Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 43
mactur
KLÆÐIST FÖTUM
FRÁ OKKUR
Dubuffet, að hann lætur andann
gruna meira en augað sér. Útlínan
eða sióndeildarhringurinn gaf að
vísu hugmynd um hálfhrunið, sund-
urskotið hús. Annars var ekkert
heillegt form í myndinni. Ekkert til
að festa auga á í rauninni. En
myndin var ein frábær heild þrátt
fyrir það. Vissulega þarf mikla
snilli til þess að skapa slíkt verk.
Hver er þá staðan á taflborði
myndlistarinnar? Því er erfitt að
svara. Það er erfitt, ég held næst-
um, að ómögulegt sé að fá nokkra
þversummu af BIENNALNUM. Þó
einhver hefði tekið sig til og mál-
að þv( sem næst eins og Leonardo
da Vinci, þá hefði það sem bezt
getað staðið með hinu allra ný-
stárlegasta. Sem betur fer, þá
hanga ekki allir á einum og sama
snaganum. Yfirgnæfandi meirihluti
myndanna var mjög stílfærður eða
abstrakt, en eftirlætisverkefni
myndlistarmanna virðist vera það,
að leita að nýjum leiðum. Eða eru
það kannski aðeins örvæntingar-
fullar tilraunir til að skera sig úr
fjöldanum? Hvort heldur það er,
þá er það hugmyndaflugið, grósk-
an og rik tilbreyting, sem gerir það
eftirminnilegt að sjá sýningu sem
þessa.
G.S.
DETROIT
Framhald af bls. 21.
en letji til óhófslegs hraða á þjóð-
vegum og stuðli þar með að slys-
um og dauðsföllum. Um þessar
mundir hafa 1,5 milljón Banda-
ríkjaborgara beðið bana í bílslys-
um frá upphafi þessa farartækis.
Því miður er það takmarkað,
sem hægt er að gera til að auka
öryggi, en verksmiðjurnar verja þó
miklum fjármunum til þess að finna
einhverja lausn á þvi máli. Brúð-
ur í fullri líkamsstærð, búnar alls-
konar hárfínum mælitækjum, eru
settar í bíla, sem siðan er ekið
með ofsahraða á steinveggi. Mæli-
tækin hafa sýnt ákveðnar niður-
stöður og vegna þessara tilrauna
hafa komið fram öryggisatriði eins
og skálarstýri, bólstrað mælaborð
og öryggisbelti. Það má segja að
diskabremsur séu Kka spor [ rétta
átt, en þó vega þær engan veginn
upp á móti sífellt auknu afli og
hraða. Og þau slys, sem leiða af
vinneyzlu, ofþreytu, fruntaskap eða
óþolinmæði, verður alltaf erfitt að
fyrirbyggja með öryggisbúnaði.
G.
MAGASÁR
Framhald af bls. 17.
Um kvöldið, þegar Boyce gekk
inn í svefnherbergið, hélt hann á
viskíglasinu í hendinni. Konan hqns
var að Ijúka við að klæðast í sam-
kvæmiskjól.
— Hvert skal halda? spurði
Boyce.
— Hitta einn af skjólstæðingum
mínum, svaraði hún stutt og lag-
gott.
Boyce urraði við. — Hvað heitir
hann? spurði hann kaldranalega.
Hún svaraði ekki og Boyce fékk
sér vænan teyg úr glasinu. — Svei
mér ef ég ekki held að þú hafir
orðið þér úti um fastakunningja,
sagði hann.
— Og hvað, ef svo væri? varð
henni að orði. — Hef ég kannski
ekki fullt leyfi til þess, þegar það
er tekið með í reikninginn hve þú
átt þér margar fastavinkonur?
— Hvaða vinkonur? hreytti hann
út úr sér. — Þú hefur ekki minnstu
hugmynd um hvað þú ert að segja.
— Auðvitað ekki, svaraði Jean
hæðnislega. — Auðvitað álít ég,
að allir þessir reikningar frá blóma-
verzlunum, veitingahúsum og skart-
gripasölum séu aðeins kostnaðar-
liður i sambandi við rekstur fast-
eingasölunnar.
— Einmitt, sagði Boyce. — Það
hefur kostnað í för með sér að
reka slíkt fyrirtæki.
— Veit ég vel, varð Jean að
orði um leið og hún seildist eftir
handtösku sinni. — Þú skalt ekki
gera þér það ómak að vaka eftir
mér. Eg kem áreiðanlega seint
heim. Mjög seint . . .
Svefnherbergishurðin féll að
stöfum á hæla henni. Boyce grýtti
viskíglasinu, rauður af reiði, í dyra-
stafinn af sliku afli, að það fór (
þúsund mola. Afbragð, elskan min,
hugsaði hann, en þú skalt þurfa
að leggja þig alla fram til að snúa
á mig. Hann gekk að símanum og
hringdi.
— Halló, svaraði lág kven-
mannsrödd.
— Lana . . . það er Boyce. Ertu
ein heima?
— Já, vinur minn.
— Farðu ekki neitt. Ég er að
koma.
Hann hafði fataskipti. Lana var
ekki beinlínis stórkostleg, það varð
hann að viðurkenna, en hún var
hógvær og auðveld viðfangs og
það hefur líka sína kosti. Það var
VIKAN 48. tbl. —