Vikan


Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 19
Nú þegar höfum við séð fyrstu amerísku bílana af árgerð 1965 keyra um götur og vegi. Þeir hafa enn verið tækni- lega bættir og útlit þeirra að flestra dómi glæsilegra en áður. En hvernig eru risafyrir- tækin í Detroit, sem fram- leiða þá, og hvernig eru mennirnir, sem stjórna fram- leiðslunni? Það er sama hvort stjórnendur bílafram- leiðslunnar í Bandaríkjunum líta út um glugg- ana á glæstum skrifstofum sínum eða hvort þeir bregða sér nokkur þúsund kílómetra í burtu,- alls staðar verður það sama fyrir augum: Bílar, þeirra eigin bílar. Engir menn í veröldinni sjá svo greinilega ummerki eftir starf sitt, næstum hvar sem þeir koma, heima fyrir eða erlendis. Þeir sem ráða útliti bíla hafa ótrúleg áhrif. Handverk þeirra berast um allan heim og ráða þeirri svipmynd, sem fyrir þér verð- ur á strætum og. þjóðvegum. Til þessa hef- ur amerískum bílum að jafnaði ekki verið hrósað fyrir listrænt útlit, en nú hafa teikn- arar vestan hafs tekið sér Evrópumenn til fyrirmyndar í vaxandi mæli og flestir viður- kenna að amerískir bílar hafi gerbreytzt. Bílar eru tízkuvara og tízkan tekur stund- um einkennileg hliðarstökk, sem allir undr- ast á eftir. Þeir sem teikna bílana, sjá vafa- laust sjálfir ýmsa drauga úr fortíðinni, drauga á fjórum hjólum, sem þeir vildu gjarnan, að a'drei hefðu orðið til. Nú finnst víst flestum að stélin og ugg- arnir, sem þóttu ómissandi fyrir 1960, hafi ekki beinlínis verið smekkleg fyrirbrigði. Þessi sté! höfðu um árabil viðgengizt á Cadillac og þóttu fín. Hámarki náðu þau með svo- nefndu „Forward Look" á Chrysler árið 1957. Þá urðu þau fet á hæð eða meira. Síðan hefur stefnan verið sú, að slétta allar hliðar eftir evrópískum fyrirmyndum. Það hefur verið kallað „Continental Look" og er afskaplega góð latína í Detroit. Þessi slétthliðatízka hefur aldrei orðið eins fyrir- ■O- Henry Ford II, aðalforstjóri Ford Motor Company. Stundum eru leiðtogarnir í fyrir- tækinu ekki á. eitt sáttir, en þá er hann van- ur að taka af skarið með því að segja: ,,Má ég minna ykkur á það, herrar mínir, að það er nafnið mitt, sem stendur á bygg- ingunni". ferðarmikil og núna og hámarki nær hún í Mercury frá Ford. Ford aðhyllist mjög ein- dregið slétthliðina, sömuleiðis Rambler og Chrysler. Enda þótt hún hafi viðgengizt í Evrópu um árabil, þá er hún nýlegt fyrir- brigði vestan hafs. Þeir reyndu það fyrst á Thunderbird fyrir nokkrum árum, en hurfu frá því útliti, því bíllinn virtist þá verða „of mikið sér á parti." Svo tók Pontiac hugmynd- ina upp og útfærði hana listilega vel. Margir hafa undrazt það, hvað amerísku bílarnir eru jafnvel líkir hvort heldur þeir eru frá General Motors, Ford, Chrysler eða Rambler. Það er vegna þess að verksmiðj- urnar hafa nákvæmt auga hver með annari og njósnir þar á milli eru hreint eins og í alþjóðapólitík. Myndirnar eru teknar úr lofti með aðdráttarlinsum og það hefur aldrei hafzt að koma bíl á götuna án þess að hinir vissu nokkuð nákvæmlega um útlit hans og búnað löngu áður. En mitt í þessum sléttlínufaraldri þykir það tíðindum sæta, að sjálfur risinn og for- ustufyrirtækið meðal hinna stóru í Detroit, General Motors, fer að þessu sinni eigin leiðir — og hinir virðast ekki sammála. Þeir eru svo ánægðir með sínar „stabsides," að þeir láta það lönd og leið þó G.M. auki straumlínulagið