sem sagt eðlisfræðitilraunum, þarna í rannsóknar-
stofunni.
— Já og nei. Ég nota rannsóknarstofuna fyrst og fremst til þess að
rannsaka málma eins og gull og silfur.
— Gullgerðarlist, sagði Angelique og hélt niðri í sér andanum, því
henni datt allt í einu í hug kastali Gilles de Retz. — Hversvegna leitið
þér alltaf að gulli og silfri? spurði hún svo með ákafa. — Það lítur út
fyrir, að þér leitið að þessum málmum allsstaðar. Ekki bara á rann-
sóknarstofunni, heldur einnig á Spáni og Englandi og meir að segja i
litlu blýnámunni, sem fjölskylda min á.... og Molines sagði mér að
þér ættuð einnig gullnámur í Pyreneafjöllum. Hvers vegna þurfið þér
að eiga allt þetta gull?
—• Það þarf mikið gull, til þess að vera frjáls, Madame. Til þess að
geta helgað sig ástinni, má maður ekki hafa nein fjárhagsleg vanda-
mál.
— Látið yður ekki detta í hug, að þér munið vinna mig með gjöf-
um og rikidæmi, sagði Angelique reiðilega.
— Ég ímynda mér ekkert, kæra eiginkona, ég bíð eftir yður. Ég
andvarpa eins og skáldið: „Sérhver elskhugi verður að fölna í návist
ástvinu sinnar.“ Ég fölna. Finnst yður ekki, að ég hafi fölnað nóg?
Angelique hristi höfuðið og hló aftur.
— Ég trúi yður ekki, Monsieur. Þér eruð ekki svo ýkja fölur. Þér
lokið yður inni i rannsóknarstofunni, eða þá að þér hugsið um fall-
egu konurnar í Toulouse.
— Gæti hugsazt, að þér saknið mín, Madame?
— Ég sakna tilbreytingar, og þér eruð tilbreytingin holdi klædd.
Allt í einu hætti hann að vera hæðnislegur, og í þögninni, sem fylgdi,
fannst henni hún falla undir umvefjandi og heillandi áhrif hans. Henni
fannst hún vera nakin, Þegar brjósti hennar þrýstust út í kjólinn.
Hann er að reyna að töfra mig, hugsaði hún og Það fór um hana ör-
lítill hrollur af ótta og spenningi.
Joffrey de Peyrac hafði kvenhylli. Angelique gat ekki neitað því.
Það hafði ekki farið fram hjá henni, að það fór óróakliður um hóp
hinna fallegu vinkvenna hennar, þegar haltrandi lófatak Joffreys de
Peyracs heyrðist í einhverjum ganginum. Hann þurfti aðeins að sýna
sig til þess að það færi hitabylgja um allan vinkvennahópinn. Hann
vissi hvernig hann átti að snúa sér að konu, svo að henni fyndist hún
hafa verið valin úr hópi allra hinna. Angelique stirnaði eitt andartak,
þegar hún minntist orða gömlu fóstrunnar sinnar: — Hann heillar
til sin konur með göldrum....
16. KAFLI.
Móðursýkishlátur hljómaði um auðan hallarsalinn.
Angelique snarstanzaði og litaðist um. Það var kona sem hló. Ange-
lique gazt ekki að þeim sið sunnlendinganna, að hvila sig eftir hádegið
og hafði ákveðið að fara í rannsóknarleiðangur um höllina, heimili
hennar, sem ennþá var henni framandi að verulegu leyti. Þar var
ótölulegur fjöldi stiga sala og ganga, sem hún hafði aldrei komið í.
Hún sá dyr standa í hálfa gátt, nokkuð burtu, Gegnum Þessar dyr
heyrðist eins og vatni væri skvett, og hláturinn snögghætti.
—• Nú, þegar þú hefur róast skal ég hlusta á þig, sagði karlmanns-
rödd.
Þetta var Joffrey de Peyrac.
Angelique nálgaðist varlega og gægðist inn í gegnum dyragættina.
Eiginmaður hennar sat. Hún sá aðeins bakið á stólnum og aðra hönd
hans.
Fyrir framan hann lá gullfögur kona, á hnjánum í vatnspolli. Hún
var fallega klædd, í svartan kjól, en gegnblaut. Tóm bronsfata við
hliðina á henni, notuð til þess að kæla vínið I, sýndi greinilega hvaðan
vatnið hafði komið.
