Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 41
um og glömruðu í sífellu. Naglar
eru siólfsagt ekki heldur lakari
efniviður en hvað annað í myndir;
það voru að minnsta kosti þó nokk-
uð margar lágmyndir úr nöglum
og engu öðru. Ég býst við því, að
það þurfi beinlínis að læra að
skoða myndir af þessu tagi og
njóta þeirra. Ég er ekki það vanur
þeim, að ég njóti þeirra og ugg-
laust hafa einhver aðalatriði í þeim
farið framhjá mér.
Þrívíddin hefur lengi haldið
vöku fyrir myndlistarmönnum, en
eins og ég minntist á, þá eru menn
ekki á eitt sáttir um þýðingu henn-
ar, Einu sinni þótti það afbragðs
latína að fá dýpt í málverk, en
myndflöturinn var að sjálfsögðu
alltaf flatur og þess vegna var
dýptin fölsk. Aðeins gátu línur og
litir gefið hugmynd um dýpt. Ég
sá nokkrar myndir á BIENNALNUM,
þar sem listamennirnir höfðu bein-
línis tekið einstaka hluta út úr aðal-
myndfletinum og haft þá fyrir
framan eða aftan. Þannig var til
dæmis stór mynd úr máluðum, nið-
urrifnum trétexplötum eftir Emilio
Vedova. Þar fyrir utan hafði hann
myndina skapta í vinkil. Mér fannst
hún fremUr nýstárleg tilraun en
merkilegt listaverk.
Bretinn Ben Nicholson var eigin-
lega einn á báti með geometriska
nakta fleti, mjög líkt því sem ís-
lenzkir myndlistarmenn ýmsir hafa
haft á sýningum hér heima árum
saman. Sú stefna hefur vafalaust
haft sína þýðingu, kennt mönnum
að sjá sjálfan grunninn, undirstöð-
una í myndbyggingunni. En flatar-
kúnstin einber er afar kaldranaleg
og óskáldleg, og lét fljótlega í
minni pokann fyrir póetiskari túlk-
un á viðfangsefnunum.
Það staðnæmdust margir fram-
an við mynd Renato Guttuso, ,,Fólk
á strætinu", það var nú raunar aðal-
lega kvenfólk á strætinu. Það var
því líkast sem allt það fólk væri
eitt í veröldinni, hver og einn
horfði stjörfum augum fram fyrir
sig og hafði sína eigin stefnu. Mér
fannst þessi mynd táknræn fyrir
þann einmanaleika, sem þjáir fólk
í stórborgum, en hún var auk þess
teiknuð með óvenjulegri færni.
Þjóðverjinn Baumeister var hins
vegar dæmi um það hvað menn
geta látið frá sér fara, þegar
frægðin verndar þá og sömuleiðis
landi hans, Hartung. Annars átti
Hartung afar fínlegar myndir inn-
anum og hann er einn af þeim,
sem hefur svo sterk persónuleg
einkenni, að hann þekkist, hvernig
sem hann vinnur. Ferró okkar í
París er ekk'i einn um það að deila
myndfletinum niður í hólf og raða
þar í hverskyns hlutum. Svíinn
Öyvind Fahlström átti að minnsta
kosti eina slíka og áhrifin voru
því Hkust að horfa inn í yfirfulla
geymslu.
Og svo var það Fransmaðurinn
Jean Dubuffet. Hann átti þarna
frábæra mynd, sem hann nefndi
,,Þorp í rústum". Það má segja um
&OOD/YEAR GÖLFFIÍSAR
Áratugum saman hafa Goodyear verksmiðjurnar verið í fremstu röð gúmmí-
framleiðenda. Nú hafa þær einnig tekið forystu í Vinyl framleiðslu.
GOOD YEAR Vinyl gólfflísar eru heimsþekktar fyrir gæði.
Fjölbreytt litaval — auðveld liirðing —þarf ekki að bóna.
aðeins gœðavara frá GOOD/V'EAR
MALNING-& JA’RNVÖRUR
LAUGAVEGI 23 SÍMI 11295
VIKAN 48. tbl. —