Vikan - 30.07.1964, Page 34
BRIDGESTÓNE
Það er enginn vafi á því, að
BRIDGESTONE hjólbarðarnir eru þeir
lang beztu sem hér hafa fengizt
Þeir, sem einu sinni hafa reynt
BRIDGESTONE kaupa þá aftur
og ekkert annað.
ÞETTA ER STAÐREYND.
Einkaumboð á íslandi fyrir
@ BRIDGESTONE TIRE
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
Laugavegi 1V8 — P.O. Box 338 — Sími 36840.
langar leiðir að. Mér finnst það
raunar furðulegt ef við getum
rekið slíka verksmiðju með hagn-
aði hér heima, þegar vitað er að
þar sem hrámálmurinn er nægur,
t. d. í Afríku, er líka til ótæm-
andi og hræódýr orka, sem er hið
svokallaða Saharagas. Það virð-
ist ótæmandi orkuuppspretta,
enda er það nú leitt í leiðslum
alla leið til Ruhrhéraðsins í
Þýzkalandi.
En við höfum svo ótæmandi
vatnsorku, sem ekkert er notuð,
og gætum hæglega séð af tölu-
verðu magni til meginlandsins,
— án þess að skerða okkar nýt-
ingarmöguleika hérna heima. Og
auðvitað mundi vera hægt að
gera þannig samninga við raf-
magnskaupendur úti, að við ætt-
um forgangsrétt á orkunni, ef
þess væri þörf. Og svo er það með
slíkt fyrirtæki eins og önnur
svipuð, að það mundi komast í
okkar eigin hendur eftir ákveðin
tíma -— kannske 25—50 ár.“
„Þú átt við að þótt lagt yrði
í þetta fyrirtæki, þá mundum við
eiga næga orku hér heima? Að
þetta yrði aðeins lítill hluti
vatnsaflsins ... ?“
„Já. Við lauslega áætlun er
miðað við ca. fjóra milljarða
kílówattstunda á ári, sem er um
helmingur þeirrar orku, sem má
fá úr Þjórsá einni. En hafðu nú
samband við hann Jakob Gísla-
son, raforkumálastjóra, sem hef-
ur athugað þetta mál, og getur
auðvitað sagt þér mikið meira
um tæknihliðina en ég ...“
Það kom í ljós að Jakob Gísla-
son hafði flutt erindi um þetta
mál á ráðstefnu íslenzkra verk-
fræðinga árið 1962. í þessu er-
indi sagði hann:
„Nú orðið leikur enginn vafi á
því, að tæknilega er framkvæm-
anlegt að flytja raforku frá ís-
landi til Skotlands um sæstreng,
sem væri rúmlega 800 km langur,
og síðan í loftlínu áfram suður
um Skotland og England. Fyrir-
fram er vitað, að þetta mun ekki
svara kostnaði nema um sé að
ræða flutning á miklu orkumagni
og tæplega gæti verið um minna
að ræða en hálfa milljón kw
að afli og kringum 4 milljarða
kwst á ári.
Ef um svona mikið magn er
að ræða, er vinnslukostnaður hér
á landi sennilega kringum 15 aur-
ar á kwst, flutningskostnaður
með loftlínum á landi og sæ-
streng milli landa og afriðil- og
áriðilsstöð á hvorum enda ca.
10 aurar á kwst. eða samtals um
25 aurar. Vinnslukostnaður á raf-
orkunni í Bretlandi mun vera
0,6—0,7 pence á hverja kwst.
komna í aðalorkuveituna (the
grid). Þarna gætu þá orðið 0,1—
0,2 pence afgangs til skipta milli
íslands og Bretlands eða 5—10
aurar á hverja kwst. Sé um 4
milljarða kwst. á ári að ræða, er
upphæðin, sem til skipta kemur