Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 4
TIL MIAMI
FYRIR EINA TERTU
— Maðurinn minn sá þessa auglýsingu, og þeg-
ar hann kom heim um kvöldið, sagði hann að
þarna væri tækifæri til að komast til Ameríku.
Við vorum staddir heima hjá Guðmundi Krist-
jánssyni, kaupmanni, og Elínu Guðjónsdóttur, konu
hans, kvöld eitt í öndverðum nóvember.
— Já, ég vildi endilega að hún reyndi þetta,
sagði Guðmundur. Ég var náttúrlega alveg viss á,
hvaða köku hún ætti að baka, og ekki i neinum
vafa um, að hún myndi vinna Ameríkuferðina.
Það var einhvern tíma í júlí, að O. Johnson &
Kaaber auglýstu keppni, nýstárlega á íslandi. Það
var bökunarkeppni. Allar íslenzkar konur — og
trúlega karlmenn líka — máttu taka þátt í keppn-
inni, en hún fór fram á þann hátt, að þátttakend-
ur sendu inn uppskriftir að beztu kökunum sínum.
Dómnefnd, valin af O. Johnson & Kaaber, valdi
síðan 10 beztu uppskriftirnar úr, og þær sem sent
höfðu, voru kvaddar saman á einn stað á sama
tíma —- til að baka eftir uppskriftunum.
Uppskriftirnar voru háðar því skilyrði, að í þeim
væri gert ráð fyrir minnst hálfum bolla af Pills-
bury's Best hveiti.
Það voru þeir ágætu malarar í Pillsbury, sem
sáu um keppnina fyrir milligöngu umboðsmanna
sinna, Ó. Johnson & Kaaber.
Tveir húsmæðrakennarar, þær Anna Gísladótt-
ir og Bryndís Steinþórsdóttir voru Ó. Johnson &
Kaaber til aðstoðar við framkvæmd keppninnar,
og meðal annars bökuðu þær fjöldan allan af
kökum þeim, sem til keppninnar bárust, svo auð-
veldara væri að dæma um gæði þeirra.
Á tilteknum degi voru þær allar tíu mættar í
Réttarholtsskóla, þar sem fengið hafði verið eld-
hús að láni fyrir keppnina. Konurnar voru það
margar, að skipta varð í tvo hópa, en um kvöld-
ið var öllu lokið, og dómararnir tóku að smakka.
Þeir voru allir sammála um, — að öllum hinum
kökunum ólöstuðum — að „selskapsterta" Elínar
Guðjónsdóttur bæri af, og bæri tvímælalaust að
verðlauna hana númer eitt.
Og þar með var björninn unninn. Eftir var að-
eins að ganga frá þvi, að Guðmundur gæti farið
utan með konu sinni, og að sjálfsögðu var ekkert
til fyrirstöðu með það, nema hvað flugvélar Loft-
leiða voru ailar sneisafullar á þessum tíma, svo
þau urðu að grípa gæsina, þegar smuga opnað-
ist í farþegarými Leifs Eiríkssonar, — en það er
fiugvél af gerðinni Rolls Royce 400, eign flugfé-
lagsins Loftleiða, ef það skyldi ennþá hafa farið
fram hjá einhverjum, — viku fyrr en þau þurftu í
raúni.hni að fara.
í Nev/ York voru þau nokkra daga um kyrrt, en
fóru síðan suður til Miami, sem sérstakir gestir
Pillsbury's Best við bökunarkeppni, sem í voru
keppendur hvaðanæva úr Bandaríkjunum, alls 100
talsins. Þau þurftu ekkert að gera, annað en það
sem þeim sjálfum gott þótti, og bjuggu á einu
stærsta og fínasta hótelinu þarna á ströndinni,
Americana Hotel. Þau fengu að fara um og skoða
og sjá eins og þau lysti, eliegar liggja í sólbaði
ef þeim bauð svo við að horfa, milli þess sem þau
sátu dýrlegar veizlur og mannfagnaði.
Hin árlega bökunarkeppni í Bandaríkjunum fer
þannig fram, að fyrst eru undanrásir í heimahér-
uðum, en úr þeim eru síðan valdir 100 þátttakend-
ur, sem fá að keppa til úrslita. Þeir fá splunkuný
tæki — eldavélar og hrærivélar — til afnota, og
allur aðbúnaður til fyrirmyndar — eins og við er
að búast í Ameríku. Fyrstu verðlaun eru 25 þús-
und dollarar, önnur verðlaun 5 þúsund dollarar.
Auk þess eru samtals 14.500 dollarar veittir 10
þátttakendum í undirflokkum. Og allir þátttakend-
ur fá heim með sér eldavélina og hrærivélina, sem
þeir notuðu í keppninni, og ferðakostnað fram og
til baka greiðir Pillsbury.
