Vikan


Vikan - 30.07.1964, Síða 28

Vikan - 30.07.1964, Síða 28
Allt í einu tók hann eftir því, að hann rann á fullri ferð niður göngin. Hann rétti úr öxlunum og glennti út fæturna til þess að minnka hraðann. Það var sárt og minnkaði hraðann ekki að neinu ráði. Nú voru göngin orðin víðari. Hann náði hvergi lengur í hand- festu eða fótfestu. Hann fór hraðar og hraðar. Framundan var beygja. Og það var beygia niður á við! Líkami Bonds hentist inn í beygi- una og fyrir hana. Hann steyptist beint niður með höfuðið á undan! í örvæntingu rétti hann út hendur og fætur. Málmurinn nuddaði hör- und hans. Hann réði ekki lengur við neitt. Hann rann stjórnlaust nið- ur eftir göngunum. Langt fyrir neð- an var kringlóttur Ijóshringur. Var þetta hafið? Ljósið kom æðandi á móti honum. Hann reyndi að ná andanum. Haltu í þér tórunni, asn- inn þinn! Haltu í þér tórunni! Með höfuðið á undan skauzt lík- ami Bonds út úr göngunum og féll gegnum loftið, í áttina niður að haffletinum, sem beið eftir honum um hundrað fetum neðar. 18. kafli. Aftökustaður. Líkami Bonds braut spegilsléttan hafflötinn eins og sprengja. Þegar hann þeyttist niður úr göngunum í áttina að haffletinum, hafði hann ósjálfrátt tekið hnífinn út úr sér og teygt hendurnar fram til þess að taka af sér fallið. Og í síðustu andrá, áður en hann skall í sjóinn, heppnaðist honum að draga að sér andann. Svo skauzt hann í gegnum vatnsflötinn í eins- konar dýfingu, framteygðar hend- ur hans með krepptum hnefa og hníf í annarri klufu sjávarflötinn og tóku versta höggið af höfði hans og öxlum. Hægt seig líkaminn upp á yfir- borðið og lá þar með andlitið nið- ur og bærðist mjúklega fyrir öld- unum. Að lokum heppnaðist hálf- fylltum lungunum að senda skila- boð til heilans. Hendur og fætur hreyfðust klunnalega. Höfuðið lyft- ist upp og vatn rann úr opnum munninum. Svo sökk líkaminn aft- ur. Aftur kipptust fæturnir við. Þeir reyndu ósjálfrátt að halda líkaman- um uppréttum í vatninu. Að þessu sinni komst höfuðið upp yfir yfir- borðið og Bond hóstaði. Hendur og fætur hreyfðust markvissara og gegnum rauða og svarta þoku sáu blóðhlaupin augun vírgirðingu og sögðu daufum heilanum frá henni. Aftökustaðurinn var djúpur, þröngur pollur undir klettarótunum. Vírgirðingin, sem Bond reyndi nú að ná var úr sverum vírkaðli og afgirti aftökustaðinn frá opnu hafi. Bond komst að girðingunni og hékk þar örmagna. í um það bil fimm- tán mínútur var hann þannig milli meðvitundar og minnisleysis, og herptist annað slagið af óviðráð- anlegum uppköstum. Smám saman fann hann sig nógu sterkan til þess að snúa höfðinu og sjá hvar hann væri. Það hvíldi djúpgrár skuggi yfir staðnum, fjallið yfir kom í veg fyrir að hann sæi nýjan dag fæð- ast, en lengra úti á hafinu var bjarminn, sem sýndi, svo að ekki var um villzt að enn á ný mundi heimurinn öðlast einn dag. Eins og annars hugar fór Bond að hugsa um þessa vírgirðingu. Til hvers var hún? Til hvers þurfti að loka þennan stað frá opnu hafi? Var það til þess að halda ein- hverju úti eða halda einhverju inni? Hann rýndi ofan í djúpin í kring- um sig. Hann sá ekki fyrir endann á vírgirðingunni niður í djúpið. Litlir fiskar voru umhverfis fætur hans. Hvað voru þeir að gera? Það leit út fyrir að þeir væru að næra sig. Þeir skutust að honum og flýttu sér svo burtu aftur og drógu með sér svartar tjásur. Hvers konar tjásur? Voru það leifarnar af föt- unum hans? Bond hristi höfuðið til þess að skýra hugsunina. Svo leit hann aftur niður. Nei, þeir voru að éta úr honum blóðið. Það fór hrollur