Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 46
Vlltima
VIKAN 48. tbl.
hún. — En það er áríðandi símtal.
Graham tók talnemann og hlust-
aði. Eftir stutt andartak leit hann
furðu lostinn á Boyce.
— A þetta að vera einhver
glettni, spurði hann og hlustaði svo
enn. — Ég skal með ánægju koma
þeim skilaboðum rétta leið, sagði
hann að lokum og lagði talnem-
ann á.
— Það eru skilaboð til yðar,
herra Harper, sagði hann. — Ein-
hver náungi, sem sagði að það
væri hyggilegast fyrir yður að láta
konuna sína í friði.
Boyce varð dreyrrauður í andliti.
— Þetta hlýtur að vera illkvittnis-
legt prakkarastrik, herra Graham,
sagði hann.
— Það get ég vitanlega ekkert
um sagt, en þér verðið að skilja
það, að ég get ekki látið nafn
mitt koma fram í viðskiptum við
mann, sem hinir og þessir leyfa
sér slíka framkomu við. Ég verð
að taka tillit til fyrirtækis míns,
herra Harper. Verið þér sælir. Ég
verð mér úti um einhvern annan
milligöngumann.
A leiðinni út tók eldurinn enn
að brenna í maga Boyce. Hann
hraðaði sér þangið, sem bíllinn
hans stóð ,og var ekki í neinum
vafa um að stungið hefði verið á
einhverju.
Hugboð hans reyndist rétt . . .
Þú verður að taka eitthvert tillit
til þess, sem ég segi, Boyce.
Dr. Redman var ergilegur.
— Þú ert að vísu nokkrum árum
eldri en ég, kunnur fjármálamaður
og athafnamaður og allt það. En
ég er nú samt sem áður læknir
þinn, og það, sem ég segi við þig,
segi ég af umhyggju fyrir þér. Ég
get ekki hjálpað þér, nema því að-
eins að þú viljir hjálpa þér sjálfur.
Þú þjáist af magasári, og það er
alvarlegt sár. Ég hef athugað rönt-
genmyndirnar, og sárið breiðist
stöðugt út með ískyggilegum hraða.
Enda ekki að undra, þar sem þú
beinlínis elur á því með áfengi,
reykingum og magasýrum. Ég hef
það frá konu þinni, að þú hafir
drukkið fast að undanförnu.
— Hver hefur beðið þig að vera
að rökræða um mig við hana?
spurði Boyce reiðilega.
— Ertu ekki sjúklingur minn?
spurði læknirinn. — Og er hún ekki
eiginkona þin? Ég álít það einungis
skyldu mína að reyna að komast
að hvað það er, sem veldur þér
slíkri taugaspennu. Þú ert kominn
vel á veg með að drepa þig, það
er allt og sumt.
Boyce fölnaði.
— Magasár getur verið lífshættu-
legt, herra minn, mælti læknirinn
enn. — Ef þú heldur þannig áfram,
verður þess ekki marga daga að
bíða, að maginn springi, eins og
við köllum það.
— Og . . . hvað þá? stamaði
Boyce.
— Það er undir öllum aðstæð-
um komið, svaraði dr. Redman. —
Ef unnt reynist að koma þér f
tæka tíð í sjúkrahúsið, þá getum
við skorið þig upp. En komist þú
þangað ekki fyrr en um seinan,
þá • • •
— Þá dey ég? hvíslaði Boyce.
— Að öllum líkindum, svaraði
læknirinn stillilega. — En nú skaltu
taka inn þessar töflur, sem ég læt
þig hafa, í hvert skipti sem kvala-
köstin koma.
Hann rétti Boyce lítinn stauk
með töflum.
— Og umfram allt, ekkert
áfengi, sagði dr. Redman.
Boyce hét að gæta þess.
Um kvöldið sat hann aleinn í
bókasafnsherberginu með stórt
mjólkurglas fyrir framan sig. í fyrsta
skipti í langan tíma bar svipur
hans því vitni, að hann væri róleg-
ur og hvíldur.
Þá hringdi síminn.
- Halló?
— Gott kvöld, herra Harper, var
sagt karlmannsrödd, sem hann
kannaðist vel við. Það var sama
röddin og sagðist tala til hans úr
Carmichael-sjúkrahúsinu. Rödd
mannsins, sem kvaðst heita Harry
Pierce. Rödd mannsins, sem vildi
tilkynna honum hvað Ajax-viðgerð-
arverkstæðið tæki fyrir hjólbarða-
bætingarnar.
— Hvað er það í þetta skipti?
spurði Boyce þreytulega.
— Mig langaði einungis til að
spyrja hvernig yður liði, svaraði
röddin. — Sízt af öllu vildi ég að
nokkuð kæmi fyrir yður. Það er svo
margt óvænt sem ég á í pokahorn-
inu handa yður.
Enn einu sinni tók eldurinn að
brenna í maga Boyce. — Hver eruð
þér og hvers vegna leikið þér mig
svona grátt? spurði hann.
— Það fáið þér aldrei að vita,
svaraði röddin. — Hins vegar get
ég trúað yður fyrir því, að eftir