—• Hvernig vogar þú, að meðhöndla mig á þennan hátt, hrópaði hún,
hálfkæfðri röddu.
— Ég neyddist til, svaraði Joffrey í mildum tón. — Ég gat ekki
látið það viðgangast, að þú kastaðir virðuleik þínum fyrir augunum
á mér. Það hefðir þú aldrei fyrirgefið mér. Rístu nú á fætur, Carmen-
cita, og seztu í stólinn þarna gegnti mér.
Hún settist þar sem greifinn hafði vísað henni. Það var æði i augna-
ráði hennar.
— Hvað gengur á? spurði greifinn. — Þú fórst frá Toulouse fyrir
rúmu ári. Og svo skýtur þú allt í einu upp kollinum og kemur með
háværar kröfur. — Já, um hvað?
— Um ást! svaraði hún hásum rómi. — Ég get ekki lifað án þín.
Ég ligg glaðvakandi á næturnar og sé þig fyrir mér. Augu þín, hendur
þínar....
— Og fallega göngulagið? bætti hann við og hló lítið eitt. Svo reis
han á fætur og gekk til hennar, með yfirdrifið haltrandi göngulagi.
Angelique hafði ákafan hjartslátt. Hún vissi ekki hvað hún óttaðist,
kannske það, að eiginmaður, hennar legði höndina á öxl þess líkama,
sem svo blygðunarlaust var boðinn honum.
En de Peyrac greifi hallaði sér upp að borði milli stólanna. Hann
var með vindil í munninum og reykti eins og ekkert hefði í skorizt.
Hún sá aðeins á vanga hans, og það var heili vanginn. Allt í einu sá
hún allt annan mann, og adlitsdrættir hans voru hreinir og skýrir.
— Farðu aftur til Parísar, Carmencita, sagði Joffrey de Peyrac. —
Það er staður fyrir fólk af þínu tagi.
— Ef þú rekur mig burtu, fer ég í klaustur.
— Orvals uppástunga. Guðrækni er vist í tízku í Paris núna.
— Er það það eina, sem þú hefur að segja, hrópaði Carmencita og
augu hennar leiftruðu. — Ég er reiðubúin að grafa mig í klaustur,
ef þú sýnir mér ekki að minnsta kosti meðaumkvun!
— Meðaumkvunarlindir minar eru mjög takmarkaðar, og ef að
það er einhver, sem ætti að vera aðnjótandi þess, sem úr þeim kemur
í þessu tilfelli, Þá er það eiginmaður þinn, hertoginn. Reyndu ekki að
blanda mér inn í nornatilveru þína á nýjan leik, Carmencita. Leyfðu
mér að minna þig á nokkrar gamlar siðareglur varðandi ástina: „Hver
elskhugi á alls ekki að hafa meira en eina ástmey í takinu." Og þessi
hér: „Ný ást rekur gamla brott.“
Carmencita var náföl.
ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ:
Angelique er dóttir de Sancé baróns af Monteloup og elst upp í stárum
systkinahópi. Baróninn, berst í bökkum, og til þess aö geta gefiö börn-
um sínum sómasamlegt upeldi, slær hann i félagsskap viö ráösmann á
nágrannaóöali um uppéldi múldýra, og sömuleiöis vill ráösmaöurinn
hefja á ný vinnslu gamallar blýnámu l landareign barónsins. Fyrir þetta
hvort tveggja lætur ráösmaöurinn baróninn hafa m'ikla fjárupphœö
sem fyrirframgreiöslu. Þar meö er ákveöiö aö senda Angelique í klaust-
urskóla, en áöur en hún fer, kemst \hún aö samsœri um aö ráða konung-
inn af dögum, og getur komiö í veg fyrir þaö, meö þvíi aö stela skríni
meö eitrinu, sem nota átt'i, og nöfnum allra samsœrismannanna —
Þegar hún er 18 ára, er hún tekin úr klausturskólanum, því hinn flug-
rík'i greifi de Peyrac hefur beöiö hennar. Angelique er ráöahagurinn
á móti skapi, og álítur, aö til hans hafi veriö stofnaö vegna þess aö
greifinn vildi komast yfir blýnámuna, en hún er heimanmundur Ange-
lique. Enginn í fjölskyldu hennar hefur séö de Peyrac, en eftir því sem
sagt er, er hann Ijótur eins og djöfullinn og eftir því innrættur. En
hjónavígslan fer fram, þrátt fyrir hræöslu Angelique viö brúögumann,
sem er jafn ófrýnilegur og sagt var. Þegar \hann finnur ótta hennar,
sýnir hann henni tillitsseml og lætur hana eina, meö þeim ummælum,
aö hún muni sjálf leita til hans síöar meir. Hann hleöur á hana gjöfum,
og hún veröur smám saman rórri. Dag nokkurn kemur til þeirra gestur,
og Angelique hlustar meö athygli á vísindalegar samræöur þeirra, og
þegar gesturinn lœtur þau ein, heldur hún áfram aö tala viö mann sinn
um sama efni. Hann hlær viö, og kveöst hafa beitt ýmsum brögöum til
aö hafa kontist yfir konur, en áldrei heföi 'honum dottiö í hug aö nota
til þess stœröfrœöi.
