Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 12
AST
Vtt)
FYRSTU
HEYRN
Allir hafa heyrt talað nm óst við fyrstu sýn.
Ég verð að segja, að ég trúi þvi, að slikt komi
fyrir. En liefur nokkur heyrt talað um ást við
fyrstu lieyrn? Því liefði ég ekki trúað að ó-
reyndu — sem sagt alls ekki fyrr en það kom
fyrir sjálfan mig.
Það var í júni, að ég fann stúlkuna, sem
ég vildi eignast. Ég man svo greinilega eftir
deginum. Hann var bjartur og fagur — einn
af þessum dögum, þegar það liggur einhvern
veginn i loftinu, að eitthvað skemmtilegt muni
koma fyrir. Fyrir inér lék allt í lyndi. Ég hafði
verið skipaður verzlunarstjóri, og hefði það
ekki verið vegna þess að ég varð að gæta
virðuleikans sem slíkur, hefði ég sungið há-
stöfum.
Síminn iiringdi. Ég svaraði. Eiginlega hefði
ég átt að láta einhvern annan svara i símann,
en ég vissi að liún hringdi alltaf nákvæm-
lega klukkan hálf eitt, og þess vegna kastaði
ég inér næstum yfir simann.
•—• Hjá Benson, gjörið svo vel, sagði ég og
reyndi að láta röddina hljóma rólega.
—- Góðan daginn. Hér er pöntunin fyrir
morgundaginn. — Þetta er fröken Fraser.
Eins og ég hafi ekki vitað það um leið og
hún bauð góðan daginn. Þessi skæra, hljóm-
fagra rödd, með daufum skozkum hreim....
Viku eftir viku hafði ég tekið við pöntunum
hennar, séð um að verða fyrstur i símann þeg-
ar hann hringdi klukkan hálf eitt á mánudög-
um. Hinir stríddu mér, cn ég skipti mér ekki
af því. Hún þurfti ekki annað en að segja:
Eitt kíló af smjörlíki, og hjarta mitt tók kipp
undir hvíta sioppnum.
Ég sá þó gjóta til mín augunum og glotta,
og ég fór að óska, að ég hefði ekki sagt þeim
frá þessu. En hvernig átti ég að vita, að ég
yrði verzlunarstjóri eftir Jenkins gamla? Ég
sneri baki fram i búðina og skrifaði niður
pöntunina. Á meðan elskaði ég rödd hennar
og velti þvi fyrir mér, hvernig ég ætti að fara
að þvi að hitta liana.
— Og svo einn poka af kringlum, sagði hún.
— Þá er það víst ekki fleira, held ég.
Mér hálf svelgdist á. Nú var tækifærið —
nú eða aldrei.
■—- Kringlur? sagði ég. — Bakið þér þær
ekki sjálfar? Þér sem eruð skozkar!
Hún hló glaðlega.
— Ég hef engan tíma lil að baka. Ég þarf
að sinna starfi mínu, alveg eins og þér. Þess
vegna verð ég alltaf að senda pöntunina sím-
leiðis.
—- Vinnið þó líka í búð?
-— Já, hjá Hazelton, í hinum enda bæjarins.
Mér leizt ekki á það. Hazelton var eitt af
stóru vöruhúsunum með fjölda deilda og seldi
allt frá módelhöttum til ruslatunna. Þar voru
hundruð afgreiðslustúlkna og vélritunarstúlkna.
En samt sem áður. . . . Ég ætlaði einmitt að fara
að spyrja hana livað hún fengist við, þegar
hún sagði:
—• Þér eruð heldur ekki enskur, eða hvað?
— Hafið þér tekið eftir þvi? Nei, það cr
ég ekki. James Ferguson er nafn mitt. Ég þagn-
aði, hræddur við frekjuna í mér. En þegar liún
sagði ekkert, hélt ég áfram og talaði nú liratt:
— Pöntunin verður send á morgun eins og
venjulega, fröken Fraser. Það er leitt að þér
skuluð ekki geta komið sjálfar, eða einhver
af fjölskyldunni. Við höfum öðru hverju ýmis-
legt gott á boðstólum, sem ágætt væri fyrir
viðskiptavinina að lita á sjálfir.
Ég fór nú að losa um flibbann. Ég gekk sjálf-
sagt allt of hratt fram. Nú mundi hún fara að
draga i land. En þó sagði hún:
-— Ég á enga fjölskyldu á þessum slóðum.
