Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 40
fjölda mörgum smámyndum af
stílfærðum húsum. Það mundi ugg-
laust teljast snoturleg byrjendaverk
og vitna um byrjandi hláku í þessu
landi.
Sú hláka í listrænum efnum hef-
ur víst ekki náð inn yfir þær víðu
sléttur Rússlands, ef dæma má eft-
ir þeim verkum rússneskra mynd-
listarmanna, sem þarna voru. Það
var teikning af félaga Lenín í
svörtu og hvítu, hreindýr á túndr-
unum, líka í svörtu og hvítu og
svo man ég eftir einni, af stríðandi
félögum á vígvelli. Þar var ekkert
nýtt á ferðinni og naumast nokkuð
athyglisvert, annað en það, að
engin mynd var af traktor og ham-
ingjusömu fólki með skóflur.
A Norðurlöndum hafa menn
alltaf haft þungar áhyggjur af því,
hvað þeir eru að gera í París og
þarna suðurfrá. Skandinavar vilja
ekki láta það sannast á sig, að
þeir búi á einhverjum menningar-
legum útkjálka og þess vegna
leggja sumir full mikla áherzlu á
að vera „avant garde"; koma fram
með eitthvað, sem ekki gefur til-
raunum hinna eftir að minnsta
kosti. Hjá þessum frændþjóðum
okkar var að finna allmörg skat
framhjá markinu og mér eru ekki
verk þeirra minnisstæð vegna
ágætis þeirra, heldur fremur vegna
hins gagnstæða. Daninn Svend
Wiig Hansen var til dæmis með
stóra sýningu málverka og högg-
mynda og það voru einhver leið-
inlegustu verk, sem ég sá þarna
á Biennalnum.
Fransmenn höfðu málverk eftir
arkitektinn Le Corbusier sem blóm
í hnappagatinu og Picasso átti þar
mynd svipaða Guernica; sundur-
tættir hestar og menn, hálfhrund-
ar byggingar og annað því líkt.
Bernard Buffet var ekki með, en
annar var þar sem talsvert minnir
á hann, Réné Bro.Hann átti þar
mynd af nútímastúlku, sem var eitt-
hvað talsvert í ætt við kött, en
klassiskt landslag gömlu meistar-
anna á bak við.
Japanir eiga stórkostlegan og
sérkennilegan myndlistararf, en nú
er þeim mjög í mun að varpa því
öllu fyrir róða og elta myndlistar-
menn Vesturlanda. Japanska sýn-
ingin var hvorki frumleg né á nokk-
urn hátt átakamikil, en alveg úr
sambandi við japanska myndhefð.
Fyrir utan það sem hér er talið,
var stór sýningarskáli með nútíma-
myndlist úr söfnum. Kenndi þar
margra grasa og ólíkra. Skúlptúr-
inn var mjög fyrirferðarmikill á
þessari sýningu. Mér er minnis-
stæðast „II mirakolo", Kraftaverkið,
eftir Marino Marini; sligað dýr und-
an þunga einhverrar ófreskju, ekki
ósvipað „Skuld" eftir Einar Jóns-
son, nema hvað þessi mynd var
talsvert stílfærð. Þar fyrir utan voru
heil kynstur af skúlptúr samansoðn-
um úr bílmótorum, karboratorum,
reiðhjólahlutum og ýmsu öðru, sem
hefur orðið hendi næst. Sum þess-
ara „listaverka" voru öll á hjör-
og dökkgrænu svo það er ekki við-
lit að horfa á það stundinni leng-
ur. Og skiptir ef til viil ekki svo
miklu máli.
Skáldskapur og predikanir að
nýju. Calabria á þarna verk, sem
hann kallar: „Tlikynning til vorra
tíma." Myndin er meira og minna
óhlutlæg en afar magnþrungin og
gefur hugmynd um mismunandi
kynþætti, ógurleg þrengsli, oln-
bogaskot og offjölgun.
Eins og margir vita, þá málaði
Michelangelo fræga mynd af sköp-
un mannsins í loftið á Sixtinsku
kapellunni í Vatíkaninu,- guð kem-
ur aðvífandi og snertir með fingri
hendi Adams, gæðir hann lífinu.
Tano Festa hefur gert aðra mynd
af sköpuninni. Adam og hendi
A(\ — VIKAN 48. tbl.
guðs eru nákvæmlega eins og hjá
Michelangelo, nema hvað guð hef-
ur ískyggilega fjarlægzt manninn;
það eru tvö svört, óbrúuð bil á
milli þeirra, og Adam er vægast
sagt vonleysislegur.
Hvað er ekki yrkisefni? Greta
Garbo hefur orðið málaranum Mas-
elli hugstæð. Það er afar dularfull
mynd eins og vera ber, en merki-
lega góð mynd af Gretu, jafn lítið
og sést af henni. Það er sjaldan,
að tekið sé á yrkisefnum með
húmor, en Venev Storian er undan-
tekning. Hann hefur málað mynd
úr stríðinu: Fallbyssuskytta með
blóm í hendinni hefur í þann veg-
inn verið að skjóta niður kirkju-
turn. Dýrlingar þjóta til himins upp
úr rústunum líkt og eldflaugar. Þeir
horfa niður, sumir skelkaðir á svip-
inn aðrir hneykslaðir. JEn í farar-
broddi fer sá, sem hefur bæði hala
og horn.
Sem sagt: ítalir mála ógjarnan
hreina fleti eða línur. Þeir eru
bæði skáld og predikarar og fara
skemtilega með hvorttveggja.
Pólverjar, Tékkar og Júgóslavar
áttu mörg prýðisverk á BIENNALE,
verk sem segja sína sögu um breytt
viðhorf í þessum járntjaldslöndum.
Pólverjum hefur lengi verið lagið
að gera góða hluti í myndlist og
ég veit ekki til þess að þeir hafi
nokkurn tíma látið kúga sig að
ráði til þess að mála traktora og
hamingjusamt fólk með haka og
skóflur, jafnvel ekki undir Stalín.
Ungverjaland átti stóran sal með
LODKAPUR, REGNKÁPUR með loöfúöri
VETRARDRAGTIR, LODHUFUR, HATTAR,
HANZKAR OG TÖSKUR
Aldrei fallegra úrval -