Vikan


Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 49
NÚ VERÐUR VflLIÐ flUÐVELT: SVEFNHERBERGISSETT ÚR TEAK-VIÐI í TÍU GERÐUM. LAUS NÁTTBORÐ OG SNYRTIBORÐ í SAMA STÍL. - KOMIÐ OG KYNNIÐ YÐUR HIÐ EINSTÆÐA ÚRVAL. HÍBÝLAPRÝÐI Hallarmúla - Simi 38177 að segja leyndardóma Salómons, til þess að framleiða gull með g öldr- um. Ég óttast, að hann hafi orðið sér úti um þetta vald, með þ' fi, að selja sig djöflinum! Angelique hélt blævængunm sínum til þess að reka ekki upp hi átur. Þessi undarlega ákæra frá erkibiskupnum, sem var sagður vera mjög gáfaður maður, var í fyrstunni aðeins hlægileg í eyum hennar. Ho num gat ekki verið alvara. Allt í einu minntist hún þess, að Toulouse var eini staðurinn í Fr aikk- landi, þar sem rannsóknarrétturinn var ennþá við völd, og ekki einu sinni kóngurinn þorði að mótmæla honum. Og það var erkibisku pinn sem var aðalmaður rannsóknarréttarins. — YÖar hávelborinheit getur ómögulega ákært manninn minn Eyrir galdra, sagði hún hræðslulega. — Er ekki gullframleiðsla mjög alg-;ng? Ég hef heyrt, að þér hafið sjálfur fólk í yðar þjónustu, sem sigtar möl- ina úr Garonne, og að það komi oft heim með gullsand og litla ;?u 11- klumpa, sem þér notið til að hjálpa hinum fátæku. —• Einmitt vegna þess, að ég veit heilmikið um gullvinnslu, vil. ég halda því fram, að jafnvel Þótt manni heppnaðist að vinna allt g’ai'l í ám og lækjum Languedoc, heíði maður ekki helming á við de Pe yrac upp úr þvi. Það er ég lika viss um, hugsaði Angelique. Braskið með múldlýrin og spánska gullið hefur staðið lengi yfir .... —• Kirkjan er þolinmóð, Madame. Hún leyfir hverskonar vísindi og rannsóknir. Xnnan míns umdæmis hef ég einn mjög lærðan Fransíi'sk- usarmunk, bróðir Bécher. Hann hefur í mörg ár átt við að finna upp aðferð til þess að vinnai gull úr öðrum efnum, og hefur haft til >ess bæði mína heimild og heimild frá Róm. Þessi maður hefur fullvi sa;að mig um, að tilj þess að slikt megi heppnast, verði maður að stan tfs. í nánu sambandi annað hvort við guð eða djöfulinn. —• Og honum hafa ekki heppnazt tilraunirnar ? — Ekki ennþá. — Vesalings maðurinn. Hann getur ekki verið hátt skrifaður, hworki hjá guði eða djöflinum. Angelique beit sig í vörina og sá strax eftir Því að hafa sagt 'petta. Henni hafði fundizt, að hún væri að kafna og þesvegna hafði hún meyðzt til þess að segja Það fyrsta, sem henni datt í hug, til þess að opna háls- inn. I rauninni fannst henni samtalið ekki síður hlægilegt en hættu- legt. Hún sneri sér til dyra, i von um að heyra fótatak eiginmanns: síns nálgast. Það fór kippur um hana og hún dró andann djúpt. — Ó! hrópaði hún. — Hafið þér verið þarna allan tímann? — Eg var einmitt að koma núna, og ég get ekki fyrirgefið mér, Monsieur, að hafa látið yður biða svona lengi, sagði greifinn. — En ég gat ómögulega komið fyrr en ég hafði lokið tilrauninni, sem é,g var að gera. Hann var ennþá i hvíta vinnusloppnum sínum, með sýrublettum hér og þar. Angelique var viss um, að það var af visvituðu virðingarleysi við erkibiskupinn, sem hann hafði ekki haft fataskipti. De Peyrac greifi gaf þjóni í íremra herberginu merki. Þjónninn kom og hjálpaði honum úr sloppnum. Síðan kom hann alveg inn og hneigði sig. Sólargeisli féll á höfuð hans og sló bjarma á svartan makkann. Þetta er fallegasta hár, sem ég hef nokkurn tíma séð, hugsaði Ange- lique. Hjarta hennar sló örar en hún vildi viðurkenna fyrir sjálfri sér. Ó, ég get aldrei fyrirgefið honum, hvernig hann lék á mig! hugsaði hún. De Peyrac greifi dró fram bakháan stól og settist niður við hliðina á Angelique, en svolítið aftar. Á þennan hátt sá hún hann ekki, en hún fann ylinn af andardrætti hans og það minnti hana óþægilega á kvöld- ið, sem hún hitti Gullnu. röddina í laufskálahum. Hann leikur sér að mér, eins og köttur að mús, hugsaði hún. Hann er að hefna sín, vegna Þess að ég hef forsmáð hann. Til þess að eyða óstyrk sinum, kallaði hún á einn litla negrastrákinn og sagði honum að ná i öskju af sætindum. Þegar hann kom með hana, hafði hún aftur náð sjálfsstjórninni og fyigdist með samtali mannanna af mikilli athygli. — Nei, Monsieur, sagði de Peyrac greifi. — Látið yður ekki detta í hug, að ég helgi mig visindunum til þess að komast yfir töfraformúl- ur. Eg hefi alltaf haft áhuga fyrir vísindum. Hefði ég verið fátækur áfram, hefði ég reynt að fá stöðu sem vatnsvirkjunarverkfræðingur í þjónustu kóngsins. Þér getið ekki imyndað yður, hve við hér i Frakk- landi berum okkur klaufalega að, varðandi vatnsveitur og þessháttar. —• Ég veit, að þérj hafið víða farið, Monsieur de Peyrac. Hafið þér ekki einnig verið I Austurlöndum, þar sem menn vita ennþá leyndar- mál vitringanna þriggja? Joffrey hló: — Ég hef komið þar, en ég nennti aldrei að leggja mig eftir leyndar- málum þeirra. Galdrar eru ekki fyrir mig. Ég læt einfalda munkinum Bécher þá eftir. — Sá munkur er talinn hafa mjög skarpan heila. — Sem páfagauksnemandi er það alveg öruggt mál, en sem sjálf- stæður vísindamaður er hann gagnslaus. Hann sér ekki málefni og hluti eins og þau eru, heldur eins og hann vill að þau séu. —• Gleymið þvi ekki, að Bécher gaf út, árið 1689, mjög merkilega bók um gullgerðarlist, og til þess að fá að gefa út Þá bók, átti ég í erfið- leikum með að fá samþykki Rómaborgar. — Velþóknun og vanþóknun kirkjunnar hefur ekkert að gera með vísindarit. — Leyfið mér að hafa aðrar skoðanir á því máli. Umlykur ekki andi kirkjunnar náttúruna með öllum hennar kraftaverkum? VIKAN 31. tbl. — 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.