Vikan


Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 6
GLYZE RONA MILK Er fljótandi fitulaus áburður sem smýgur djúpt inn í hörundið. GLYZE RONA MILK Er fljótandi og auðvelt í meðförum og ákjós- anlegur andlitshreinsari. GLYZE RONA MILK Er einnig' hand- og líkamsáburður sem end- urlífgar þurra húð, og gefur nýtt æskuútlit. GLYZE RONA MILK Er endingargóð og sýnir strax fullkominn árangur á hörundi yðar. Heildsölubirgðir: H. A. TULINIUS Austurstræti 14 — Sími 14523. VITLAUS STIMPILKLUKKA. Kæra Vika! Gefðu mér nú hollráð. Ég vinn hjá fyrirtæki, þar sem mik- ið er lagt upp úr því að maður komi á réttum tíma til vinnu. Til þess að tryggja þetta, er stimpil- klukka á vinnustað, en vandræð- in eru þau, að hún er alltaf of fljót, og munar stundum allt að tíu mínútum. Ég hef langt að fara í vinnuna, og fer með stræt- isvagni og kem þá alltaf aðeins nokkrum mínútum fyrir tímann, en samkvæmt klukunni kem ég alltaf of seint. Það hefur verið talað um þetta við mig, en ég kem mér ekki að því að fara að rífast út af klukkunni. Hvað á ég að gera í málinu? Dóri. --------Til að byrja með, skaltu sannreyna þetta með klukkuna. Það er auðvelt með því að hringja í ungfrú klukku og bera stimpilklukkuna saman við hana. Ef þetta reynist rétt hjá þér, skaltu taka einhvern vinnu- félaga þinn sem vitni að þessu, en síðan skaltu segja verkstjór- anum þínum frá þessu strax, — áður en klukkunni er breytt aft- ur. Svo aumur ertu ekki að þú getir ekki talað við hann. Ef þetta dugar ekki, þá skaltu hafa samband við fagfélag þitt eða stéttarfélag. En segðu mér ... eftir hvaða klukku ferðu á kvöldin, þegar þú hættir? LOFSYRÐI. Kæri Póstur! Ég má til með að þakka fyrir síðasta blað, — meðan ég er enn þá í hrifningarstuði. Það var svo mikið lesmál í því, og það var gott lesmál. Þegar ég kaupi blað, vil ég fá mikið til að lesa, en því miður verður oft misbrest- ur á því. Þó hefur VIKAN sjald- an brugðizt mér, en bezt var hún þó núna í gær — 22. október. Greinin um konurnar var ágæt, kannski dálítið sundurlaus, en sagan Þrjú dægur var nokkuð góð — þótt hún væri afskaplega stutt. Sagan Heimsendir eftir Ingibjörgu Jónsdóttur var furðu góð —• miklu betri en ég bjóst við — en hver teiknaði þessa voðalegu mynd, sem með: henni var? Séra Rauður var voða spennandi og sagan um hana Flicku er alltaf svo sæt og góð. Hver er hann þessi Sigurþór, sem teiknaði í hana? Er það knattspyrnumaðurinn? Myndin var góð, en ég hafði alltaf ímynd- að mér, að folaldið hefði legið með höfuðið upp í strauminn. Viðtalið við þann finnska var prýðilegt, en dálítið mikið af slettum í því. Og svo Angelique! Það er bezta framhaldssaga, sem nokkum tíma hefur verið í ís- lenzku blaði. Það er ég viss um. Hvernig fer þetta með greifann hennar? Ég trúi ekki, að hann verði brenndur. Jæja, þá er bezt ég hætti þessu, og þakki ykkur fyrir allt gamalt og gott, og ég hlakka til að fá næstu blöð. Það er bara verst, að við áskrifendurnir fáum blöð- in oft ekki fyrr en eftir að farið er að selja þau í lausasölu, og þá er maður alltaf að hlaupa fram og gá, hvort blaðið hafi ekki verið að koma. Með beztu kveðju, R. L. L. --------Við þökkum sömuleiðis. Það er alltaf örvandi að fá svona bréf, og okkur mikil hjálp að fá að vita, hvað fólki líkar og hvað því mislíkar. Það gerir okk- ur auðveldara að verða við kröf- um lesenda okkar. Því miður vill höfundur „voðalegu myndarinn- ar“ ekki láta nafn síns getið (og það finnst R.L.L. sjálfsagt skilj- anlegt), en Sigurþór sem teikn- aði myndina með Flicku er ein- mitt Sigurþór knattspyrnumað- ur. HÁRKOLLUR. Vikan, Reykjavík. Um leið og ég þakka þér fyrir skemmtilegt og fróðlegt lestrar- efni langar mig að spyrja þig, hvar ég geti fengið hárkollu, sem hægt er að ganga með að stað- aldri, og hvað hún muni kosta. (Ég á ekki við Beatles hárkollu). Einn vaxinn upp úr hárinu. — — — Hárkollur hafa lítið tíðkazt hér á landi, og í svipinn man ég ekki eftir nokkurri hár- kollugerð annarri en þeirri, sem Þjóðleikhúsið hefur. Hins vegar eru hárkollur aldrei svo vel gerð- ar, að ekki sjáist fljótlega, að þær eru hárkollur, og þá er spurningin, hvort ekki er betra að bera höfuðið hátt — með skalla. g — VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.