Vikan - 30.07.1964, Page 41
lítil kjaftaskjóða, og áður en ég
vissi af fékk ég að heyra alla
sólarsöguna og þegar ég skildi
við hana var hún farin að gráta
úr sér vímuna fram á borðið og
spilin voru út um allt...“
Einnig ég hafði numið staðar
og hlustaði á hana tortíma ótta
mínum með kaldhæðinni vizku
sinni. En mér létti ekki: það
reis i mér önnur tilfinning, æðis-
gengin og hömlulaus heift, sem
enga fyrirgefningu þekkti, meðan
hún talaði. Hún hlýtur að hafa
séð hvernig mér leið, því hún
tók allt í einu fram í fyrir sjálfri
sér og sagði: „Maður skyldi ætla
að þú værir fegin að fá að vita
þetta, sem þú hafðir áhyggjur
af, er ekkert annað en gamlar
kerlingabækur.“
En það er ekki það; ég var að
hugsa um Sheelu. Það var Sheela,
sem var dáin vegna þess að hún
hafði trúað á sannleik orða, sem
voru ekki annað en marklaust
raus í drukkinni og illfúsri kerl-
ingu. Það sem við báðar höfðum
trúað á, hvíldi enn yfir okkur
eins og ský myrkra örlaga.
„En þá hefur hún drepið hana!“
æpti ég af ástríðufullri heift.
„Hún drap hana saklausa — að
ástæðulausu —“
„O, stilltu þig stúlka,“ sagði
Florrie af kaldri ró. „Ef einhver
drap einhvern, þá var það Sheela,
úr því hún var svo vitlaus að
trúa á annað eins kjaftæði.“ Hún
tók undir handlegg mér. „Þú hef-
ur gengið úr skorðum við að sjá
líkið,“ sagði hún, „það er það
sem gengur að þér, telpa mín.
Nú kemur þú með mér heim og
við fáum okkur eina refskák.“
Ég reif mig lausa. Á þessu
andartaki hefði ég helzt kosið að
þeyta öllum þessum ódýra og
þægilega vísdómi hennar beint
framan í hana. Hún hlýtur að
hafa séð hvað ég var reið, því
hún yppti öxlum og gekk frá
mér niður eftir götunni.
Það var kyrrt og kalt og dimmt
á götunni eftir að hún hafði yfir-
gefið mig; það grillti í stjörnurn-
ar á dökkbláum himninum. Sem
snöggvast varð ég gripin skelf-
ingu og datt í hug að kalla í
Florrie, en gerði mér svo ljóst að
það gerði ég ekki. Ég gekk ein
niðureftir götunni og fór mér
hægt; og vofa Sheelu tók í hönd
mér til fylgdar við ljós óvilhallra
stjadna.
ENDIR.
VALDA VÍRUSAR
KRABBAMEINI?
Framhald af bls. 21.
maímánuði 1961, var gefið út
bann við að nota bóluefni, sem
mengað væri SV-40.
Öll bóiusetning með varnar-
lyfjum, sem þessi áhætta gat ver-
ið samfara, var þar með stöðvuð,
en lok sögunnar af SV-40 eru