Vikan - 26.11.1964, Blaðsíða 25
skilið, hvað brann til ösku á Place de Gréve ásamt galdramanninum
eiginmanni þínum? Allt, sem stóð milli okkar tveggja. Þjónn og hús-
móðir, það er ekki lengur til. Ég er Calembredaine og þú.. . . þú ert
ekkert. Fólkið hefur útskúfað þér. Þeir þarna yfirfrá....
Hann lyfti handleggnum og benti yfir á hinn bakka Signu á útlínur
Tuileries og Louvre, þar sem ljósin glitruðu.
— Fyrir fólkinu þarna ertu ekki lengur til. Og þessvegna áttu heima
í undirheimunum. . .. Því þar er heimkynni þeirra, sem hefur verið
útskúfað. Hér verður alltaf eitthvað til handa þér að éta. Hér verð-
urðu varin. Við munum sjá um þig og hjálpa þér. En svíktu okkur
aldrei....
Hann þagnaði, dálítið andstuttur. Hún fann brennheitan andardrátt
hans á öxl sinni. Hann strauk handlegg hennar léttilega, og áköf þrá
hans vakti daufa endurómun i henni. Hún sá hann opna stóra hramm-
ana og lyfta höndunum til að snerta hana. Svö hörfaði hann aftur á
bak, eins og hann þyrði ekki.
Hann tók til máls og talaði mjög blíðlega á mállýzkunni frá Poitou.
— Gullið mitt, vertu ekki svona leiðinleg. Hversvegna ertu óánægð
með mig? Er ekki allt svo einfalt? Hér erum við bæði saman. . . . alein
.... eins og í gamla daga. Við erum búin að borða vel og drekka vel.
Hvað eigum við þá annað eftir en að elskast? Þú færð mig ekki til að
trúa þvi, að þú sért hrædd við mig.
Angelique hló hæðnislega og yppti öxlum.
Hann hélt áfram:
— Jæja þá, komdu!. . . . Mundu. . .. Okkur kom alltaf svo vel saman.
Við vorum gerð hvort fyrir annað, vina mín. Þú hlýtur að sjá það. Eg
vissi, að þú hlytir að verða mín. Ég vonaði það. Og nú hefur það orðið,
sjáðu til!
—- Nei, sagði hún og kastaði síðu hárinu þvermóðskulega yfir öxlina.
Hann öskraði utan við sig:
— Gættu þín! Ég tek þig með valdi, ef ég verð.
— Reyndu bara og ég skal klóra úr þér augun með nöglunum.
— Ég skal láta varðmennina mína halda þér, æpti hann.
— Heybrók!
Hann kreppti hnefana og tvinnaði saman blótsyrðunum.
Hún heyrði varla til hans. Hún hallaði enninu að ísköldum rimlunum
fyrir gluggunum, eins og fangi, sem hefur glatað allri von. Henni fannst
þreytan myndi bera hana ofurliði. — Fólkið þitt hefur yfirgefið þig
.... eins og bergmál af dóminum, sem Nicholas hafði rétt í þessu kveð-
ið upp, heyrði hún aðrar raddir, beittar eins og hnífsegg:
— Ég vil ekki heyra um yður framar. Þér verðið að hverfa. Þér haf-
ið ekki lengur stöðu, nafn né nokkuð.
Og Hortense brá henni fyrir augu, nornarleg með kerti í hendinni.
— Farðu! Farðu!
Nicholas hafði rétt fyrir sér. Hann hafði rétt íyrir sér, þessi Calem-
bredaine. Þessi Herkúles, með villta, ótamda blóðið, sem skalf fyrir
aftan hana og formælti svo hátt, að steinarnir í gamla Nesleturninum
titruðu. Það var óþefur af fötunum hans, en ef til vill myndi hold hans,
ef því væri haldið nógu fast, ef bitið væri nógu djúpt í Það, kannske
það gæfi þá einhverja hugmynd um ógleymanlegt bragðið af Monte-
loup?
Hún sneri sér allt í einu við, gekk framhjá honum að fletinu og tók
að losa um blússuna sína. Svo lét hún pilsið detta á gólfið. Hún hikaði
andartak, þegar hún stóð á nærklæðunum einum. Kuldinn beit hörund
hennar en höfuðið var heitt. Hún flýtti sér að losa síðustu spjörina og
lagðist nakin ofan á stolnar skikkjurnar.
— Komdu, sagði hún rólega.
Hann stóð grafkyrr og hélt niðri i sér andanum. Það var eins og hon-
um þætti auðmýkt hennar grunsamleg. Hann nálgaðist hægt og horfði
á hana. Svo dró hann rólega af sér spjarirnar. Þegar uppfylling villt-
ustu drauma hans var í nánd, stóð Nicholas, leiguliðasonurinn frá Monte-
loup, skjálfandi á gólfinu. Flöktandi eldurinn á árbakkanum varpaði
risavöxnum skugga hans á vegginn.
