Vikan


Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 49
5 ára ábyrgfi Þetta sófasett me3 lausum púðum í baki og setu. Fyrsta flokks efni og vinna, verð aðeins 16.700,00 Þessi svefnbekkur, stækkanlegur, með rúmfatageymsiu, bólstraður með fjöðrum og svampi. Verð kr. 5.450,00. Sófasett með fveggja sæfa sófa, kr. 9.850,00. Svefnbekkir, mjög vandaðir, bólstraðir með fjöðrum og svampi, kr. 4500,00. Svefnstólar, s*okir stólar, vegghúsgögn, teak-smóvörur o.fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Veljíö vönduö húsgögn - Veljið Valhúsgögn. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. Um leið og hún gekk fram hjá Angelique, rak hún upp gleðihróp: — Hæ, Hurlurot, hér er barnið! Drottinn minn, hvernig Calemhreda- ine hefur látið síðan i morgun! Hann segir, að þessi margbölvaði hundur hafi kyrkt þig. Hann er að tala um að ráðast á Chatelet með alla glæpa- menn og betlara Parísarborgar. Og á meðan er Marquise des Anges á skemmtisiglingu um Pont-Neuf....! — Og hversvegna ekki? spurði Angelique kuldalega. ■— Þú ert á göngu hér, eða hvað? —■ Ég er að vinna, svaraði sú gamla drýldin. —- Þetta kvæði, þú getur ekki ímyndað^ þér, hvílik söluvara það er. Ég er alltaf að segja við rennusteinsskáldið: Láttu mig hafa hengda menn. Það er ekkert, sem selst betur en hengdir menn. Hérna, viltu? Það kostar ekkert, af því að þú ert okkar Marquise. — Ég skal eiga eitthvað gott handa þér í kvöld í Nesle turninum, svaraði Angelique. Hún gekk burt og las á miðann sinn: „Ecoutez tous ma liarangue Quand je m’ en irai A VAbbayc de Monte-á-Regret, Pour vous je prierai En tirant la langue “ I horninu neðst á síðunni var undirskrift, sem hún kannaðist núorðið óþægilega vel við: Rennusteinsskáldið. Beisk haturminning reis í hjarta Angelique. Hún leit i svip á bronshestinn á brúnni. Þarna, milli fótanna á hestinum, sögðu þeir að skáldið í Pont-Neuf svæfi stundum. Glæpa- mennirnir virtu svefn hans. Það var hvort sem var engu hægt að stela frá honum. Hann var fátækari en fátækasti betlari. Alltaf ráfandi um. Alltaf hungraður. Alltaf hundeltur. Og alltaf dreifði hann nýjum hneykslissögum eins og eiturgusum yfir París. Hvernig stendur á því að enginn hefur drepið hann ennþá? hugsaði Angelique. Ég myndi gera það með ánægju, ef ég hitti hann. En fyrst myndi ég segja honum hversvegna. ... Hún vöðlaði saman miðanum og fleygði honum frá sér. Vagn fór fram- hjá og á undan honum hlaupararnir. Þeir voru glæsilegir, í satíneinkenn- isbúningum með fjaðrahatta. Hópurinn reyndi að geta sér þess til, hver væri í vagninum. Angelique horfði á hlauparana og hugsaði til Léttfótar. Bronzstyttan af Hinrik konungi IV glitraði í sólskininu yfir hóp af rauðum og bleikum sólhlífum. Svæðið framan við minnismerkið var upptekið af ávaxta- og blómasölum. Angelique sneri sér að einni blómasölukonunni sem þegar í stað réði hana til að hjálpa til að búa til vendi, og þar sem unga konan gerði það mjög smekklega, gaf blómasölukonan henni tuttugu sols. __ Mér finnst Þú full gömul til að vera viðvaningur, sagði hún við Angelique, eftir að hafa virt hana vandlega fyrir sér. — En það myndi taka þá sem yngri eru, tvö ár að gera vendi eins og þú gerir. Ef þú vildir vinna með mér, gætum við komizt að samkomulagi. Angelique hristi höfuðið, kreppti