En ekki var fyrirtækið Pillsbury's Best á þeim
buxunum að láta þau Elínu og Guðmund lönd og
leið, þótt keppninni væri lokið og þau aftur far-
in til New York, heldur var þeim fengin til ráð-
stöfunar íbúð Pillsbury's Best á Plaza Hótel í New
York, sem áreiðanlegar heimildir telja annað fín-
asta hótel í heiminum ....
Þetta var einn draumur, sögðu þau. — Það var
dekrað við okkur allan tímann. Fyrst dekruðu þau
við okkur, hjónin, sem við vorum hjá í New York;
það er íslenzk kona gift amerískum manni — og
ef allar íslenzkar stúlkur væru jafn vel giftar,
væri allt í lagi, bætti Elín við. — Svo tóku þeir
við hjá Pillsbury, og það var ekkert hálfkák á.
Þú verður að lofa okkur því að birta á prenti þakk-
læti okkar til Pillsbury, Ó. Johnson & Kaaber og
þá sérstaklega Páls Stefánssonar, húsmæðrakenn-
aranna, sem með okkur voru, og kvennanna, sem
tóku þátt í keppninni með mér.
— Hvar fékkst þú uppskriftina að selskapstert-
unni, Elín?
— Ég bjó hana eiginlega til að mestu. Það var
þegar elzti strákurinn okkar var fermdur, þá lang-
aði mig til að búa til eitthvað nýtt. Og þetta varð
ofaná. Annars heitir hún ekki lengur selskapsterta,
heldur samkvæmisterta.
— Og hvernig- varð þér við, þegar þeir hringdu
frá O. Johnson & Kaaber, og tilkynntu þér, að þú
værir ein af þeim 10, sem keppa áttu til úrslita?
— Mér datt fyrst í hug, að það væri einhver að
reyna að gabba mig, en það vissi enginn um þetta
nema Guðmundur og svo móðir mín, og svo gat
þetta vel staðizt.
— Taugaóstyrk?
— Það var hvorki sofið eða borðað næstu fjóra
sólarhringa, fram að keppninni, sagði Guðmund-
ur og glotti.
— Hvaða vitleysa, sagði Elín. — Víst var bæði
sofið og borðað. En ég var auðvitað ógurlega
spennt. En þetta var upphaflega gert til að reyna
að komast til Miami, svo það var ekki um annað
að ræða en reyna að standa sig.
— Ætlarðu að vera með næst?
Elin horfði á framkvæmdastjóra keppninnar, Pál
Stefánsson, sölumann hjá Ó. Johnsson & Kaaber,
þegar hún svaraði: — Ég veit ekki, hvort ég fæ það.
— Hvernig er það, Páll, verðið þið ekki með
bckunarkeppni aftur?
—fcð er cmögu.egt að segja. Það er allt komið
undir þeim hjá Pillsbury.
— Og er nokkuð því til fyrirstöðu, að Elín fái að
vera mcð aftur?
— Þetta er allt óráðið ennþá, og ég get ekkert
sagt um tilhcgun næstu keppni, ef hún verður aftur.
Þetta er allt svo lítið í sniðum hjá okkur, borið
saman við það hjá þeim þarna úti. En ég get ekki
séð í fljótu bragði, af hverju Elín ætti ekki að geta
verið með, bara með einhverja aðra uppskrift.
Og eftir þessa kvöldstund heima hjá Elínu og
Guðmundi,get ég borið um það af eigin reynslu, að
kökurnar hennar eru vel frambærilegar, hvar sem
er, og ekki kæmi mér á óvart, þótt ég ætti eftir að
heyra nafnið hennar oftar í sambandi við bökunar-
keppni......
Og svona lítur samkvœmistertan út. Hún er í
tveimur lögum, en uppistööurnar eru ekki ekta.
Þær eru bara úr timbri... $
Að skilnaði fengum við þessar skemmtilegu
svuntur — og Guðmundur húfuna. Þctta getur
komið sér vei — og það má heita fullvíst, að
svona föt eiga ckki aðrir á íslandi. O
-O- Það var sundlaug við hótelið, þar sem liægt
var að skvampa að vild. Við annan laugarendann
var bar, og maður þurfti ckki annað en að
synda upp að laugarbarminum og gefa fyrir-
mæli — þá komu þjónarnir hlaupandi með
glösin ...
Þarna voru fleiri útlendingar, scm voru sér-
stakir gestir Pillsbury. Frúin, sem við eruni
með hér á myndinni, kom t.d. frá Ástralíu. 0
^ — VIKAN 50. tbl.