— Komdu, sagði hún aftur. — Mér er kalt.
Hún var einnig byrjuð að skjálfa, kannske af kulda, kannske einnig
af þvi að horfa á þennan stóra, nakta líkama, spenntan af óþolinmæði
blandaðri ótta.
Hnn stökk á hana eins og úlfur. Hann kreisti hana í örmum sér eins
og hann ætlaði að brjóta hana og rak upp háar, stuttar hláturrokur:
— 0! Að þessu sinni er það raunverulegt! Ah! Þetta er dásamlegt.
Þú ert mín! Þú skalt aldrei sleppa frá mér framar. Þú ert mín. . . . mín!
Mín! Mín! Min!
Hann naut hennar í ruddalegum flýti.
Stundarorni seinna andvarpaði hann eins og saddur hundur.
— Angelique, muldraði hann.
— Þú meiddir mig, kvartaði hún.
Svo vafði hún um sig skikkju og sofnaði.
Hann elskaði hana tvisvar aftur þessa nótt. Hún vaknaði af þungum
svefni til þess að verða bráð þessarrar skepnu myrkursins, sem þreif
hana böivandi og hafði fram vilja sinn með háum, hásum stunum og
fleygði sér svo örmagna við hlið hennar, muldrandi sundurlaus orð.
I dögun vakti hvíslandi rödd hann.
—■ Calembredaine, vaknaðu! Fallegi Strákur var ákafur. — Við eigum
hagsmuna aö gæta við Saint-Germain, þar sem við þurfum að lækka
svolítið rostann í nornunum hans Rodogone Egypzka, sem hentu móð-
ur Hurlurette og föður Hurlerot út á götu.
Ég er að koma. Hafðu ekki hátt. Stúlkan sefur ennþá.
— Það er ekki aö undra! Það hefur ekki verið svo lítill gauragang-
ur í Nesleturninum í nótt! Jafnvel rottunum kom ekki blundur á brá.
Þú hefur svo sannarlega skemmt Þér vel. — Skrýtið, hvað Þú þarft
alltaf að gelta og gjamma, þegar þú hefur kvenmann i bólinu.
— Haltu kjafti, muldraði Calembredaine.
— Marquise de Polacks tók þetta ekki mikið nærri sér. Ég fram-
kvæmdi skipun þína í minnstu smáatriðum. Ég varð að klappa henni i
alla nótt, svo að hún fengi ekki þá hugmynd að rjúka hingað upp með
hníf, og því til sönnunnar að hún erfi þetta ekki við Þig bíður hún eftir
þér niðri með krús af heitu víni.
—• Allt í lagi. Farðu.
Þegar Fallegi Strákur var farinn, gægðist Angelique út milli hálf-
luktra augnanna.
Nicholas var þegar staðinn upp, og kominn í fjarri enda herbergis-
ins, klæddur í „einkennisklæði sin“, hræðilega tötra. Hann sneri bak-
inu við henni og hallaðist yfir skrin og dútlaði eitthvað við það. Fyrir
konu, gædda ríku innsæi, var baksvipurinn mjög talandi. Þetta var
baksvipur vandræðalegs karlmanns.
Hann lokaði skríninu aftur og kom að fletinu með eitthvað vand-
lega falið í hnefanum. Hún flýtti sér að látast sofandi. Hann hallaði
sér yfir hana og sagði lágt:
— Angelique, heyrirðu til mín?.... ég verð að fara. En áður en ég
fer, langar mig að segja þér. . . . Mig langar að vita. . .. E'rtu mjög reið
við mig vegna síðustu nætur?.. .. Það var ekki mér að kenna. Ég gat
ekkert að því gert. Þú ert. svo falleg!. . . . Er það satt, að ég hafi meitt
þig? Viltu að ég sendi eftir Stóra-Matthieu frá Pont-Neuf til að skoða
þig?
Hann lagði hrjúfa höndina á perlumjúka öxlina, sem stóð út undan
skikkjunni, og það fór hrollur um hana.
— Svaraðu mér. Ég sé að þú ert ekki lengur sofandi. Sjáðu hvað ég
ætla að gefa þér. Það er hringur, ekta hringur. Ég lét gullsmið á Quai
des Orfévres meta hann. Sjáðu. Viltu hann? Hérna, ég læt hann hjá
þér....
— Segðu mér hvað þú vilt. Hvernig ég get þóknast þér? Viltu fá
svinakjöt? Gott svínakjöt? Þeir komu með nýtt svinakjöt í morgun,
sem þeir stálu frá slátraranum á Place de Gréve, meðan hann var að
horfa á hengingu.... Viltu ný föt? Ég á þau líka.... Svaraðu mér,
eða ég verð reiður.
