Vikan


Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 22
í einni leiguíbúðinni í Blekinggötu 32 fæddist Greta Garbo, og þar ólst hún upp. Húsið er skammt frá hin- um illræmda Fyllbacken. Hver er Garbo? Hún er eins og skuggi, sem líður framhjá á síðum dag- blaðanna, ár eftir ár sama skuggamyndin. Oft er ekkert annað að sjá en ógreitt hár, dökk sólgler- augu, þreytulegt andlit, hönd, sem bandar frá sér. En öðru hverju birt- ist fögur hálslína, háu enni bregður fyrir, og blóð okkar rennur hrað- ar. í tuttugu ár var hún fegursta kona heimsins, og andlit hennar bótti bera af öðrum mannleg- um andlitum. Greta Garbo er annað af tveim- ur ævintýrum kvikmynda- heimsins, hitt er Chaplin. Það eru liðin 23 ár síðan hún lék í síðustu myndinni.. Þá var hún 36 ára og dró „ig af frjálsum vilja til baka frá glæsilegasta frægðarferli, sem um getur í sögu kvikmyndanna. Eng- inn veit hvers vegna. Hin hlédræga og leyndardómsfulla Garbo hefur aldrei sagt neinum frá því. En kvikmyndir hennar lifa og eru sýndar fyrir fullu húsi um víða veröld. Áhorfendur eru jafntöfrað- ir af fegurð hennar og áður fyrr. Ef til vill finna þeir svar við þeirri ósvöruðu spurningu, hvað það hafi verið sem gerði hana að slíku ævin- týri? Margir hafa árangurslaust reynt að verjast áhrifum hennar og undar- legum töfrum. Það hefur verið sagt um hana, að hún vekji þrá og blíðu karlmanna, en láti konurnar verða sér meðvitandi um kvenleika sinn. 22 — VIKAN 31. tbl. jólin hátíðleg heima það árið, eftir að hafa verið erlendis tvö undanfarin jól og kvalizt af heimþrá. Greta var ekki jafnhlédræg á þessum árum og hún er nú. VEvintýrið um

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.