hnefann um peningana sína og fór. Hún leit hvað eftir annað á myntina, sem blómasölukonan hafði gefið henni. Þetta voru fyrstu peningarnir, sem hún hafði unnið fyrir. Hún keypti sér tvær kökur og át þær, meðan hún fylgdist með fjöld- anum að vagni Stóra-Mathieu. Hann hafði sett upp verzlun sina gegnt Hinriki IV. Hann stóð á vagninum sínum, palli á fjórum hjólum með handrið í kring og talaði til fjöldans með sinni sterku rödd, sem heyrð- ist endanna á milli í Pont-Neuf. Hljómsveit hans var skipuð þrem hljómlistarmönnum, trompetleikara, trommuleikara og simballeikara, sem undirstrikuðu ræðu hans og yfir- gnæfðu með geysilegum hávaða ópin í viðskiptavinunum, þegar hann dró úr þeim tennurnar. Stóri-Mathieu náði alltaf tönnunum úr viðskipta- vinum sínum, jafnvel þótt hann yrði að leggja þá á jörðina og lyfta þeim upp með tönginni. Og þegar tönnin var laus, benti hann blæðandi fórnarlambinu á að skreppa yfir til koníakssalans og skola munninn. Milli viðskiptavina skálmaði Stóri-Mathieu fram og aftur á pallinum sínum. Fjöðrin á hattinum blakti i vindinum og tvöföld hálsfestin hans úr mannatönnum, skrölti við satínskikkju hans, stóra sverðið barðist við kálfana á meðan hann grobbaði af sinni miklu vísindakunnáttu og á- gæti lyfja sinna og púðra, allskonar áburða og Þar fram eftir götunum. — Þið sjáið hér fyrir framan ykkur, herrar mínir og frúr, mesta per- sónuleika heimsins, snilling, einstakan mann i sinni röð, manninn sem kann skil á öllum lyfjum, afkomanda Hippokratesar.... Ég lækna her- menn af virðingu, hina fátæku vegna ástar minnar á guði og hina ríku vegna peninga Þeirra. Ég er hvorki læknir né heimspekingur, en lyfin mín gera eins mikið og læknarnir og heimspekingarnir til samans. Reynslan er meira virði en bóknámið. Ég hef áburð til að gera hvíta húð ennþá hvitari. Þetta er snjóhvitt, vellyktandi eins og bezt gengur.... Hér hef ég áburð, mjög verðmætan áburð, vegna þess, hlustið nú vel, heiðr- uðu menn og konur, vegna þess að þessi áburður ver þann, sem hann notar, sárum af þyrnum ástarinnar. Svo lyfti hann handlegg með dramatískum tilburðum: Komið, fólk, og kaupið hér kvillabót og lyf hjá mér. Duftið þetta góða getur gleði vakið þeim er étur. Af kreminu verða kerlingarnar kyssilegri en ungmeyjarnar.... Angelique gat ekki að því gert að það setti að henni óstöðvandi hlqtur. Hann tók eftir henni og veifaði vingjarnlega til hennar. Ég hló! Hversvegna hió ég? hugsaði Angelique. Þetta, sem hann var að segja, er ekkert annað en asnaskapur. En hana langaði til að hlægja. Hún lokaði augum sínum andartak. Þegar hún opnaöi þau aftur, sá hún nokkur skref frá sér, í mannþröng- inni á Pont-Neuf, Jactance, Stóra-Poka, Peony, Gobert og hiná, þar sem þeir stóðu og horfðu á hana. — Systir, sagði Peony og greip um handlegg hennar. — Ég skal brenna kerti fyrir heilaga guðsmóður á Saint-Pierre-aux-Boefus. Við héldum að við myndum aldrei sjá Þig framar! —■ Chatellet eða Aðalsjúkrahúsið, það voru staðirnir, þar sem við héidum að væri helzt að leita að þér. — Nema þessi bölvaði hundur hefið drepið þig á stundinni. Þeir náðu Lásabrjót og Prudent; þeir voru hengdir í morgun á Place de Gréve. — Nú á að verða gaman. Veiztu hversvegna við erum á þessarri dag- VIKAN 50. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.