um Bond. Jú, blóðið streymdi úr líkama hans, úr öxlum, hnjánum, fótunum og í sjó- inn. Og nú fyrst fann hann svið- ann af sjónum í sárunum og bruna- fleiðrunum. Sársaukinn skýrði hugs- unina. Ef þessir litlu fiskar voru hrifnir af blóðinu úr honum, hvað þá með barrecúda og hákarla? Var vírinn til þess að koma í veg fyrir að mannætusjávardýr kæmust út á hafið? Hvers vegna höfðu þau þá ekki komið nú þegar? Til and- skotans með þau úr því sem komið var! Það var langbezt að klifra bara upp eftir vírnum og komast yfir á hina hliðina. Að setja girð- inguna milli hans og þess, sem kynni að búa hinum megin í þessu svarta víti. Með veikum burðum og aðeins fót fyrir fót, klöngraðist Bond upp eftir vírgirðingunni og alla leið upp, þangað sem hann gat hvílt sig örugglega yfir sjónum Hann lagði handleggina yfir sveran efsta vírinn og hékk þar eins og þvottur á snúru og horfði niður á fiskana, sem enn gripu gráðugir við blóðdropunum, sem hrundu úr honum, Nú var ekki mikið eftir af Bond og ekki margir varasjóðir eftir. Lokaferðin niður eftir göngunum, höggið þegar hann snerti vatnið, og meðvitundarleysið í vatninu hafði þurrkað úr honum lífsviljann. Hann var að því kominn að gefast upp, að því kominn að andvarpa og láta sig detta aftur á bak niður í vatnið. Væri það ekki dásamlegt að gefast upp að lokum og hvíla sig — að finna hvernig hafið tæki hann mjúklega í arma sína og slökkti fyrir hann Ijósið? Það var skyndilegur flótti í liði fiskanna, sem hristi Bond af þess- um dauðadraumum. Eitthvað hreyfðist langt undir yfirborðinu. Eitthvað var á leiðinni til hans, landmegin við vírnetið. Líkami Bonds stirðnaði. Slapandi munnur hans lokaðist og deyfðin hvarf úr augunum. Þegar lífi hans var raunverulega ógnað, streymdi það aftur í hann, rak á flótta dauða- draumana, en færði honum á ný viljann til þess að lifa og komast af. Nú tók hann eftir því, að hann hélt hnífnum enn [ annarri hendi. Heilinn sagði fingrunum að losa takið á hnffnum, en þeir vildu ekki gegna. Bond varð að nota hina höndina til þess að rétta fingurna utan af hnífskaftinu. Hann liðkaði fingurna og tók svo á ný um hand- fangað á hnífnum. Hann beygði sig niður og kom við vírspjótið, sem ennþá hékk innan í buxunum hans. Hann hristi höfuðið snöggt og skerpti sjónir. Hvað var næst? Það var hreyfing í vatninu. Eitt- hvað var á ferli niðri í djúpunum, eitthvað stórt. Stórt, grátt flykki kom í Ijós. Eitthvað teygði sig frá því, það var fálmari, jafnsver og handleggur Bonds. Hann kom rak- leitt gegnum vatnið, þar sem fisk- arnir höfðu verið, og hvarf svo aftur niður. Það var ekkert að sjá, nema stóran, gráan skuggann [ djúpunum. Hvað var þetta að gera? Var það að smakka á blóðinu? Eins og til svars komu tvö augu, stór eins og fótboltar, í áttina upp undir yfirborðið. Þau námu staðar um tuttugu fetum fyrir neðan augu Bonds og störðu upp gegnum vatn- ið á hann. Bond fann hörundið kiprast sam- an á bakinu. Lágt og með erfiðis- munum muldraði hann sitt uppá- haldsblótsyrði. Þetta var það sem Dr. No hafði undirbúið, þetta var böðullinn. Hann starði niður fyrir sig hálf- dáleiddur inn í augun í sjónum. Svo að þetta var risakolkrabbi, þjóð- söguskepnan, sem gat dregið heil skip á hafsbotn, þessi fimmtán feta ófreskja, sem barðist við hvali, óféti, sem var tonn eða meira á þyngd. Hvað meira vissi hann um þá? Þeir höfðu tvo langa griparma og tíu í viðbót til þess að halda með. Þeir höfðu stóran, boginn gogg undir augunum og þetta voru einu sjávardýrin, sem höfðu augu eins og maðurinn, sem vinna eins og