Vikan - 30.07.1964, Side 50
FERÐAFÓLK! (BÍLSTJÓRAR) FERÐAFÓLK!
Vinsffildstí ssin0AStsður ferðantftiuis-
ins á (etð uitt Austurveg
OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR — FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA FLJÓT AFGREIÐSLA
VERZLUNIN BJÖRK HVOLSVELLI
— Sálin er eíninu óviðkomandi, og efnið er það sem vísindamaðurinn
hefur áhuga á.
— Monsieur de Peyrac, sagði erkibiskupinn. — Hefur yður aldrei
dottið í hug, að velgengni yðar i lífinu gæti verið grunsamleg í augum
kirkjunnar? Auðæfi yðar vaxa dag frá, degi, oð vísindaathuganir yðar
lokka til sín vísindamenn úr öllurrv löndum Evrópu. Þér talið yfir tíu
tungumál. Þér hafið rödd, sem kemur hinum fræga italska söngvara
Maroni til að fölna af öfund. Og þér hafið einstakan — fyrirgefið mér,
Madame — einstakan hæfileika til þess að komast yíir konur ....
—• Og þetta hér?
Angelique rykktist til I stólnum, þegar henni varð Ijóst, að Joffrey
de Peyrac hafði lyft höndinni og strokið yfir örið á kinni og augna-
lokinu.
Erkibiskupinn gretti sig gremjulega.
— Ég veit ekki, hvernig þér farið að, en þér komið fólki til að gleyma
því. Það er eitt af þvi, sem gæti talizt grunsamlegt.
— Þessar málalengingar yðar og ákærur gera hvorutveggja í senn,
að koma mér á óvart og skelfa mig, sagði greifinn hægt. — Ég hafði
ekki hugmynd um, að svo margir öfunduðu mig. Þvert á móti hef ég
talið mér trú um, að það væri ég, sem hefði þyngstan baggann að bera,
með þessum líkamságöllum minum. Og vitið þér, yðar hágöfgi, að ég
er eins konar píslarvottur Húgenotta?
— Eruð þér Húgenotti! hrópaði erkibiskupinn skelfdur.
— Ég sagði „eins konar". Nú skulið þér fá að heyra ævisögu mína.
Þegar ég fæddist, afhenti móðir mín mig fóstru, sem hún hafði ráðið
til þess að taka við mér, ekki vegna trúarástæðna, heldur með tilliti
til stærðar brjósta hennar. Það vildi þannig til, að þessi kona var
Húgenotti. Hún fór með mig heim til síns bæjar, þar sem hinn ráðandi
aðalsmaður var mótmælandi. Skammt þar frá var annar óðalsbóndi,
sem játaði mótmælendatrú, og svo nokkur kaþólsk þorp. Ég var þriggja
ára, þegar kaþólikkarnir og húgenottarnir fóru að berjast. Fóstra mín
hafði flúið með mig heim til hallar aðalsmannsins. Kaþólikkarnir
réðust á hana um miðja nótt. Þeir skáru alla á háls og kveiktu í kast-
alanum. Eftir að andlitið á mér var hoggið sundur með sverði, var
mér kastað út um gluggann, og féll ofan af annarri hæð-ofan á snævi
þakið kastalahlaðið. Um morguninn komu kaÞólikkarnir aftur til þess
að hirða það, sem nýtilegt kynni að vera eftir í kastalanum. Einn
þeirra rakst á mig og þekkti mig. Vissi, að ég var af aðalborinni ætt
í Toulouse. Hann tók mig á bakið ásamt Margot, dóttur fóstru minnar.
Við tvö' vorum þau einu, sem komumst undan á lífi. Þegar maðurinn
kom til Toulouse, var ég ennþá lifandi. Móðir mín bannaði læknunum
að koma nálægt mér. Hún treysti þeim ekki. Það var ekki fyrr en ég
var tólf ára, að ég gat farið að ganga. Þegar ég var' sextán ára, réði
ég mig á seglskip. Þannig fékk ég tíma til þess að stunda mitt nám.
Fyrst vegna þess, að ég gat ekki hreyft mig, og síðan vegna Þess, að
ég fór i siglingar. Það er ekkert merkilegt við þetta mál.
Erkibiskupinn sat Þögull um stund. Svo leit hann upp, þungbúinn
i bragði og sagði:
—• Saga yðar skýrir margt. Ég er ekki lengur undrandi yfir and-
styggð yðar á kaþólikkum.
— Ég hef enga andstyggð á kaþólikkum. Ég er maður, sem eiginlega
á bezt heima í liðnum tíma, og á erfitt með að sætta mig við umburðar-
leysi nútímans. Ég hefði ekki átt að fæðast á endurreisnartímabilinu,
þegar frönsku riddararnir uppgötvuðu Róm, Grikkland, E'gyptaland,
lönd' Biblíunnar....
Angelique tók eftir því, að erkibiskupinn kipptist til.
Nú hefur hann fengið Joffrey til þess að segja það, sem hann vildi,
hugsaði hún óttaslegin.
—• Við skulum aðein tala svolítið um lönd Bibliunnar, sagði erki-
biskupinn með mildri röddu. — Stendur ekki i hinni helgu bók að Saló-
mon konungur hafi verið einn hinna þriggja vitringa, og hann hafi
breytt ódýrum málmum í göfuga?
— Salómon getur ekki hafa vitað, hvernig maður breytir venjulegum
málmum í gull, vegna þess að slík breyting er algjörlega ómöguleg,
sagði Joffrey de Peyrac. — Gullgerðarlist er list, sem er ekki tiL List,
sem mennirnir munu síðar meir hlægja að.
— Og ég skal segja yður, hálfhrópaði erkibiskupinn, — að ég með
mínum eigin augum hef séð Bécher stinga tinskeið niður í upplausn,
sem hann hafði blandað sjálfur, og taka hana upp aftur úr skíra gulli!
— Hún hefur ekki breytzt í gull. Heldur hefur hún verið þakin gull-
húð.
— En Bécher fullvissaði mig um, að þetta væri aðeins upphaf efnis-
breytingarinnar. Upphafið að sjálfu kraftaverkinu.
Það varð þögn um stund. Joffrey de Peyrac lét höndina renna eftir
armhvílu stólsins og snerti iétt við úlnlið Angelique.
— Ur þvi að þér eruð svona viss um, að munkurinn yðar hefur hitt
á þessa töfraformúlu, hversvegna komið þér þá hingað til þess að tala
við mig? spurði greifinn eins og annars hugar.
—• Bécher er viss um, að þér vitið hvernig á að fullgera þessa efna-
breytingu, svaraði erkibiskupinn.
De Peyrac greifi rak upþ hlátur.
— Þetta var það heimskulegasta, sem ég hef heyrt! Ætti ég að leggja
mig niður við að hlusta á svona barnaskap? Vesalings Bécher verður
að láta sér lynda þær vonir, sem Þessar hlægilegu tilraunir hans gefa
honum, og....
Greifinn komst ekki lengra vegna gifurlegrar sprengingar, sem
glumdi um alla höllina. Hann hentisti upp úr stólnum.
—• Þetta — þetta kom frá rannsóknarstofunni. Ég vona til guðs, að
Kouassi-Ba hafi ekki meitt sig.
Hann hljóp til dyra.
gQ — VIKAN 31. tbl.