— Talarðu þannig vegna eiginkonu þinnar? Þú hefur sem sagt tek-
ið þér hana fyrir ástmey.
Angelique þoldi ekki að heyra meira. Hún lagði á flótta. Hún þaut
eftir ganginum og hentist niður tröppurnar. Hún komst loks upp í her-
bergið sitt og kastaði sér endilangri á rúmið. Smám saman varð henni
Ijóst, að hún hafði ekki hugmynd um, hvers vegna henni var svona
mikið niðri fyrir. En hún taldi sér trú um, að Það skipti ekki máli.
Svona gat þetta ekki haldið áfram. Ást og ást aftur, Það var það sem
fór í taugarnar á henni. Allir töluðu um ást í þessu húsi. Höll hinna
glöðu vísinda.
— Ó, ég hata hann! Ég hata hann! hrópaði Angelique. Svo Þreif hún
iitla silfurbjöllu og hringdi henni óþolinmóð. Þegar Margot opnaði
dyrnar, skipaði hún henni að útvega bæði burðarstól og fylgdarlið.
Hún ætlaði að fara út til hallarinnar við Garonne.
Þegar nóttin féll á, sat Angelique lengi á svölunum utan við herbergi
sitt. Smá saman róuðust taugar hennar af þögninni við ána. Hún
studdi ennið við svalariðið.
Ég fæ víst aldrei að reyna ástina, hugsaði hún sorgmædd. Þegar
hún að lokum, niðurbrotin og Þreytt, ætlaði að fara, aftur inn í her-
bergi sitt, heyrði hún gítarhljóm neðan úr garðinum. Hún hallaði sér
út yfir svalariðið, en sá ekkert nema skuggalega rimlana. Svo byrjaði
ósýnilegur tónlistarmaður að syngja. Þessi djúpa, karlmannlega rödd,
var ekki rödd Henricos. Strax við fyrstu tónana hlýnaði Angelique
um hjartað. Það var eins og þessi rödd fengi allan garðinn til að titra.
Þetta hlýtur að vera hann, hugsaði hún, Gullna röddin!
Aldrei hafði hún heyrt nokkurn mann syngja svona. Þetta er hann.
Þetta er hann, hugsaði hún aftur. En hvers vegna er hann hér? E!r
hann kominn hingað min vegna? Hún leit sem snöggvast i stóra spegil-
inn. Augu hennar voru stór ot£ full af Þrá.
Óttalegur kjáni er ég, hugsaði hún svo ergileg. Auðvitað hefur d’
Andijos, eða einhver annar, borgað söngvara til þess að koma hing-
að niður eftir og syngja ástarsöngva mér til skemmtunar!
Samt gat hún ekki látið vera að opna dyrnar. Hún hélt báðum hönd-
um upp að brjóstinu, til þess að róa hjartsláttinn. Svo fikraði hún sig
niður hvita stigann út i garðinn. Var nú lífið að byrja fyrir Angelique
de Sancé de Peyrac, greifafrú? Því ástin er lifið!
Framhaldssagan
eftir Serge og Anne Golon
7. hluti
EINKARÉTTUR: VIKAN
Jg — VIKAN 31. tbl.