myndavél. Þeir voru álitnir gáf- aðrir og þeir gátu skotizt afturábak neðansjávar með þrjátíu hnúta hraða. Það var sagt að skutlar með sprengju gerðu þeim engan usla. Það var sagt . . . Nú færðust augun nær Bond. Yfirborð sjávarins ólg- aði. Nú sá Bond allan þennan fjölda arma, sem breiddust út undan á- sjónu ófreskjunnar. Þeir iðuðu fyrir framan augu hans eins og búnt af höggormum. Bond sá móta fyrir sogskálunum neðan á þeim. Undir höfðinu hvarf risavaxinn líkaminn ofan í djúpin og sást ekki fyrir endann. Þessi skepna var stærri en nokkur eimreið. Hægt og gætilega stakk Bond fótunum og svo handleggjunum f gegn um möskvana f vfrnetinu og krækti sér fast svo að fálmararnir yrðu annað hvort að slíta hann f sundur eða draga vírgirðinguna nið- ur með honum. Hann leit til hægri og vinstri. f hvora áttina, sem hann færi, voru um tuttugu metrar til lands. Og hreyfing, jafnvel þótt hann væri fær um hana, myndi kosta hann lífið. Hann varð að vera grafkyrr og biðja þess að skepnan missti áhuga á honum. Ef hún gerði það ekki . . . Ósjálfrátt herti Bond takið um hnífskaftið. Augun fylgdust með honum, köld, þolinmóð. Rólega rétti hún annan þreifarann upp úr vatninu og upp eftir vírnetinu f áttina að öðrum fæti hans. Fálmarinn kom til hans. Bond fann harðan sagkoss sogskál- anna. Hann hreyfði sig ekki. Hann þorði ekki að teygja sig niður til þess að reyna að losa takið. Það hefði kostað hann að sleppa tak- inu á vírnetinu. Sogskálarnar kipptu f, eins og skepnan væri að vita hversu mikið átak þyrfti til þess að slíta þetta niður. Svo færði fálm- arinn sig hærra upp eftir fætinum. Hún kom að blóðugum og særðum hnjánum og stanzaði þar. Bond beit á jaxlinn af sársauka. Hann ímynd- aði sér skilaboðin, sem færu eftir þessum fálmara til heilans: — Já, þetta er gott á bragðið. Og skila- boðin, sem kæmu til baka: — Komdu þá með það! Færðu mér það! Fálmarinn hélt áfram upp lærið. Síðan áfram upp yfir lendarnar og mittið. Bond beið eftir því. Hann varð að bfða eftir því að fálmarinn kæmi, svo að hann gæti gert eitt- hvað, án þess að eiga á hættu að missa allt sitt tak. Vindur, fyrsti morgunvindurinn, kom hvíslandi inn f þessa litlu klettavík. Golan myndaði litlar öldur, sem slettust letilega upp að klettaveggnum. Hópur af skörfum hóf sig til flugs af dritfjallinu um fimm hundruð fet uppi yfir Bond og flugu með lágu gargi út yfir sjóinn. Um leið og þeir flugu yfir víkina, gerði Bond sér grein fyrir hávaðanum, sem hafði vakið skarf- ana. Þrfr blástrar í skipsflautu, sem þýddu að skipið var tilbúið að taka á móti farmi sínum. Það kom vinstra megin að Bond. Höfnin hlaut að vera hinum megin við klettinn, sem myndaði norðurhlið víkurinnar. Skipið frá Antverpen var kom- ið. Antverpen! Hluti af heimin- um — heiminum sem var milljón mílur í burtu, langt undan seil- ingar Bonds — sennilega utan seilingar hans að eilífu. Og aðeins hinum megin við þennan klett væru menn að borða morgunmatinn sinn. Það væri sennilega tónlist í útvarp- inu og á borðum væri bacon og egg og það væri kaffilykt . . . Nú voru fálmararnir komnir upp á lendarnar á honum. Hann starði á hornkenndar sogskálarnar. Hversu seigt væri í þessum grábrúna armi? Atti hann að stinga? Nei, það væri betra að höggva, höggva fast, þvert yfir eins og þegar kaðall er skor- inn. Það yrði að hafa það, þó hann skæri sjálfan sig um leið. Nú! Bond leit snöggt inn í tvö stóru augun í kafinu, svo róleg, svo þolinmóð. Þegar hann gerði það, sá hann hinn fálmarann 2g — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.