Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 14
007
JAMBNU
. . . HvaS boðaSi svipurinn ó and-
liti mannanna? ÞaS var meira ó
bak viS hann en venjulega er ó
bak viS svip manna, sem horfa
á fallega stúlku. Svipurinn sýndi
forvitni, þaS var skiljanlegt. Þá
langaSi til aS vita, hvaSa skilaboS
þetta væru. En eitthvaS frekar?
Svipurinn sýndi einnig kankvísi og
fyrirlitningu, — eins og þegar menn
stara á hóru . . .
Framhalds-
sagan
Eftir
lan
Fieming
10. hiuti
Ráðuneytið lét rannsaka nokk-
ur hús sitt hvorum megin, og
lýsti því svo yfir að allt væri í
lagi. Þá hafði ég og fjölskylda mín
lokið við okkar verk. Rússarnir voru
tortryggnir eins og sjálfur djöfull-
inn. Ég held að þeir hafi rannsak-
að húsið með títuprjónum og lúsa-
kömbum, þegar þeir komu aftur,
í leit að hljóðnemum, sprengjum
o.s.frv. En við getum ekki leikið
þennan sama leik aftur, nema Q-
deildin geti fundið upp eitthvað
mjög sniðugt. Á meðan verð ég að
láta mér nægja að horfa á. Einn
góðan veðurdag hlýt ég að sjá eitt-
hvað gagnlegt. Þegar þeir yfir-
heyra einhvern, sem við höfum
áhuga á, eða eitthvað þessháttar.
Uppi við fót kíkisins í lofti gang-
anna var hálfkúlulagaður málm-
hlutur, tvisvar sinnum stærri en fót-
bolti.
— Hvað er þetta? spurði Bond.
— Neðrihlutinn af sprengju,
stórri sprengju. Ef eitthvað kemur
fyrir mig, eða stríð brýst út, er
hægt að sprengja þessa sprengju
með fjarstýringu frá skrifstofunni
minni. Það er leiðinlegt. (En Kerim
var ekkert leiður á svipinn). — Ég
óttast, að margir sakleysingjar
verði drepnir auk Rússanna. En
þegar blóðið er heitt, spyr maður-
inn ekki um réttlæti eða ranglæti,
fremur en náttúran.
Kerim hafði verið að fægja sjón-
glerin milli handfanganna, sem
stóðu beggja megin út úr kíkinum.
Svo leit hann á úrið sitt, beygði
sig niður, greip um handföngin tvö
og dró tækði upp, þar til sjóngler-
in voru á móts við höku hans. Þáð
suðaði dauft í vökvalyftitækjum,
þegar glitrandi leggur kíkisins rann
upp í stálslíðrin upp í þak gang-
anna. Kerim laut niður og starði
í kíkinn og færði hann ofurhægt
upp, þar til hann gat staðið upp-
réttur við hann. Hann sneri honum
hægt. Svo setti hann linsuna í mið-
stöðu og benti til Bond.
— Þeir eru aðeins sex.
Bond gekk til hans og tók um
handföngin.
— Taktu vel eftir þeim, sagði
Kerim. — Ég þekki þá, en það er
betra fyrir þig að setja andlit þeirra
á minnið. Sá fyrir enda borðsins
er stöðvarformaðurinn. Vinstra
megin við hann eru aðstoðarmenn
hans, þessir tveir. Gengt þeim eru
þessir þrír nýju. Sá nýjasti, sem
virðist vera háttsettur náungi, er
hægra megin við forstjórann. Segðu
mér, ef þeir fara að gera eitthvað
annað en tala.
Fyrst datt Bond í hug að segja
Kerim að hafa ekki svona hátt. Það
var eins og hann væri í herberginu
inni hjá Rússunum, eins og hann
sæti í stól í horninu, ef til vill einka-
ritari, sem væri að hraðrita fundar-
gerð.
Breið linsan, sem gerð var til
þess að skyggnast eftir flugvélum
í loftinu, jafnhliða skipum á sjón-
um, sýndi honum undarlega mynd
— músarútsýni — skóg af fótleggj-
um undir borðinu og ýmsa andlits-
hluta, sem fylgdu fótleggjunum.
Hann sá forstjórann og aðstoðar-
menn hans vel. Alvarleg og leiðin-
leg rússnesk andlit, sem Bond setti
á sinn stað í hugskoti s(nu. And-
lit forstjórans var grúskaralegt og
prófessorslegt — þykk spangargler-
— VIKAN 48. tbl.