og leitist við að hafa sér- stakan stíl. Michell, aðalteiknari General Motors, segir: „Stefnan er í áttina frá kassa- laginu. Hvers vegna ætti líka að láta bíl líta út eins og rúm?" Þeir hjá G.M. innleiða það lag sem að nokkru leyti hefur verið á Pontiac í 3 ár, en auka gúlinn við afturhjólin að mun — sér- staklega á Pontiac — og kalla þetta „kók- flöskulag." Það var talað um miklar tilvonandi breyt- ingar á árgerð 1965, en þegar til kastanna kom, þá má segja að breytingarnar einkenn- ist af varfærni. Sú varfærni er eðlileg, þeg- ar það er haft í huga, að bllar runnu út eins og heitar lummur á 3 síðustu árum. Arið 1955 var metár. Þá seldust samtals rúmlega 7,9 milljónir amerískra bíla. En metið reynd- ist dálítið óraunhæft og vafasamt vegna þess að salan byggðist á óvenjulegum lána- kjörum. Stundum var jafnvel lánað til fjög- urra ára og svo varð árið 1958 afspyrnu -Gi* Roy Abernethy, forstjóri American Mot- or, sem framleiðir Rambler. lélegt. 1962 seldu þeir svo 6,9 milljónir og 7,6 milljónir árið 1963 og eitthvað álíka nú í ár. Af þessari grimmilegu bílasölu hef- ur risinn G.M. hreppt bróðurpartinn og lið- lega það; hefur nú orðið um 54% af allri bílasölu. Þar af leiðir að General Motors er stærsta fyrirtæki heimsins um þessar mundir og gróði þess á síðasta ári var meiri en allar þjóðartekjur íra. Er nú haft fyrir satt að meginvandinn hjá þeim snjöllu herrum, sem stýra G.M., sé hvað eigi að gera við þær ógnarupphæðir, sem safnast fyrir. Flest fyrirtæki sjá fyrir því með útþenslu, en við G.M. hafa stjórnarvöldin sagt: Hingað og ekki lengra. Það hefur þótt æskilegt að gæta þess í Bandaríkjunum, að einstök fyrirtæki og auðhringir gleypi ekki alltof mikið og G.M. þykir hafa náð nægilegum vexti. Átta sérfræðingar hjá Justice Department gera ekkert annað en að hafa eftirlit með Gene- ral Mótors og sjá um að fyrirtækið „haldi sér á mottunni." Aðalframkvæmdastjórar bílaverksmiðjanna eru undantekningarlaust gæddir frábærri skipulagningargáfu; þeir eru einskonar gangandi reiknivélar, sem lifa og hrærast í bílaiðanði og öllu, sem honum viðkemur. En þeir hafa líka orð á sér fyrir að vera „úti að aka" á öðrum sviðum og almennt taldir leiðinlegir. Ekki aðeins hjá General Motors, heldur og öllum hinum þrem, eru framkvæmda- stjórarnir líkt og klipptir út úr sama tízku- blaðinu; allir í samskonar gráum flannels- fötum. Annar fatnaður er litinn hornauga. Maður með skalla getur ekki komizt langt, að minnsta kosti ekki hjá General Motors. Hirðuleysi í klæðaburði er það sama og dæma sjálfan sig úr leik, skegg er ekki þol- að né óburstaðir skór og þá er eins gott að hárinu sé haldið í skefjum. Allt þetta verð- ur sá að hafa í huga, sem vill verða fram- bærilegur og aðeins sá, sem er fyllilega frambærilegur og eftir viðteknum kokka- bókum, getur komizt langt. Það er enn í minnum haft hjá Ford, að einn framkvæmdastjóranna sást á skyrtunni utan skrifstofu sinnari Fregnin flaug út inn- an fyrirtækisins og þetta þótti óskaplegt hneyksli og vont mál afspurnar. Aðalforstjór- inn neyddist til að gera manninum tiltal og þetta kom auðvitað ekki fyrir aftur. Framkvæmdastjórn General Motors er að ■O Chrysler var í vanda staddur og salan fór niSur á við, en nýi forstjórinn, Lynn Townsend, hefur leitt fyrirtækiS fram fil sóknar. VXKAN 48. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.