Vikan


Vikan - 30.07.1964, Síða 45

Vikan - 30.07.1964, Síða 45
NEWAGE-BMC DIESELVELIN í rússnesku landbúnaðarbifreiðina GAZ 69 Við höfum selt tugi slíkra véla til notkunar í rússnesku landbúnaðarbifreiðina GAZ 69 á undanförnum árum og allar hafa reynzt með ágætum. Sérstaklega skal bent á hið mikla afl vélarinnar, 60 hestöfl, og er það meira afl en í öðrum sambærilegum vélum. ÝMSAR UPPLÝSINGAR UM VÉLINA: Strokkar ...... 4 Hestafl ....... 55hp við 3000 sn. á mín. Strokkstærð ... 3,250” (82,6 mm) Strokklengd ... 4,00” (101,6 mm) Rúmtak ........ 2,2 lítrar Þjöppunarhlutfall 20:1 Tímaröð ....... 1-3-4-2 Ventlabil ..... 01£’ (30,5 mm) Vélin er afgreidd með kúplingshúsi, sem er tilsniðið fyrir gearkassann í GAZ 69, og ekki þörf neinna breytinga við ísetningu. — Verð er mjög hagstætt — alltaf til á lager. Olíuþrýstingur .... 15 lbs við hægan gang Olíuþrýstingur .... 45 lbs við hraðan gang Olíumagn ...... 5,7 lítrar Glóðarkerti ... Lodge D.D 2/3 Rafkerti ...... 12 volta Lucas Olíuþykkt ..... S.A.E. 20 — 30 Hámarksorka ... 60 hp við 3,500 sn, á mín Þyngd vélarinnar 308 kg. GiSLI JÓNSSON&G0.HF. SKÚLAGÖTU 26 SIMI 11740 á kvikmyndasafninu í Stokk- hólmi. Hún fékk fleiri hlutverk. í einni auglýsingamynd var hún látin borða rjómakökur úti á Strand terrasse með góðri lyst og mikilli innlifun, og þar var hún sannarlega í góðum félags- skap. Þegar kvikmyndavélinni var andartak beint frá Gretu, sást sjálfum Lars Hanson bregða þar fyrir við hliðarborð. Hún fékk tíu krónur á dag fyrir leikinn. Gretu fannst það mikið, því að það var allgóð viðbót við þær 125 kr. sem hún fékk í laun fyrir afgreiðslustarf- ið. En svo var hún flutt aftur í kvenfatadeildina og þar voru yfirmenn hennar strangari, því að hún fékk ekki lengur frí til þess að leika í auglýsingakvik- myndum. En hana skorti ekki til- boðin. Sumarið áður en hún varð seytján ára olli straumhvörfum í lífi hennar. Kvikmyndaleikstjóri, að nafni Erik Petschler, sem að- allega tók gamanmyndir, kom í verzlunina ásamt tveim leikkon- um til þess að kaupa varning fyrir næstu kvikmynd sína „Luffar-Petter“. Þegar leikkon- urnar fóru að máta sundboli, réð- ist Gréta að þeim og þráspurði hvort ekki vantaði neina stúlku, sem væri á baðströndinni. Þær hvísluðu að henni, að hún yrði að spyrja Petschler. Daginn eftir hringdi Greta til hans. Jú, hann mundi vel eftir ungu afgreiðslu- stúlkunni með frísklega og glað- lega andlitið. Hann mundi líka eftir þrýstnum og fallegum vexti hennar. Hún væri velkomin. Kvikmyndatakan átti að fara fram á Djurgáden, en Gretu tókst ekki að fá sumarfrá á sama tíma. Hún sagði því starfinu upp og ástæðan sem hún gaf í uppsagn- arbréfinu var þessi: Til þess að leika í kvikmyndum. „Luffar-Petter“ var fádæma léleg mynd, þar sem Greta Garbo, þybbin í svörtum silkibuxum og svartri jerseytreyju þaut fram og aftur á léreftinu. Sú eina gagn- rýni, sem hún hlaut fyrir leik- inn voru þessi orð: — Ef til vill verður Greta Gustavson einhvern tíma sænsk stjarna — aðallega vegna þess hve útlit hennar er enskt. Þetta var ekki svo fráleitur spádómur. Það má ætla að Greta hafi haldið eitthvað svipað