Ég er ein. Eruð þér ]iað?
•—• Já, sagði ég. - Já, ég bý í leiguherbergi.
Heyrið mig. .. . Hvernig væri. .. . ?
— Hvernig væri hvað? Röddin var skær og
glaðleg eins og venjulega, en það var eins og
hún væri núna dálítið örvandi.
— Ég ætlaði að spyrja, livort við gætum
liitzt einhvern tima. Ég var að vona, að þér
kæmuð kannski einhverntíma hingað i búð-
ina, en. .. .
— Já, en ég hef verið þarna oft og mörgum
sinnum. Ég á þó stundum l'rí, eins og aðrir.
Heilinn í mér liamaðist af öllum kröftum
og rifjaði upp alla þá viðskiptavini, sem gætu
verið fröken Fraser. Ég komst að þeirri niður-
stöðu, að þar væri aðeins um eina stúlku að
ræða, og ég lilaut að liafa rétt fyrir mér.
•—■ Hvað segið þér um kvöldið i kvöld? sagði
ég-
Hún skellihló.
— Þér hljótið að vera sérlega frumlegur.
Eiginlega ætti ég að heimta að fá að tala við
verzlunarstjórann.
— Það er ég, sagði ég.
— Ó! Ég skil. Jæja, komið um sjöleytið, ef
þér getið. Heimilisfangið hafið þér.
Röddin varð skyndilega alvarleg, eins og
hún gerði sér lika ljóst, að þetta gæti orðið
örlagaríkur fundur.
— Ég kem, sagði ég.
Ég lagði tólið liægt á, sneri mér við og sá
alla afgreiðslumennina í búðinni standa og
glotta fyrir aftan mig. Enginn viðskiptavinur
var inni.
— Jæja, sagði ég hörkulega. — Nú eruð þið
búnir að skemmta ykkur nógu lengi. Er ekki
bezt að fara að snúa sér að verkunum?
— Hún er sjálfsagt um fimmtugt með lang-
ar hrosstennur og iitað liár, sagði Bill Soames.
— Þú ættir að fara að öllu með gót! Við hlökk-
um til að líta framan í þig á morgun.
— Gjörið svo vel að l'ara að ganga frá send-
ingum, sagði ég kuldalega.
í rauninni var þetta ekki sérlega sanngjarnt
af mér. Þeir höfðu reynt að lijálpa mér allir
með tölu. Eins og ég hef áður sagt, var þetta
ást við fyrstu heyrn. Eftir að hafa einu sinni
heyrt þessa rödd, var ég eins og dáleiddur af
henni. Ég beinlinis beið eftir að allar lagleg-
ar ungar stúlkur segðu eitthvað og hlustaði
svo eftir skozka hreimnum. Ég bað þá um að
gæta að þessu líka.
—• Þú veizt hvar hún á heima. Hvers vegna
ferðu ekki einn daginn og hringir á dyrabjöll-
una og sérð hver opnar?
En þannig var ég ekki. Ég hafði aldrei verið
djarfur við stúlkur, og siðprúð stúlka eins og
fröken Fraser mundi sjálfsagt liafa skellt liurð-
inni beint á ncfið á mér. Jú, félagar minir
höfðu hjálpað mér eftir getu. Þeir höfðu bent
á margar skozkar stúlkur: þá feitu ljóshærðu,
rauðhærðu stúlkuna og þá dökkliærðu. .. .
Sú ljóshærða hafði dimma, grófa rödd. Sú rauð-
Jiærða var með giftingarliring. Dökkhærða
stúlkan.... Já, sú dökldiærða. Hún var með
þessi dreymnndi, grábláu augu og liina fín-
gerðu húð, sem svo margar skozkar stúlkur
liafa, en ég var önnuin kafinn við annan við-
skiptavin, svo að ég lieyrði ckki röddina. Þar
að auki var hún ineð hanzka, svo að hún gat
alveg eins verið gift. Ilvernig gat lika verið,
að hún væri ógift með þannig útlit?
En ég hafði liugsað mikið um hana, og núna,
eftir símtalið, reyndi ég að losna við mynd
hennar úr huganum. Liðað, dökkt liór, grann-
vaxin í gulu pilsi. . . .
Hefði hún aðeins komið í búðina i dag, þá
12 — VIKAN 48. tbl.