Hún ákvað að opna augun lítið eitt og sagði hrokafull:
— Ég vil fá stórt ker og mikið af heitu vatni.
— Ker? endurtók hann undrandi.
Svo starði hann tortrygginn á hana.
— Til hvers?
— Til þess að þvo mér, fíflið þitt.
— Allt í lagi, sagði hann. — Marquise des Polacks kemur með það.
Biddu um hvað sem þú vilt, og ef þú ert ekki ánægð, skaltu bara láta
mig vita, þegar ég kem aftur.
Hann sneri sér að litlum feneyskum spegli, sem stóð á arinhillunni
og tók að festa á sig lituðu vaxgrímuna.
Angelique settist snöggt upp.
— Þetta þoli ég ekki! sagði hún heiftúðug. — Ég banna þér, Nicholas
Merlot, að koma fyrir auglit mitt með þessu viðbjóðslega andliti gamals
og útlifaðs aumingja. Annars þoli ég ekki að Þú snertir mig nokkurn
tíma framar.
Barnsleg gleði brauzt fram á ruddalegu andlitinu.
— Og ef ég hlýði. . . . Má ég þá aftur?
Hún breiddi skikkjukragann yfir augun til að hylja tilfinningarnar,
sem gerðu vart við sig, þegar hún sá þennan glampa í augum glæpa-
mannsins Calembredaine. Því það voru hin gamalkunnu augu litla
Nicholasar, sem var svo léttúðugur og óáreiðanlegur, en „ekki slæmur
i sér“ eins og hin aldna móðir hans var vön að segja. Þetta var Nicholas,
eins og þegar hann hallaði sér yfir misþyrmdan líkama yngri systur
sinnar og kallaði mjúklega: Francine, Francine.
Svo lífið getur farið þannig með lítinn dreng og litla stúlku. Hjarta
hennar ólgaði af vorkunnsemi með þeim báðum. Þau voru bæði alein
og yfirgefin af öllum.
— Má ég elska þig aftur? muldraði hann.
Þá, i fyrsta sinni, síðan þau höfðu aftur fundizt undir svo undarlegum
kringumstæðum, brosti hún við honúm.
— Kannske.
Nicholas rétti hátiðlega út handlegginn og spýtti á gólfið.
— Þá sver ég. Jafnveí þótt ég eigi á hættu að vera handtekin, ef ég
sýni mitt rétta andlit á Pont-Neuf, muntu aldrei sjá mig sem Calem-
bredaine aftur.
Hann etakk hárkollunni og sáraumbúðunum í vasann.
— Ég skal fara og setja dulbúninginn minn niður.
—■ Nicholas, hrópaði hún. — Ég meiddi mig í fætinum. Sjáðu. Held-
urðu að þessi Stóri-Matthieu geti gert eitthvað við þvi?
— Ég skai líta við hjá honum og athuga Það.
Allt í einu beygði hann sig niður, tók annan fót hennar milli beggja
handa sinna og kyssti hann.
Þegar hann var farinn, hreiðraði hún um sig og reyndi að sofna aftur.
Það var mjög kalt, en hún hafði svo mikið ofan á sér, að hún fann það
ekki. Smjörgul vetrarsólin varpaði ljósferningum á vegginn.
Líkami Angelique var þreyttur og aumur, en samt leið henni nota-
lega.
Þetta er gott, hugsaði hún. Þetta er eins og að seðja hungur sitt og
svala þorsta sínum. Maður hugsar ekki um neitt. Það er gott að hugsa
ekki.
Við hlið hennar glitraði demantshringurinn. Hún brosti. Hvernig
sem allt veltist, myndi hún alltaf geta vafið Nicholas um fingur sér.
Þegar Angelique varð síðar meir hugsað til þessa tímabils í ævi henn-
ar, þegar hún féll eins djúpt og hægt var, slóst í hóp mesta úrhraksins,
var hún vön að muldra og hrista höfuðið dreymin: — Ég var brjáluð.
Og það var kannske einmitt það, sem gerði henni fært að lifa í þess-
ari hræðilegu og ömurlegu veröld — brjálæði eða frekari tilfinninga-
dofi, dvali villidýrsins á hörðum vetri.
Allar athafnir hennar miðuðust við einföldustu þarfir. Hún þurfti
fæðu og yl. Af öryggisleysi hjúfraði hún sig upp að hörðu brjósti Nicho-
lasar og tók auðmjúk á móti ruddalegum og frekjulegum faðmlögum
hans. Hún, sem hafði notið bezta lins og isaumaðra rekkjuvoða, svaf
á fleti úr stolnum yfirhöfnum í þef allra karlmanna Parísar. Hún var
Framhald á bls. 34.
VIKAN 48. tbl. —