þar sem hún gekk um í sumarhitan- um í Stokkhólmi. Hún fékk ekk- ert hlutverk en nú hafði hún ákveðið, að hún ætti heima sól- armegin í lífinu. Svo þegar ein- hver gaf henni það ráð, að reyna að komast að á Dramatens leik- skólanum, hætti hún að ráfa um. Meðal viðfangsefnanna, sem hún valdi sér fyrir prófið var „Dun- ungen“ eftir Selmu Lagerlöv, og á Dramaten var álitið að hún hefði hæfileika og væri mjög þroskuð eftir aldri. Þetta haust tók Greta í annað sinn upp varnargervi. Hún var feimin og hlédræg, var mikið ein og neitaði að segja frá fjölskyldu sinni. Fólk vissi lítið meira um hana en að á hverjum degi kom hún með strætisvagninum frá Söder, stundum kom hún meira að segja gangandi. Félagar henn- ar voru undrandi á þessu, þar sem hún háfði sagt þeim að faðir sinn væri leigubílstjóri. En faðir hennar var dáinn. Ástæðan fyrir þögn Gretu hlýtur að hafa verið öryggisleysi. Fé- lagar hennar áomu allir frá betri heimilum og töluðu um allt, sem venjulega kemur fyrir á heim- ilum hjá hamingjusömum fjöl- skyldum. Greta átti ekkert slíkt. Um vorið átti hún að leika í reynslumynd fyrir Mauritz Stiller. Þar var um að tefla aðal- hlutverk á móti Lars Hanson í „Gösta Berlings saga“ Selmu Lagerlöv. Hinn ákaflyndi og hrifnæmi Stiller, snillingurinn innan sænskrar kvikmyndagerð- ar, vildi fá nýja stúlku í hlut- verk Elisabeth Dohna. Hann sneri Gretu í allar áttir, reif í stálgráan hárlubbann og sló saman höndunum, sem voru á stærð við meðal bakpoka. — Er hún eáki falleg... En vina mín, þér eruð alltof f eitar... Sjáið augnhárin ... En það verð- ur ekkert hlutverk á boðstólum, ef þér léttist ekki um tíu kíló ... Greta Gustavsson lofaði að grenna sig, svo að hún gæti tekið við hlutverki hinnar fögru Elisa- beth Dohna. Því hlutverki sem skapaði Garbo. Framhald í næsta blaði. TVÆR FALLEGR PEYSUR Framhald af bls. 26. brotlínuna, og tyllið niður í hönd- um. Dragið snúruna í faldinn, og hnýtið á annarri hliðinni. Peysa. Merkt með 2 á myndinni. Stærð: 40 — 42 — 44. Efni: 200 — 200 — 250 gr. af hvítu, — 50 — 50 — 50 gr. af bláu, fjórþættu ullargarni. Prjónar nr. 3 og 4 og hringprjónn nr. 3. Brjóstvídd 96 — 100 — 104 sm. Fitjið upp 23 1. á prj. nr. 4, og prjónið prufu með sléttu prjóni. Verði þvermál prufunnar 10 sm, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garngrófleika þar til rétt hlutföll nást. Munsturröndin = 26 1. Umferðir 1, 3, 5, 9, 11, 13, 15 og 17 : 2 1. br„ 6 1. sl„ 2 1. br„ 6 1. sl„ 2 1. br„ 6 1. sl„ 2 1. br. 7. umferð. 2 1. br. * takið 3 1„ látið þær á öryggisnælu, og lát- ið hana liggja á réttu, 3 1. sl„ og prj. síðan sl. 3 1. af öryggisnæl- unni, svo snúningur myndist, 2 1. br. Endurtakið frá * tvisvar sinn- um og endið með 2 1. br. Umferðir: 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18: 2 1. sl„ 6 1. br„ 2 1. sl„ 6 1. br„ 2 1. sl„ 6 1. br„ 2 1. sL Endurtakið þessar 18 umferðir.’ Bakstykki: Fitjið upp á prj. nr. 3, 115 —- 119 — 123 1. með hvítu garni, og prjónið stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br. næstu 4 umf. með hvítu VIKAN 31. tbl. — 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.